Víðförli - 15.12.1990, Blaðsíða 8

Víðförli - 15.12.1990, Blaðsíða 8
Jóhannes Tómasson Frá Hjálparstofnun Kirkjunnar Þurfa 40 þúsund börn að deyja líka í dag? Nú stendur yfir mesti annatíminn á Hjálparstofnun kirkjunnar. Landssöfnunin, Brauð handa hungr- uðum heimi, er komin í fullan gang. Upplýsingaefni og gíróseðlar hafa borist inn á heimilin og auglýsingar minna okkur á að gleyma ekki þeim sem líða skort. Stjórnendur Hjálpar- stofnunar vonast til að árangur söfn- unarinnar verði ekki minni en í fyrra — og helst betri. I ár minnum við á verkefnin og neyðina undir upphrópuninni, 40 þúsund börn deyja á dag. Þessi börn deyja áður en þau ná 5 ára aldri. Þau deyja vegna vannæringar og veik- inda eða vegna styrjalda. Þau eru á flótta — þau eiga enga framtíð fyrir sér og þau skipta heimsbyggðina engu máli. Það er þó kannski að breytast. Nú eiga þau orðið fleiri talsmenn og þau skipta kannski máli. Heinrsbyggðin hefur tekið eftir þessum börnum, meðal annars eftir að þjóðarleiðtog- ar hittust og gerðu sér grein fyrir stöðunni. Og nú ætla þeir að bæta úr. Þeir ætla að láta aukið fjárnragn renna til þróunaraðstoðar til að skapa börnunum betra líf. Leiðtog- arnir ætla að taka höndum saman um þetta verkefni og það þurfa ein- staklingarnir líka að gera. Hér er hægt að leggja hönd á plóg- inn með ýmsu móti. Framlag íslend- inga til þróunaraðstoðar og neyðarhjálpar þarf að auka bæði hið opinbera framlag og hlut einstakl- inga. Jólafastan er gott tækifæri tii að hugleiða þetta og um leið og við búum okkur undir að gleðja hina nánustu meðal okkar getum við kannski líka leitt hugann að því að gleðja fleiri — einhverja þeirra sem eiga í erfiðleikum. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur með höndum ýmis verkefni í vetur og snerta mörg þeirra hag barna. Hér fer á eftir stutt lýsing á þessum verkefnum. United Christian Church í Ind- landi: Lúthersk kirkja í héraðinu sem stjórnað er af prestinum John Winston. Kirkjan rekur heimili fyrir munaðarlaus börn, skóla og margs konar starfsemi meðal hinna lægst settu á Indlandi. Hjálparstofnun hefur þegar sent 15 þúsund banda- ríkjadali eða um 900 þúsund krónur til byggingar skóla. Samþykkt var að senda 60 þúsund bandaríkjadali, kringum 3 milljónir ísl. króna, til að byggja heilsugæslu- stöð. Hluti framlagsins verður send- ur fyrir árslok 1990 og afgangurinn 100 munaðarlaus börn hjá sama að- ila. Framfæri þeirra kostar um 900 krónur á barn á mánuði — eða 90 þúsund krónur á mánuði alls — rúma eina milljón yfir árið. Hug- myndin er að leita eftir föstum styrktarmönnum í þetta verkefni. Mekane Yesus kirkjan í Eþípóíu: í svonefndum Voitó-dal í Suður Eþí- ópíu hefur Samband ísl. kristniboðs- félaga tekið að sér að reisa kristniboðsstöð þar sem jafnframt er byggt sjúkraskýli og veitt heilsu- gæsluþjónusta. Kostar þessi upp- bygging alls um 12 milljónir króna. Hjálparstofnun hefur lagt fram um 3 milljónir króna til byggingar sjúkraskýlisins sem nú er verið að reisa. Sanrþykkt hefur verið að leggja fram um 3,5 milljónir á þessu og næsta ári til að Ijúka verkinu. Er eftir áramót. Einnig var samþykkt að aðstoða

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.