Víðförli - 15.05.1988, Síða 3

Víðförli - 15.05.1988, Síða 3
85% íslendinga vilja að kirkjan styðji friðarhreyfingar og viðleitni til afvopnunar. Um 70% telja að kristin trú ætti að vera liður í uppeldi barna á dag- vistunarstofnunum og 54% telja að prestar geti eins vel eða jafnvel betur en sálfræðingar aðstoðað fólk sem á við sálræn vandamál að stríða. Er það mikið eða lítið að nær 40% landsmanna játi kristna trú Þessar upplýsingar koma fram í könnun á vegum Guðfræðistofnun- ar Háskóla íslands, sem þeir dr. Björn Björnsson og dr. Pétur Péturs- son hafa annast. Fyrstu niðurstöður liggja fyrir, unnið er að frekari úr- vinnslu. Könnunin fór fram 1986-87. Send- ur var spurningarlisti með um 80 spurningum til rúmlega 1000 manna á aldrinum 18-75 ára. Kom 731 svar til baka, líklega um 75% af möguleg- um svarendum. Þetta er mjög góð svörun. Það ber einnig vott um mikinn áhuga fólks á trúmálum, hversu mörg það voru, sem notfærðu sér þann möguleika að svara nokkrum opnum spurning- um með eigin orðum. Þannig voru það t.d. rétt innan við 50% sem gerðu nánari grein fyrir hugmyndum sínum um Guð með þessum hætti — sagði dr. Björn Björnsson í viðtali við Víðförla. Reynast íslendingar eins trúaðir og gildakönnun Hagvangs gaf til kynna fyrir nokkrum árum? — Já, þar kom fram að 78% ís- lendinga töldu að Guð væri til. í könnun Hagvangs voru aðeins nokkrar spurningar um trúarlegt efni, en niðurstöðurnar vöktu löng- un til að gera sérstaka og ítarlega könnun á trúarlífi og trúarlegum viðhorfum. Könnun okkar staðfesti þá trú- hneigð sem kom fram í hjá Hag- vangi. Um 80% segjast trúaðir. Meirihluti þeirra, 42%, lýsti trúaraf- stöðu sinni með því að merkja við fullyrðingu sem var svohljóðandi: Ég er trúaður/trúuð á minn eigin persónulega hátt. En aðrir trúaðir, 37%, merktu við fullyrðinguna: Ég er trúaður/trúuð og játa kristna trú. Þessar tölur einar sér segja manni næsta lítið um stöðu kristinnar trúar hér á landi, og það er algjörlega út í hött að draga af þeim víðtækar ályktanir eins og gerðist, þegar haft var við mig viðtal í dagblaði og því slegið upp á forsíðu, að kristnitakan árið 1000 hafi reynst árangurslítil. Það sjá nú flestir í gegnum slika upp- sláttar — ef ekki æsifréttablaða- mennsku. En hitt er hægt að ráða af tölum sem þessum, að það er ríkj- andi mismunandi sterk samstaða um kennisetningar kristinnar trúar, og menn játast kristinni trú af mismun- andi mikilli innri sannfæringu. Þetta liggur í augum uppi og hefur löngum verið vitað. Ef ég á að láta í Ijós mitt persónulega álit, þá finnst mér það hreint ekki lítið, ef það reynist rétt, að u.þ.b. 40% landsmanna játi kristna trú, og meini það, þ.e. hiki alls ekki við að bera fram þá játn- ingu. Um trúna á Guð er það að segja m.a., að það voru einnig 37%, sem merktu við svarið: Til er kærleiksrík- ur Guð, sem við getum beðið til. Aðrar guðshugmyndir aðhylltust 25%. Skv. könnun Hagvangs töldu 18% sig trúa á „persónulegan Guð“, Dr. Björn Björnsson. en vera kann að orðalag spurningar- innar hafi verið misvísandi Er hægt að greina mismun á af- stöðu kynja og aldurshópa? — Konur eru áberandi trúhneigð- ari en karlar, og 44% þeirra trúa á kærleiksríkan Guð, á móti 29% karla. Yngra fólkið sýnir yfirleitt meiri efahyggju. Þó er það ekki ein- hlítt. T.d. er það sama hlutfall hinn yngstu og hinna elstu, sem merkja við, að Jesús Kristur sé sonur Guðs og frelsari mannanna. Hvaða niðurstöður fengust um þau siðfræðilegu efni sem nú eru helst í umræðunni t.d. fóstureyðing- ar? — Eingöngu var spurt um fóstur- eyðingar af félagslegum ástæðum. 47% vilja leyfa þær, en þrengja skil- yrðin. 27% vilja óbreytt ástand, og 15% vilja banna þær. Um 90% setja sig ekki á móti kyn- mökum fyrir hjónaband, en þar af setja 38% þau skilyrði, að viðkom- andi „beri einlægar tilfinningar til hvors annars og séu í eða stefni að varanlegu sambandi“. Rétt innan við 60% lýsa eindreginni andstöðu sinni við framhjáhaldi, en 19% álita að slíkt sé hverjum og einum i sjálf- vald sett. Hér hefur aðeins verið drepið á ör- fáa þætti úr þessari umfangsmiklu könnun. Stefnt er að því að birta heildarniðurstöður í Ritröð Guð- fræðistofnunar siðar á þessu ári. VÍÐFÖRLI — 3

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.