Víðförli - 15.05.1988, Qupperneq 21
Frá Skipulagsnefnd
kirkjugarða
Virk tilbeiðsla
„Gangið um hlið hans með lofsöng,
í forgarð hans með sálmum,
lofið hann vegsamið nafn hans. “
Sálm. 100, 4. v.
Presturinn Ray Stedman segir í
bók sinni — Folk Psalms of Faith —
að hann vildi óska þess að allir
kirkjugestir ættu þess kost að standa
í predikunarstólnum og horfa á and -
lit safnaðarins. Flann segir að meðan
flestir virðast hlusta á prestinn, þá
séu alltaf þó nokkrir sem virðast vera
með hug sinn annarsstaðar. Sted-
man skrifar: „Það væri gaman að
vita að lokinni guðsþjónustu, hvar
hver og einn hefur verið?“ Um eitt
getum við verið fullviss. Þeir sem
hafa agað hug sinn til þess að dvelja
í nærveru Drottins í forgörðum
hans, eru þeir sem mesta þlessun
hljóta við guðsþjónustu.
Til þess að njóta kirkjugöngu
okkar verðum við að vera virkir þátt-
takendur. Áður en við förum að
heiman, þurfum við að undirþúa
hjörtu okkar síðan í kirkjunni eigum
við af öllu hjarta að vera þátttakend-
ur í öllum atriðum guðsþjónustunn-
ar. Sálmasöng, vera með þænum
prestsins, lofgjörðasöng kórsins, og
gleðjast í samfélagi með öðrum trú-
uðum. Loks verðum við að aga okk-
ur í að hlusta með athygli, nákvæmni
og opnum huga til þess að taka á
móti Guðs heilaga orði. Okkur á að
hungra og þyrsta eftir sannleikanum
sem róar anda okkar, fyllir okkur
lofgjörð og fær okkur til þess að vera
virkir þátttakendur guðsþjónust-
unnar. Það er auðvelt að álasa prest-
inum ef við förum úr kirkjunni með
tómleikatilfinningu og kjarkleysi.
Hann getur ekki gert allt sem þarf.
Við verðum einnig að leggja af
mörkum. Þeir sem njóta guðsþjón-
ustunnar mest eru þeir sem leggja
mest til hennar.
— Hús Guðs er bygging þar
sem lofgjörð og auðmjúk bæn
dvelja. Lát heilagar hugsanir
fylla anda þinn, hvenær sem
þú dvelur þar. —
Virk lofgjörð krefst virkrar þátt-
töku.
Þýtt úr — OUR DAILY BREAD —
Jóhann Guðmundsson,
Seltjarnarnesi.
Vaxandi fjöldi ferðamanna heim-
sækir Strandarkirkju ár hvert.
Einkanlega er áberandi áhugi er-
lendra gesta eftir að guðsþjónustu
sem dr. Sigurbjörn Einarsson biskup
og sr. Tómas Guðmundsson prófast-
ur sungu þar var sjónvarpað um öll
Norðurlönd. Rafn heitinn Bjarna-
son annaðist umsjón kirkjunnar og
fyrirgreiðslu við ferðamenn en hann
lést árið 1986. Sí aukinn ferða-
mannastraumur jafnframt þverr-
andi byggð í Selvogi hefur lengi kall-
að eftir að komið verði upp húsi fyrir
vörslumann þar sem veita mætti
ferðamönnum frekari þjónustu.
Nú hefur verið keypt hús frá Hús-
einingum á Selfossi. Því var komið
fyrir í grennd við kirkjuna og afhent
sóknarnefnd. Strandarkirkja var að
sjálfsögðu fær um að greiða hús-
verðið af sjóðum sínum.
Jafnt og þétt er unnið að því að
bæta umhverfi Strandarkirkju.
Brimvarnargarður var hlaðinn fyrir
nokkru og gerð bílastæði. í sumar
verður land kirkjunnar girt, enda
brýnt að varna þar uppblæstri. Mun
Kristófer Bjarnason annast verkið
en hann hefur litið eftir kirkjunni
eftir lát Rafns bróður síns. Fram-
undan er og stækkun kirkjugarðs-
ins. Verður þá hægt að bæta aðgengi
hreyfihamlaðra að kirkjunni, er ný
gangstétt verður lögð.
Sjóðir Strandarkirkju greiddu allan kostnað afbyggingu hins nýja vörsluhúss. Myndin
var tekin er sóknarnefnd Strandarkirkju tókformlega við því. F.v. Kristófer Bjarnason,
Selvogi, Sigurður Guðmundsson framkvœmdastjóri Húseininga á Selfossi, Þórarinn
Snorrason Selvogi, sr. Tómas Guðmundsson prófastur Árnesinga og Snorri Þórarins-
son Selvogiformaðursóknarnefndar Strandarkirkju. Mynd: Aðalsteinn Steindórsson.
Strandarkirkja í Selvogi og nýja vörsluhúsið í forgrunni. Til hœgri sést stytta Gunn-
fríðar Jónsdóttur; Landsýn. Mynd: Aðalsteinn Steindórsson.
VÍÐFÖRLI — 21