Víðförli - 15.05.1988, Side 13
Orð lífsins
fékk aðgang að mér!
Þegar ég var í framhaldsnámi í Svíþjóð 1982-85 kynntist ég öflugri trúarva-
kningu þar í landi með Livets Ord í Uppsölum í broddi fylkingar. Við hjónin
urðum forvitin og ákváðum að kynna okkur þetta. Við lásum bæklinga og tí-
marit frá vakningunni. Einnig fórum við á mót á 3-4 stöðum í Svíþjóð, m.a.
í Uppsölum og uppgötvuðum í ríkari mæli en áður, ríkidæmið sem felst í því
að eiga Jesú Krist.
Ég var þó ekki ókunnugur kristin-
dómi, komst til trúar á móti í Vatna-
skógi 15 áragamall, tók reglubundið
þátt í starfsemi K.F.U.M., K.S.S. og
K.S.F. og síðar Ungs fólks með hlut-
verk. Er ég var heilsugæslulæknir í
Vestmannaeyjum 1978-82 tókum við
Jódís kona mín töluverðan þátt í
starfi „Ungs fólks í Landakirkju-
söfnuði“ sem starfaði í tengslum við
U.F.M.H. auk þess sem við nokkur
höfðum reglubundið bænastundir á
sjúkrahúsinu í tengslum við Kristi-
legt félag heilbrigðisstétta. Þar var
beðið fyrir sjúklingum og samstarfs-
fólki.
I Svíþjóð endurnýjuðumst við í
trúarlífinu. Við upplifðum hvernig
Guð beinlínis dekraði við okkur. Við
vorum hans börn og lifðum um-
hyggju hans afar sterkt. Viss óvissa
var því flytjast ’85 til Uppsala og fara
á biblíuskóla þar. Við áttum 3 börn
og höfðum hvorki öruggt húsnæði
né það hlutastarf sem ég þurfti til að
geta brauðfætt fjölskylduna. En allt
gekk upp, og við Jódís stunduðum
bæði nám við Livets Ord Bibelcenter
2 vetur, jafnframt því sem ég var í
öruggu hlutastarfi á heilsugæslustöð
í bænum. Við héldum fast í fyrirheiti
Guðs og hann bregst ekki börnum
sínum.
Livets Ord hefur fengið nokkra
gagnrýni.
Já, en reynsla okkar er mjög já-
kvæð. Áhersla þessarar hreyfingar
liggur á sáttmála Guðs við Abraham
og andlega afkomendur hans. Mað-
ur skynjar betur hvað það felur í sér
að vera réttlættur í Jesú Kristi, hvað
hjálpræðisverk hans er stórfenglegt.
Kristur keypti okkur undan bölvun
lögmálsins og við höfum aðgang að
blessuna Abrahams. Það er okkar
raunveruleiki að vera Guðs börn og
eiga hann að föður.
Ásmundur Magnússon heilsugceslu-
læknir í Reykjavík.
Og nú eruð þið komin heim.
Já, og náð Guðs er hin sama. Ég
fékk óskastarf og fjölskyldan hefur
komið sér vel fyrir. Við höfum haft
samverur, heima hjá okkur fyrst en
núna í sal úti í bæ, þar sem hópurinn
var orðinn of stór fyrir heimahús.
Þar miðluðum við af reynslu okkar
til annarra. Við stöndum í skuld við
íslendinga, að boða þeim fagnaðar-
erindið, sem er hlutverk og skylda
allra trúaðra. Guð vill að allir íslend-
ingar „verði hólpnir og komist til
þekkingar á sannleikanum.“ (1.
Tím. 2:4). Við höfum gefið út 3
bæklinga oá vegum bókaútgáfu
Orðs lífsins, og nú er u.þ.b. 100 síðna
pappírskilja að koma út, um miðjan
maí; bókin „Leysið lýð minn“, eftir
svíann Sten Nilsson. Bók sem varð
brautryðjandi fyrir þessa trúarvakn-
ingu í Skandinavíu, hefur verið
prentuð 5 sinnum á sænsku. Bók
sem allt trúað fólk ætti að lesa.
Stokkhólmsbúar
velja sér biskup
Krister Stendahl, Stokkhólms-
biskup verðu 67 ára í október og læt-
ur þá af embætti. Samkvæmt
sænskum reglum fer fram biskups-
kjör sex mánuðum áður.
Krister Stendahl, hefur aðeins ver-
ið biskup í 4 ár. Áður var hann próf-
essor í Bandaríkjunum, lengst í Har-
vard, alls 32 ár. Þangað mun hann
hverfa að loknum litríkum biskups-
dómi, en Stendahl hefur verið
ómyrkur í máli og kjarkmikill í emb-
ætti enda komið á mikilli umræðu
um kirkjumál í Svíþjóð. Fáir Svíar
hafa verið jafn mikið í fjölmiðlum
síðustu árin utan ráðherrar og popp-
stjörnur.
En nú stendur yfir biskupsval í
Stokkhólmsstifti. Fyrst fór fram for-
val meðal prestanna í stiftinu, þar
sem Gösta Wrede dómprófastur varð
efstur, Jonas Jonsson aðst. fram-
kvæmdastjóri Lúterska heimssam-
bandinu annar, þriðji varð Henrik
Svenungsson, sem áður var utanrík-
isritari kirkjunnar og síðar fram-
kvæmdastjóri Hjálparstofnunar
sænsku kirkjunnar, síðan kom Lars
Áke Lundberg, hinn þekkti laga-
smiður og söngvari sem hefur starf-
að mikið að endurnýjun guðsþjón-
ustunnar en er nú framkvæmda-
stjóri útgáfufyrirtækis kirkjunnar
og loks Caroline Krook, rektor eins
af lýðháskólum kirkjunnar, áður
fangaprestur. Hún er og þekkt sem
ljóðskáld og leikhúsmaður.
Síðan fór fram forval meðal leik-
manna eins úr hverju prestakalli. Þá
snérist röðin þannig að Henrik Sven-
ungsson varð efstur, Gösta Wrede
annar, Jonas Jonsson þriðji, Caro-
line Krook fjórða og Lars Áke Lund-
berg fimmti.
Aðeins munaði fáum atkvæðum á
3r5. sæti, en þau eru afdrifarík, því
að ráðherra skipar biskup meðal
þeirra þriggja efstu. Hefði Caroline
náð því sæti hefði ráðherra hugsan-
lega skipað hana m.a. til þess að
vinna gegn þeirri hreyfingu sem
leggst gegn vígslu kvenna. Þetta er í
fyrsta sinn sem kona kemst í efstu
sæti í biskupsvali í Svíþjóð.
Gert er ráð fyrir að ráðherra skipi
Henrik Svenungsson.
VÍÐFÖRLI — 13