Víðförli - 15.12.1990, Page 5
Við fylgjum fast þessum hefð-
bundnu þáttum íslensks jólahalds,
jólaguðsþjónustan, teknar upp gjaf-
ir, skipst á kveðjum. En fyrst og
fremst syngjum við. Og það má aldr-
ei taka upp gjafir fyrr en okkar helgi-
stund er búin. Við lesum jólaguð-
spjallið heima, þótt við höfum verið
í kirkju. Það er sérstakur heiður að
fá að lesa og sá valinn til sem af sér-
stakri ástæðu að okkar allra áliti á
það skilið. Við fléttum tónlist inn í
lestur guðspjallsins og veljum þá
tónlist, sem okkur er helgust og kær-
ust. Þetta er löng stund og þetta eru
jólin okkar í raun. Allt annað verður
aukaatriði, samanborið við þessa
helgistund með jólaguðspjalli og
tónlist.
Ég held að þessi minning og þessi
árlega reynsla sé ein sú sterkasta,
dýpsta og kærasta minning, sem við
eigum. Þessi siður yfirfærist nú á
útibú fjölskyldunnar.
— Þetta var aðfangadagskvöld.
Tónlistin er trúlega ekki lokuð úti
jóladagana sem fylgja?
Það er auðvitað sungið og spilað á
hverjum einasta degi. Þegar vinir
koma i heimsókn og gleðjast með
okkur yfir jólin, þá þykir það jafn
sjálfsagt að fá þá til að syngja með
okkur og jafnvel spila og að gefa
þeim að smakka á jólasmákökun-
um. Við eigum mikið safn af jóia-
söngvum og textum sem við deilum
út og svo sitja allir og syngja.
Þegar maður fer að hugsa út í það
hvers vegna einmitt þetta er okkur
svo mikils virði og hjartanu svo
nærri, verður manni ljóst að söngur-
inn er svo nátengdur manneskjunni,
þessi þörf, þessi tjáningarmáti. Á
jólunum hafa líka allir svo mikla
þörf fyrir að láta í Ijós samhug með
fólkinu sínu. Það er fátt til, þar sem
við getum sameinast öðrum eins vel
og að syngja með þeim.
— Hefur þáttur tónlistar í jóla-
haldi breyst í lífi þínu við það að
komast á fullorðinsár?
Nei, ekki persónulega í lífi mínu
sem manneskja, sem tekur á móti
jólunum. Með árunum verður þessi
ríki músikþáttur ekki síður mikil-
vægur í jólahaldinu. Ekki hefur
maður minni þörf fyrir að gleðjast
og finna hvað það er gott að gleðjast
með öðrum, þegar maður er fullorð-
inn, en maður skynjar það kannski
öðruvísi.
— Þetta heyrist ná sjaldan frá
fullorðnu fó/ki. Það er mest talað
um jól sem hátíð barnanna. Skortir
okkitr kannski kjark til að 'viður-
kenna þessa þörf?
Kannski, það þarf kjark til að láta
í Ijós, að maður hafi gaman af því
sem kallað er einfalt og barnalegt.
Sumir halda að það sé ekkert varið í
t.d. lag eins og Bjart er yfir Betle-
hem, einfalt lag og textinn ekki síður
einfaldur. En því skyldi maður ekki
geta glaðst yfir svo einföldum hlut
og geta sungið það af hjartans ein-
Iægni, þó að maður sé gamall?
En svo höfum við systurnar verið
svo lánsamar að vera treyst til að
flytja jólatónlist sem hefur gefið
okkur mikinn auð í hjarta, eins og að
fá að leiða söng við jólamessur Sig-
urbjarnar biskups í mörg ár. Það
verður svo stórt í hjarta manna að fá
að vinna með mönnum eins og hon-
um og dr. Róbert, og ég er ekki ein
um það. Margir sem voru i barna-
kórnum í Dómkirkjunni á jólanótt
hjá þessum tveimur meisturum
segja: Það voru jólin að vera í Dóm-
kirkjunni með þeim og syngja. Og
síðan við stofnuðum kórana í
Ingólfsdætur æfajólalög á aðventunni á
Hamrahlið hefur það verið venja að
heimsækja Vífilsstaði, Klepp og aðr-
ar liknarstofnanir í Reykjavík og ná-
grenni um jólaleytið. Það hefur
aldrei fallið úr og ég vona að þessir
kórar geti sinnt því meðan þeir
starfa.
Að flytja jólatónlist inn
á heimilið
— Nú ert þú þeirrar gcefu aðnjót-
andi að alast upp á tónlistarheimili,
þar sem tónlistariðkun verður eðli-
legur og sjálfsagður þáttur í jóla-
haldi. En hvernig gæti venjuleg
íslensk fjölskylda án sérkunnáttu í
tónlist gert tónlist að ríkari þcetti
jólahalds síns?
Flest erum við svo gæfusöm að
geta sungið. En það þarf auðvitað að
vilja syngja og hafa kjark til þess.
Það þarf að velja, og það er sívax-
andi vandamál í okkar þjóðfélagi.
Viltu velja það að syngja á jólum
með fjölskyldu þinni? Það er fallegt
þegar biskupinn segir við undirbún-
ing okkar undir sjónvarpsmessuna á
aðfangadagskvöld: Ég vil velja
sálma á jólunum með tilliti til þess
og í þeirri von að allir á íslandi geti
tekið undir.
Þetta er óskaplega falleg ósk og ég
vona að við fáum að upplifa það að
allir taki undir. En við skulum snúa
okkur að fjölskylclunni, sem þú
tókst sem dcemi. Það þarf ekki upp-
setningu á mikht kerfi til að geta
flutt músik inn í jólahaldið?
Það er bara að byrja. Kannski eru
börn í skóla og læra þar jólasöngva.
Foreldrarnir geta lært af þeim söngv-
ana og þannig farið að syngja með
þeim. Það má taka fram sálmabæk-
urnar, jóla- og aðventusálmar eru á
einum stað. Sálmabókin geymir lag-
æskuheimili sínu árið 1963.
línurnar og þótt enginn spili í fjöl-
skyldunni, er kannski einhver
kunningi eða vinur sem mætti bjóða
heim til þess. Og ef fólki finnst þetta
of hátíðlegt, má kaupa lítil hefti með
léttum jólasöngvum til þess að byrja
með. Þar er kannski laglínan gefin.
Með vilja og svolitlum undirbúningi
má fá sönginn af stað.
— Eru einhver tilvik á aðventunni
þar sem það verður eðlilegra fyrir
fólk að byrja að syngja saman óþv-
ingað heldur en beinlínis upp úr
þurru?
Það þarf bara að byrja. Þorirðu
að taka í hönd á annarri manneskju,
þorirðu að horfast í augu við hana.
Því skyldirðu þá ekki þora að syngja
með því fólki sem þér þykir vænst
5