Víðförli - 15.12.1990, Blaðsíða 20

Víðförli - 15.12.1990, Blaðsíða 20
Herbjört Pétursdóttir, Melstað Fræðst um fræðslu í Finnlandi í sama mund og mikil íslands- kynning var í Finnlandi nú í vetrar- byrjun fórum við þrír starfsmenn Fræðsludeildar kirkjunnar til Finn- lands — ekki til að kynna þá stofn- un, heldur til að kynna okkur starfshætti kirkjunnar þar ytra. Það er ætlunin að koma á vináttusam- bandi milli íslensku kirkjunnar og sænskumælandi hluta finnsku kirkjunnar, eða sænsk-finnsku kirkjunnar eins og hún er kölluð. Stór liður í þessari áætlun er að starfsmenn beggja kirkna skiptist á að sækja hverjir aðra heim í þeim til- gangi að læra hver af öðrum og styrkjast í trúarsamfélaginu, og var þessi ferð sú fyrsta í sinni röð. í norrænum samskiptum getum við helst miðað okkur við sænsk- finnsku kirkjuna vegna þess að hún er um margt á sama báti og okkar kirkja. Hún er ein starfseining, hefur einn biskup, og er af svipaðri stærð og við. I finnsku samfélagi er hún nánast eins og lítil eyja í hafi finnskumælandi Finna. Ekki vil ég hætta mér út í rökræður um hvort sé auðveldara að lifa á eyju í miðju N-Atlantshafi eða sem á eyju mitt á meðal landa sinna, en hitt er víst að lítil eylönd í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þess orðs, hafa mikla sér- stöðu vegna móðurmáls síns og menningararfs, sem þau kappkosta að varðveita án þess að einangrast frá öðrum. í kirkjulegu samhengi gildir eins og víðast hvar annars staðar, að þeir sem hafa sameiginlega reynslu og markmið standi saman. Fólk tók okkur hvarvetna vel og leitaðist við að gefa okkur góða yfir- sýn yfir kirkjustarfið. Ég varð því fyrir sterkum heildaráhrifum. Þau eru tvíþætt, og skulu nú nefnd til sögunnar eitt af öðru. I Fræðslustarf kirkjunnar tengist þéttriðnu og vel skipulögðu fræðslu- neti utan hins hefðbundna skóla- kerfis. Því er skipt eftir eðli og tímalengd í fyrirlestra, námskeið og námshópa. Auk þess fara starfs- menn hinna ýmsu fræðslustofnana kirkjunnar reglubundið i kynnis- ferðir út á akurinn og halda ráð- stefnur af ýmsu tagi, sem stuðlar að betri boðmiðlun safnaða og fræðslustofnana. Milli biskupsemb- ættisins (með aðsetur í Borgá), fræðsludeildarinnar (með aðsetur í Helsingfors), menntasetra kirkjunn- ar og fræðslusambands frjálsra fé- lagasamtaka er mikil samvinna um fræðslumál. Þessir aðilar hafa sam- eiginlegan snertipunkt, þar sem er styrkjakerfi hins opinbera til fræðslu á þeirra vegum, því allir sem sækja um fræðslu fá hluta kostnað- arins greiddan. Einnig hafa þessir aðilar beina samvinnu um fræðslu- málin sjálf. Athyglisvert er að sóknirnar verja ákveðnum hluta af árlegum tekjum sínum til að greiða fyrir fræðslu safnaðarfólks, fyrst og fremst starfs- fólks safnaðanna. Reglurnar eru þær, að sé talið nauðsynlegt að við- komandi öðlist fræðsluna greiðir sóknin ásamt ríkinu allan kostnað, en sé það ekki metið nauðsynlegt greiðir hann sjálfur hluta kostnaðar- ins. Þetta styrkjakerfi, sem hægt er að ganga að vísu, verkar mjög hvetj- 20

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.