Víðförli - 15.12.1990, Blaðsíða 24

Víðförli - 15.12.1990, Blaðsíða 24
Sigurður Árni Þórðarson Opinn faðmur í Skálholti Skálholtsvinir Skálholt vekur sterkar kenndir, svo svipmikið og ávirkt. Skeytingar- leysi þrífst vart gagnvart þessum margslungna söguþykka stað. Og Skálholt hefur lifnað vegna vina sinna, sem mikið lögðu í sölur. Fyrst- ir voru allir þeir, sem lögðu á sig vinnu við uppbyggingu um og eftir miðja öldina. Nokkra þeirra sjáum við koma á Skálholtshátíðir, hljóð- lát vitni um grónar götur vináttunn- ar við staðinn. Fjöldi fólks hefur tengst sumartónleikum. Nemendur Skálholtsskóla koma í pílagríms- ferðir til að snerta sögu sína og vini sína, skólann, staðinn og heima- fólkið. Vortími Ég þekki ekki söguna alla og hef aðeins sterka skynjun gagnvart breytingum fjögurra síðustu ára. Sérstæð þróun hefur orðið síðasta árið, sem kannski mætti nefna vina- tímann. Á fjórða þúsund manns kom á síðasta ári til starfa, náms eða í heimsókn i Skálholtsskóla. Það, sem hefur glatt hjörtu okkar sem er- um í miðju skólastarfsins, er hversu Skálholtsvinum hefur fjölgað. Síð- asta árið hefur verið eins og vortími. Það er er eins og Skálholt sé skreytt fjölbreytilegum blómum vináttunn- ar. Margir hafa komið í skólann, ?4 hafa lifað einhverja sterka heima- kennd, skotið rótum og koma aftur og aftur. Við lifum orðið nánast hvern dag, að bíll kemur í hlaðið, fólk kemur í gættina og kallar: Ég er kominn. Gæluóp kveða við, bros eru í augum — og það er eins og Skál- holtsbörnin komi í foreldrahús eftir nokkra útivist. Vináttufrjósemi Flverju sætir þessi vináttufrjó- semi? Það var mikið happaskref að breyta skólahaldi Skálholtsskóla. Nú þjónar skólinn þúsundum en ekki nokkrum sálum. En breyting á starfsháttum hefði orðið einber formbreyting ef ekki hefði komið til ýmislegt fleira. Áhersla hefur verið lögð á að fegra og hlúa að í hinu ytra. Og mannahald hefur breyst. Skólinn hefur notið óvenjulegra starfs- manna, ekki síst í mötuneyti, sem hafa gert velferð stofnunarinnar að eigin velferð. Það er enginn svo illa laminn á sálinni, að ekki sé griðland í eldhúskróknum. Það er enginn svo aðkrepptur að hlátursgusurnar laði ekki. Það hefur mótast sérstakur still stórfjölskyldu. Allir, sem komið hafa til starfa við námskeið og ráð- stefnur, hafa getað fallið í faðm ó- svikins áhuga og umhyggjusemi. Starfsmennirnir eru á annað hundr- að á ári. Síðan eru þessir hópar fólks, sem koma aftur og aftur. Skál- holt er allt í einu orðinn eftirsóttur bílstjórastaður. Það er eins og boð- skapur sálmsins, sem sunginn hefur verið nokkur hundruð sinnum í Skálholti í haust, hafi verkað: Meðal bræðra minna mín þú leitar Guð. Blómstrun mennskunnar Karlinn í brúnni og kona hans eru glöð, þakklát fyrir þlómstrun mennskunnar. Það gleður, þegar ungir menn um tvítugt koma orðið í tómstundum sínum til að vera, af því þeir eru fallnir fyrir Skálholti! Pró- fessorinn í heimspekideild H.Í., sem var í nokkrar vikur í haust við skrift- ir, iðar í skinni og þarf að fara að koma. Presturinn með fermingar- hópinn sinn er orðinn heimamaður: Það væri gaman að fá að eiga heima í Skálholti. Og svo koma þau á kyrrðardagana, þau sem hafa reynd- ar verið að slíta sér út við fermingar- fræðsluna, blandast hópi hinna reyndari kyrrðardagaþátttakenda, sem þurfa reglulega að koma i Skálholt. Opinn faömur Skálholt, stórmóðirin, gefur og gefur af gnægtum sínum, en þarfn- ast vináttunnar. Vinalaust veslast Skálholt upp. En nú bætast stórir hópar við. Það er spennandi tími, vortími, tími nýrra vináttubanda. Með slíkan stækkandi frændgarð er Skálholt ekki á vonarvöl. Skóla- starfið, kirkjustarfið, tónlistarstarf- ið, sálusorgunin, hlátrarnir, allt er þetta á vegum hans, sem í kórnum breiðir út faðm mót öllum. Það verð- ur enginn Skálholtsvinur án þess að eiga líka þann faðm að. Sigurður Árni Þórðarson

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.