Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.02.1995, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 08.02.1995, Blaðsíða 2
Fórstu út fyrir vald- syió þitt, Óiafur Heigi? Ólafur Helgi Kjartans- son, formaður Almanna- varna ísafjarðar: ,,Nel, en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Að- stæðurnar í Súöavík voru mjög slæmar að sögn þeirra sem á staðnum voru og dreg ég ekki í efa að sú lýsing varekki orðum aukin. Við sem uþþlifðum veður- haminn á ísafirði þennan sama dag gleymum því seint. Það er skylda þeirra sem stjórna björgunarað- gerðum að reyna eftir fremsta megni að tryggja öryggi björgunarmanna og annarra á leitarstað og skylt er að takmarka umferð á hættusvæði við þá eina, sem eiga þangað brýnt erindi. Þar er auðvitað fyrst og fremst átt við björgunar- menn og hjálþarlið. Fréttamenn voru ekki út- búnir til þess að vera á hættusvæði. Reynt var að gæta þess að skiþta út björgunarmönnum og ekki má gleyma því að tak- markaðurfjöldi komst að til leitar. Ég var ekki á stað- num, en þar var mjög traustur vettvangsstjóri, Snorri Hermannsson, margreyndur þjörgunar- sveitarmaður og vel þjálf- aöur. Uþþlýsingar hans reyndust mjög glöggar og skýrar. En af þessum atþurðum má ýmislegt læra og f rétta- menn, almannavarnamenn og stjórnendur þjörgunar- sveita ættu að setjast niður og meta reynsluna. Engir fréttamenn eru mér vitan- lega þjálfaðir sérstaklega til að takast á við þessar að- stæður. En úr því má bæta. Þeir gætu svo aflað mynda, bæði Ijós- og kvikmynda, sem allir fjölmiðlar ættu að- gang að, ásamt almanna- vörnum. Þvi má ekki gleyma held- ur að svo vel tókst til að ekki féllu snjóflóð á leitarmenn. En enginn vissi það fyrir- fram.” Blaðamannafélag ís/ands hélt fund í síðustu viku um fjölmiðla og náttúruham- farimar f Súðavík. Á fundi- num beindust skeytin harkalega að Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanniog formanni A/mannavama á ísafirði en margir fundar- menn tö/du að hann hefði farið út fyrir vaidsvið sitt er hann takmarkaði mjög fréttafiutning frá svæðinu. Hefur Stöð 2 sent inn kvört- un vegna þessa tii dóms- máiaráðherra og einnig bíða biaðamann syðra eftir viðbrögðum Aimannavama ríkisins en vinnubrögð Óiafs Hetga munu ekkihafa verið ísamræmi við starfsaðferðir þeirra. Fjöhnenni var á borgarafundinum á sunnudaginn. Fjöimennur borgarafundur um máiefni Súðavíkur Ráðgert að hefja bygg- ingaframkvæmdir eftir nýju deiliskipulagi 1. maí Féiagsmáiaráðherra, Rannveig Guðmundsdóttir var á meðai gesta á fundinum. FJÖLMENNI var á borgara- fundi, sem Súðavíkurhreppur boðaði til um málefni staðarins í grunnskólanum í Súðavík á sunnudaginn. Meðal viðstaddra á fundinum var félagsmálaráð- herra, Rannveig Guðmunds- dóttir og aðstoðarmenn hennar þau Berglind Asgeirsdóttir og Húnbogi Þorsteinsson auk Guð- mundar H. Ingólfssonar, starfs- manns sjóðstjórnar söfnunar- innar Samhugur í verki. „Þessi fundur var fyrst og fremst upplýsingamiðlun, þar sem útskýrt var fyrir íbúunum hvað við erum að gera og að hverju væri stefnt. Það sem kannski er mest um vert er að við gerum ráð fyrir að hægt verði að byrja að vinna eftir nýju deiliskipulagi þann 1. maí sem og að hægt verður að hefjast handa við að koma upp bráðabirgðahúsnæði á næstu dögum. Félagsmálaráðherra kom með þau boð að ríkið myndi sjá til þess að nettó- kostnaður vegna þessa yrði borinn af ríkinu. Við munum kaupa sumarbústaði, setja þá upp og selja síðan aftur þegar nýtt þorp verður risið. Sá kostnaður sem fellur á sveitar- félagið vegna þessa mun ríkið kosta,” sagði Jón Gauti Jóns- son, starfandi sveitarstjóri í Súðavík í samtali við blaðið á tnánudag. „Það er ljóst að það er einhver kostnaður samfara þessu en þarna eru góðar aðstæður, flatt land, rafmagn, skólp, vatn og sími. Þetta verður eins ódýrt og hægt er og það sama má segja um undirstöður húsanna. Deili- skipulagið fer í lokaða sam- keppni á næstu dögum og okkar vonir standa til að hægt verði að hefja byggingu á nýrri Súða- vík á Eyrardalssvæðinu þann 1. maí. Það er ekki Ijóst á þessari stundu hversu mörg hús verða þama en við erum að tala um að flytja þorpið í heilu lagi. Við tökum gömul timburhús af sökklum og steypum undir þau upp á nýtt. Þá höfum við haft fregnir af því að hægt sé að flytja steinhús og við munum skoða þau mál.” Jón Gauti sagði að á þessari stundu lægi ekki fyrir hversu mikill kostnaður yrði samfara því að byggja upp nýja Súða- vík en Ijóst væri að bætur þær sem hreppurinn fengi úrBjarg- ráðasjóði kæmu þar vel á móti. „Sveitarfélagið fær bætur fyrir götur og lagnir, Ijósastaura og gangstéttir og þeir fjármunir fara í gatnagerð á nýju svæði en það liggur ekki fy rir hver endan- legur kostnaður verður. Það sem var brýnast á vörum íbúanna voru skólamálin. Fólk er að vinna hér, það getur ekki flutt hingað því enginn skóli er á svæðinu. Þetta hangir allt saman og við erum að reyna að leysa þessi mál og munum reyna að hraða þeim eins og kostur er,” sagði Jón Gauti. Skóiamáiin voru efst í huga Súðvíkinga á fundinum. Styrkur tii Edinborg- arhússins Á 2.015 fundi bæjar- ráðs ísafjarðar sem haldinn var fyrir stuttu var lagt fram bréf frá Guðrúnu Guómunds- dóttur, forstöðumanni Edinborgarhússins hf., meó beiðni um nióur- fellingu fasteigna- gjalda vegna fast- eignarinnar við Aðal- stræti 7 auk fjár- veitingu til menningar- miðstöóvarinnar í Edinborgarhúsinu. Bæjarráð samþykkti að veita styrk sem nemur fasteignaskatti þess hluta húsnæðis- ins við Aðalstræti 7 sem er notaóur til félags- og/eóa menn- ingarstarfsemi en hafnaói frekari styrk- veitingu til handa félaginu. Nýtt fréttabiað, Víkarinn Fyrir stuttu bættist nýtt fréttablaó í fjöl- miðlaflóru Vestfirðinga. Blaðið sem hlotið hefur nafnið Víkarinn og er gefið út í Bolungarvík, mun verða dreift án endurgjalds í hvert hús í bænum en kostnaður við útgáfuna verður fjármagnaóur með auglýsingum. Út- gefandi Víkarans er Magnús Hávaróarson, rekstraraóili skemmti- staðarins Víkurbæjar. Víkarinn er í A-4 broti og vonast útgefandinn til að geta gefió blaðið út á tveggja vikna fresti og þá í stæróinni 4-8 síður. Fyrst um sinn verður blaðið án mynda en vonir standa ti að bót verói unnin á þeim byrjunaröróug- leikum innan skamms tíma. BB býður Vík- arann velkominn í hóp vestfirskra blaóa. Tvö gistu fanga- geymsiur Tveir einstaklingar gistu fangageymslur lögreglunnar um síðustu helgi. í öðru tilfellinu var um að ræða ölvaðan karl- mann sem ekki fékkst til að upplýsa um heimilisfang sitt og í hinu tilfellinu var um að ræða unga konu sem lét svo ófriðlega að lögreglan gat ekki fyrir nokkurn mun sleppt af henni hend- inni. Fékk hún því öruggt húsaskjól á hörðum bekk fanga- klefans. 2 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1995

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.