Víðförli - 15.05.1988, Blaðsíða 11

Víðförli - 15.05.1988, Blaðsíða 11
Alkirkjuráðið fjallar um margvíslegustu mál sem snerta mannlífið. Ýmsir málaflokkar þess hafa verið vel afmarkaðir, og fjalla sérstakar deildir um þá. Víða hafa starfshópar verið stofnaðir til þess að fjalla sérstaklega um ein- staka málaflokka í heimalöndum sínum. Alkirkjuráðið hefur oftlega sent upplýsingarefni í þannig formi sem hentar vel til umfjöllunar í starfshópum og má þar nefna biblíulesefni tengt Lima-skýrslunni, sem margir kannast við. Utanríkisnefnd þjóðkirkjunnar vill gangast fyrir því að slíkir starfs- hópar komist á laggirnar hérlendis. Hefur það reynst til mikils gagns fyrir heimakirkjur þegar slík um- ræða verður kraftmikil. Hún víkkar útsýn þeirra sem aðild eiga auk þess sem Alkirkjuráðið byggir einfald- Iega tilveru sina á sem virkustu starfi heima í söfnuðum. Emilio Castro framkvæmdastjóri Alkirkjuráðsins hefur einatt og iðulega bent á, að það kirkjulega starf sem ekki gerist eða fær enduróm í söfnuðinum sé ekki raunverulegt kirkjustarf. Hér fer á eftir stutt kynning nokk- urra málaflokka sem henta vel sem viðfangsefni starfshópa. Af og til eru haldnar ráðstefnur um þessa málaflokka og verður stutt að því að fulltrúar starfshópa gætu sótt þær eftir því sem aðstæður leyfa. * Réttlæti, friður og heilindi sköpunarinnar. (Justice, Peace and Integrity of Creation). Þetta er eitt helsta mál Alkirkju- ráðsins nú um stundir og verður eitt megin viðfangsefnið á Heimsþing- inu í Ástraliu 1991. * Miðlun auðlinda. (Sharing of Resources). Hér eru samskipti fyrsta og þriðja heimsins í kastljósi. Auðlindirnar eru margvíslegar, mannlegar sem efnahagslegar. Þeir geta aðeins gefið í raun sem kunna jafnframt að þiggja. Þetta verður líka eitt um- ræðuefnið í Ástralíu 1991. * Fötlun, fatlaðir og kirkjan Fötlun er margskonar og kemur oft i veg fyrir fulla þátttöku manna í samfélaginu. Jafnvel án þess að fólk geri sér grein fyrir því. Kirkjan hefur hér hlutverk að vinna sem mál- svari og samfélag hinna fötluðu, til að tryggja að sjálfsögð mannréttindi séu virt og menn njóti sín. * Sameiginleg tjáning hinnar postullegu trúar nú (Towards the common expression of the apostolic faith today). Guðfræðideild Alkirkjuráðsins Alþjóða- mál og þjóðkirkja hefur unnið að þessu verkefni um skeið og tekur það við af Lima- skýrslunni sem höfuðátak þeirrar deildar. * Boðun og kristniboð. Hér er að sjálfsögðu eitt megin umfjöllunarefni Alkirkjuráðsins og fjallar um boðun kristindómsins heima og heiman. Nýjar aðstæður krefjast nýrra vinnubragða og nýrrar guðfræði. * Barátta gegn kynþáttakúgun og fordómum. Þessi málaflokkur Alkirkjuráðs- ins hefur sérstaklega beinst að Apartheid stefnu stjórnvalda Suður- Afríku. Þessi mál hafa sérstaklega tengst íslendingum upp á síðkastið er Norðurlönd gerðu samning við nágrannaríki S.-Afríku, hin svo- nefndu SADCC lönd, um þróunar- aðstoð. * Börn og kirkjan. Þessi málaflokkur hefur marga áherslupunkta, t.d. friðarfræðslu barna, börn í neyð, börn sem boð- endur etc. * Hin nýja tækni. Hin siðferðilegu og hagnýtu álita- mál sem skapast af tækniframþróun eru mjög í umræðu Alkirkjuráðsins. Eru þau skoðuð bæði sem umhverf- ismál sem læknisfræðileg mál. * Flóttamenn. Eitt geigvænlegasta vandamál mannkyns er hinn gífurlegi fjöldi flóttamanna og annarra sem ekki geta búið í eigin landi. Önnur lönd telja ýmis tormerki á því að taka við þeim. Hvaða skyldur hefur kirkjan gagnvart þeim 15 miljónum manna sem eru nú landflótta, — hvað mætti gera á íslandi? * Kirkjan og alþjóðamálin. Guðfræðileg umfjöllun um rétt- læti, vald, vopnabúnað, stríð og frið og mannréttindi og útfærsla þess í umræðu þjóðanna, er eitt af verk- efnum Alkirkjuráðsins. Þessi deild hefur náið samstarf við Sameinuðu þjóðirnar. * Kirkjan og aðrar trúarhreyfing- ar. Samtal kirkjunnar og annarra trú- arhópa, bæði við Hindua, Buddista og Muslima, sem og aðrar og nýrri trúarhreyfingar hefur verið mikið iðkað innan Alkirkjuráðsins og eru þar athyglisverð gögn til umfjöllun- ar, enda margt að gerast á þessum vettvangi. * Fátækt og ný fjárhagsskipan heimsins. Samstaða kirkjunnar með þeim fátækustu hefur kallað eftir nýrri efnahagsskipan. Mikil umræða fer fram um það efni sem tengist að sjálfssögðu baráttu fyrir mannrétt- indum og réttlæti. * Kvennamál. Þessi málaflokkur hefur marga undirflokka, sérilagi á þessum ára- tug, sem útnefndur hefur verið Ára- tugur kvenna af Alkirkjuráðinu. * Endurnýjun safnaðarlífsins. Miðlun upplýsinga um ólíkar hefðir í helgihaldi, kynning á tónlist og tjáningu trúarinnar á sér eðlilegt rými innan Alkirkjuráðsins sem deilir þeim gögnum gjarnan með áhugahópum og söfnuðum. Hér er aðeins um að ræða hluta af þeim málaflokkum sem fjallað er um hjá Alkirkjuráðinu eða Lúth- erska heimssambandinu. Eru áhuga- menn um land allt hvattir til að huga að þeim möguleika að stofna starfs- hóp, sem hefði einhvern ofan- greindra málaflokka að viðfangi. Ritari utanríkisnefndar kirkjunnar sr. Bernharður Guðmundsson á Biskupsstofu gefur nánari upplýs- ingar um þessi mál. VÍÐFÖRLI — 11

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.