Bæjarins besta - 08.02.1995, Blaðsíða 9
Sjóðstjórn söfnunarinnar Samhugur í verki
Kappkostar að flýta afgreiðslu
styrka í heild eða að hluta
AÐ UNDANFÖRNU hefur
farið fram landssöfnun vegna
snjóflóðanna í Súðavík undir
kjororðinu Samhugur í verki.
Söfnunarstjórnin afhenti hinn
25. janúar sl., söfnunarféð sér-
stakri sjóðstjórn, sem tilnefnd
hefur verið af forsætisráðherra,
Rauða krossi Islands og Hjálp-
arstofnun kirkjunnar.
Sjóðstjórnin hefur farið til
Súðavíkur, kynnt sér aðstæður
og rætt við fulltrúa sveitar-
stjórnar og aðra heimamenn,
en hún leggur áherslu á slíkt
samráð. Hún hefur sett sér
ákveðnar starfsreglur til við-
miðunar við framkvæmd starfa
sinna. Söfnunarfénu verður
varið til að styrkja einstaklinga
og fjölskyldur, sem orðið hafa
fyrir efnahagslegu, andlegu og
félagslegu tjóni vegna náttúru-
hamfaranna í Súðavík, enda
verði það ekki bætt af öðrum
aðilum. Einnig verður hugað
að stöðu þeirra, sem orðið hafa
fyrir óbeinu tjóni af völdum
áfallsins, og samfélagslegum
verkefnum í Súðavík, eftir því
sem það þykir samræmast til-
gangi landssöfnunarinnar.
Sem dæmi um greiðslur úr
sjóðnum í upphafi má nefna
kostnað vegna neyðaraðstoðar
fyrstu daga og vikur eftir at-
burðina, kostnað vegna bráða-
birgðahúsnæðis og kostnað
vegna læknismeðferðar og
annarrar sérfræðiaðstoðar.
Sjóðstjórnin mun kappkosta að
flýta afgreiðslu styrkja í heild
eða að hluta, en þó er ljóst, að
fullnaðarmat tjóns mun taka
nokkurn tíma, m.a. vegna upp-
gjörs tjónbóta frá öðrum aðil-
Pétur Kr. Hafstein.
um. Þess er ekki að vænta, að
sjóðstjórnin geti greint frá eins-
tökum störfum sínum eða
ákvörðunum á næstunni, en frá
þeim verður sagt eftir því sem
fært og eðlilegt þykir. Þá mun
fullnaðaruppgjör verða endur-
skoðað af Ólafi Nilssyni. lög-
giltum endurskoðanda.
Sjóðstjórnin hefur fengið
Guðinund H. Ingólfsson, fram-
kvæmdastjóra Héraðsnefndar
Isafjarðarsýslu, til starfa á
sínum vegum fyrst um sinn, en
hann nuin aðstoða Súðvíkinga
við að gera sjóðstjórninni grein
fyrir aðstæðum sínum eftir snjó-
flóðin og tjárþörf vegna af-
leiðingaþeirra. Starfsmaðurinn
mun hafa samband við þá, sem
verst urðu úti, en vera jafnframt
tiltækur á hreppsskrifstofunni í
Súðavík eftir nánari ákvörðun.
30. janúar 1995
f.h. sjóðstjórnar söfnunar-
innar Samhugur í verki
Pétur Kr. Hafstein.
Sjóðstjórnin mun kappkosta að fiýta afgreiðsiu styrkja íheiid eða að hiuta í
Súðavík, en pó er ijóst að fuiinaðarmat mun taka nokkurn tíma, m.a. vegna
uppgjörs tjónbóta frá öðrum aðiium.
Sfðasti skiladagur skattframtaia
Sérstakir símatímar skattstjóra
SÍÐASTI skiladagur skatt-
framtala einstaklinga er nk. föstu-
dag, 10. febrúar. I fréttatil-
kynningu frá Skattstofunni í Vest-
fjarðaumdæmi segir m.a. að Is-
firðingar geti skilað framtölum
sínum á skattstofuna en auk þess
verður kassi staðsettur í anddyri
Stjórnsýsluhússins, þar sem liægt
er að skila framtölum til mið-
nættis á föstudagskvöld.
Ibúar annarra byggða á Vest-
fjörðum geta komið framtölum
sínum til umboðsmanna skatt-
stjóra, þar sem þá er að finna og á
bæjarskrifstofurnar í Bolung-
arvík, Vesturbyggð og á Þing-
eyri. P>á má koma framtölum í póst
og miðast skiladagur við póst-
stimpil. Ef menn eiga bágt með að
skila fyrir 19. febrúar er hægt að
hringja og sækja um frest eða senda
skriflega beiðni þar að lútandi. Há-
marksfrestur sem veittur er, er til
28. febrúar.
Ymis eyðublöð geta þurft að
fylgja framtölum, s.s. greinargerð
um vaxtagjöld, sjómannaafslátt,
dagpeninga, frádrátt á móti öku-
tækjastyrk, kaup og sölu eigna o.fl.
og er liægt að nálgast þau á skatt-
stofu, til umboðsmanna og til
framangreindra bæjarskrifstofa.
Einnig er hægt að fá eyðublöðin
send í pósti.
I fréttatilkynningunni frá skatt-
stofunni er fólk hvatt til að lesa
vel leiðbeiningarbækling þann
sem fylgir framtölum en þar er
að finna flestar þær upplýsingar
sem tengjast framtalsskilum.
Einnig veitir starfsfólk skatt-
stofunnar allar þær leiðbeiningar
sem á þarf að halda. Síminn á
skattstofunni er 3788 og auk þess
verður skattstjórinn, Elín Arna-
dóttir, með sérstaka símatíma
dagana 9. og 10. febrúar kl. 10-
12 og kl. 14-16. Símanúmer
skattstjóra er 4166 og er fólk h vatt
til að nota sér þá þjónustu.
Guðrún H. Lárusdóttir,
framkvæmdastjóri Stálskips
„Hér fletti ég upp í fyrirtækjum, félögum og stofnunum,
þcssi bók er satt að segja bráðnauðsynleg.“
Pantanasími 581 2300, fax 581 2964
FRODI
BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
Upplýsingahandbókin íslensk fyrirtæki hefur nú komið út í 25 ár og
hefur löngu sannað gildi sitt sem uppsláttarrit um íslensk fyrirtæki.
Útgáfan 1995 inniheldur grunnupplýsingar um flestöll starfandi
fyrirtæki, félög og stofnanir landsins, t.a.m. heimilisfang, kennitölu.
nýju 7 stafa símanúmerin og faxnúmer.
UPPBYGGING BÓKARINNAR ! tsmmmmmm
1. Kennitölur, fax- og símanúmeraskrá 2. Fyrirtækjaskrá 3. Vöru- og þjónustuskrá (gular síður) 4. Umboðaskrá ( gular síður) 5. Útflytjendaskrá (gular síður) 1. eintak: kr. 5950,- pr. bók 2. eintak: kr. 5450,- pr. bók 3. eintak: kr. 4950,- pr. bók 4. eintak: kr. 4450,- pr. bók 5. eintak: kr. 3950,- pr. bók 10. eintak: kr. 3450,- pr. bók
Usí
LJ0TT
lýour
SKISAGAN
,'SV
'miwm Ar
jhjmwmmm
pjjjmjjjjLUjw o'j
^whi/jwæ oújjy
80tonn
úrDjúpinu
í ANNARRI viku ársins
komu 80 tonn af rækju upp úr
Isafjarðardjúpi, samkvæmt lista
sem blaðið hefur fengið í
hendur frá Hafrannsóknastofn-
uninni á Isafirði.
Hjá Bakka landaði Bára 4,7
tonnum, Finnbjöm 2,01., Gunn-
ar Sigurðsson, 3,1 t., Gunnvör
3,7 t., Ritur 3,2 t., og Sigurgeir
Sigurðsson kom með 4,3 tonn.
Tveir rækjubátar lögðu upp hjá
Básafelli, Aldan 5,61., og Dag-
ný 3,9 tonn. Hjá Rit hf., lönduðu
sjö bátar, Gissur hvíti korn með
6,1 t., Guðrún Jónsdóttir, 3,3 t.,
Halldór Sigurðsson, 5,51., Húni
4,91., Neisti 3,71., Ver 3,51., og
Örn 4,0 tonn.
Hjá Þuríði í Bolungarvík
lönduðu sex bátar. Arni Óla 3,4
t., Bryndís 2,6 t., Hafrún II 2,7
t., Páll Helgi 4,5 t., Sæbjörn 1,3
t.,ogSædís landaði 3,7 tonnum.
Alls komu á land rúm 80 tonn.
Heiðrún
meú 40 tonn
SKUTTOGARINN Heiðrún
kom inn til löndunar í Bol-
ungarvík í gærdag með 40 tonn
af þorski.
I síðustu viku lönduðu fjórir
línubátarí Víkinni og varaflinn
15,8 tonn. Guðný var aflahæst
með 11,3 tonn í 3 róðrum. Níu
rækjubátar lögðu einnig upp í
vikunni. 18,3 tonnum. Afla-
hæstur var Páll Helgi með 5,3
tonn.
Besstmeð 40
tonn afrækju
BESSI ÍS-410 landaði 40
tonnum af rækju í Súðavík á
mánudag og í gær landaði Haf-
fari 14 tonnum af rækju og Ey-
borg kom með 12 tonn af
frosinni rækju. Ekki fengust
upplýsingar um afla innfjarðar-
rækjubáta staðarins.
BuObjartur
me070tonn
afbtömtuOum
afta
SKUTTOGARARNIR Guð-
bjartur og Páll Pálsson komu
inn til löndunar á Isafirði á
mánudag. Guðbjartur landaði
70 tonnum af blönduðum afla
og Páll Pálsson 65 tonnum.
1 gærdag kom síðan Guð-
mundur Péturs með 17 tonn af
rækju. A fimmtudag í síðustu
viku lönduðu tvö rækjuskip,
Óskar Halldórsson kom með
20 tonn og Styrmir kom með 8
tonn.
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995
9