Víðförli - 15.05.1988, Síða 5

Víðförli - 15.05.1988, Síða 5
Verkefni skrifstofustjóra Lagt er til að skrifstofustjóri ann- ist fjármál og daglegan rekstur bisk- upsembættisins ásamt starfsmanna- haldi. Auk þess annist hann fjárreið- ur þeirra sjóða, sem Biskupsstofu er falið að annast samkvæmt lögum, skipulagsskrám eða sérstökum samningum við stjórnir viðkomandi sjóða. Gert er ráð fyrir, að skrif- stofustjóra verði falið, að gerðum breytingum á lögum um Kirkjuráð og sérstökum samningi við það, að annast framkvæmdastjórn og fjár- mál kristnisjóðs. Þá aðstoði hann biskup við eftirlit með kirkjueignum að því leyti, sem það fer ekki fram á yfirreið biskups. Þá annist hann tengsl við eftirlitsmann með prests- setrum og umsjónarmann kirkju- garða. Verkefni fræðslustjóra Lagt er til, að fræðslu- og þjón- ustustjóri fáist við að samhæfa, auka og bæta fræðslustarf kirkjunn- ar, m.a. með því að beita sér fyrir gerð heildarstefnu á þessu sviði, sem Kirkjuráð og Kirkjuþing samþykki. Hann miðli kirkjulegum upplýsing- um til safnaða landsins og aðila utanlands. Fræðslustjóra ber að sjá til þess, að störf fulltrúanna séu í samræmi við samþykkta fræðslustefnu. Nefndin gerir ráð fyrir að fulltrúarn- ir annist fræðslumál allra aldurs- flokka og þjóðfélagshópa sam- kvæmt fræðslustefnunni. Nefndin tekur ekki afstöðu til þess hvar fræðslufulltrúar skuli bú- settir, þar sem hún telur slíkt tengjast skiptingu landsins í prestaköll. Nefndin telur þó mestu skipta, að störfin verði skipulögð þannig, að þau nýtist bæði við gerð fræðsluefn- is og miðlun þess úti í söfnuðunum. Lagt er til, að gerðar verði í þessu sambandi nauðsynlegar breytingar á lögum um skipan prestakalla og prófastsdæma. Þá er lagt til að hann fjalli um málefni fangaprests, sjúkrahúss- prests, heyrnleysingjaprests, presta í Kaupmannahöfn og London og annarra, sem ráðnir eru til sambæri- legra verkefna af biskupi. Hann fjallar einnig um málefni skóla kirkjunnar og útgáfumál. Starfsmenn Embætti biskupsritara hefur sem fyrr segir fengið nýjar áherslur og inntak. Sr. Magnús Guðjónsson sem gegnt hefur starfi biskupsritara frá 1977 mun gegna því áfram við hinar nýju aðstæður. Sr. Magnús er fædd- ur 1926, lauk guðfræðiprófi 1951 og var síðan við framhaldsnám í Finn- landi. Hann þjónaði Eyrarbakka- prestakalli og síðan Fríkirkjusöfn- uðinum í Hafnarfirði. Ennfremur var hann starfsmaður Hins íslenska Biblíufélags. Kona hans er Anna Sigurkarlsdóttir forstöðumaður félagsstarfs aldraðra í Kópavogi. Þau eiga þrjú börn. Sr. Bernharður Guðmundsson fréttafulltrúi hefur tekið við starfi fræðslu- og þjónustustjóra, enda til- skilið af ráðninganefnd að starf fréttafulltrúa falli undir þá stöðu. Embætti fræðslustjóra var engu að síður auglýst og var sr. Bernharður eini umsækjandinn. Sr. Bernharður er fæddur 1937, lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1962 og meistaraprófi í fjöl- miðlunarfræðum frá St. Illinois há- skólanum í Bandaríkjunum 1978. Hann þjónaði sem sóknarprestur í Ögurþingum, í Stóra-Núpspresta- kalli og í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, og síðan æskulýðsfulltrúi þjóðkirkj- unnar. Hann var starfsmaður Lútherska heimssambandsins í Eþíópíu um árabil og fréttafulltrúi kirkjunnar frá 1979. Hann hefur setið í kirkjufræðslunefnd frá stofn- un hennar. Kona sr. Bernharðs er Rannveig Sigurbjörnsdóttir félagshjúkrunar- fræðingur og eiga þau 3 börn. Ragnhildur Benediktsdóttir lög- fræðingur hefur verið ráðin í hið nýja embætti skrifstofustjóra Biskupsstofu. Ragnhildur er Reyk- víkingur, fædd 1943, lauk lögfræði- prófi frá Háskóla íslands 1984. Hún hóf störf á lögmannsstofu Jónasar Aðalsteinssonar hrl. en gerðist síðan fulltrúi hjá Borgardómi og hefur undanfarið verið þar aðalfulltrúi. Ragnhildur var um árabil við nám og störf í Bandaríkjunum. Eiginmaður hennar er Ásgeir Jónsson sérfræð- ingur i hjartasjúkdómum á Landa- kotsspítala og eiga þau þrjár dætur. Ragnhildur var valin úr hópi 17 umsækjenda um hið nýja starfs skrifstofustjóra. Séra Torfi Stefánsson Hjaltalín hefur verið ráðinn æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunnar að höfðu samráði við framkvæmdanefnd æskulýðs- starfsins. Forveri hans sr. Guð- mundur Guðmundsson mun hverfa til kristniboðsstarfa í Afríku. Sr. Torfi er Reykvíkingur 35 ára að aldri. Hann lauk guðfræðiprófi frá H.í. 1980 og vígðist ári síðar til prestsþjónustu á Þingeyri. Þremur árum síðar hóf hann framhaldsnám í Lundi i Svíþjóð og lauk licenciat prófi í trúfræði 1987 og undirbýr nú doktorsritgerð sína. Á Svíþjóðar- árunum vann sr. Torfi í sænskum söfnuði sérilagi að skírnar og ferm- ingarfræðslu. Hann er kvæntur Kristínu Magnúsdóttur sem lokið hefur magisterprófi frá Lundarháskóla í uppeldisfræði og eiga þau fjögur börn. Umsækjendur um embætti æsku- lýðsfulltrúa voru fjórir. VÍÐFÖRLI — 5

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.