Víðförli - 15.12.1990, Page 7
Hamrahlíðarkórinn syngur jólamessu í sjónvarpssal ásamt Sigurbirni biskupi.
eigum frábær tónskáld sem geta
samið mjög vel fyrir alþýðlegan
söng.
Eða ljóðskáldin svo mörg og góð,
mætti ekki virkja þau til þessarar
þjónustu í kirkjunum? Gæti það
ekki verið verðugt verkefni kirkj-
unnar að kynna nýjan íslenskan
sálm og texta á aðventu og fá söfn-
uðina til að læra hann?
Svo eigum við mikinn fjársjóð í
okkar jólasöngsarfi, sem hefur stað-
ið af sér öll veður og borist land úr
landi og aukið gleði jólanna. Þeir
virðast höfða til flestra þrátt fyrir
hið afstæða mat á list og fegurð á
hverjum tíma.
Jólagleði fjölskyldunnar
— Svo að við tökum aftur mið af
fjölskyldunni, sem vill auka jóla-
sönginn sinn. Þú hefur bent á leiðir,
að læra jólasöngva af börnunum,
raula jólasöngva og sálma með út-
varpi og sjónvarpi, afla sér söng-
hefta og byrja að syngja, sœkja
jólasöngœfingar og aðventukvöld í
kirkjum. Áttu fleiri úrræði?
Á flestum heimilum eru hljóm-
flutningstæki. Ógrynni af fagurri
jólamúsik er fáanlegt á plötum. Þótt
hún sé ekki auglýst eins mikið og
jólaplötur poppiðnaðarins. Nefna
má Jólaoratoríu Bachs, sem er byggð
á texta guðspjallsins. Við gætum
hlustað saman, tekið undir kóral-
ana, þetta eru lög sem allir þekkja og
Iesið svo biblíutextann á íslensku
milli kaflanna. Sama gildir um hluta
úr Messíasi og öðrum stórverkum,
tengd jólahaldi, sem skrifuð eru út
frá texta sem vekur okkur öll til um-
hugsunar og vekur fögnuð okkar
sem látum þessi mál okkur skipta.
Svo eru jólatónleikar í þéttbýlinu
sem við getum sótt. Þeim er oft út-
varpað og jafnvel sjónvarpað.
Kraftaverk eins og Pólýfonkórinn og
fleiri hópar af íslendingum flykkjast
saman í skammdeginu til að æfa og
flytja þessi stórkostlegu verk jóla-
tónlistarinnar.
— En það er sungið og dansað
ennþá kringum jólatréð?
Jú. En það alast upp börn á ís-
landi í dag, íslensk börn, sem tala is-
lenska tungu en kunna kannski
ekkert íslenskt Iag. Þegar þau ganga
kringum jólatréð syngja þau erlenda
slagara með svokölluðum jólatext-
unt. Við höfum sinnt þessum málum
allt of lítið.
Við eigum ógrynni af skemmtileg-
um jólasveinavísum, þulurn og
grýlukvæðum sem alltaf hafa verið
sungin á íslandi. Sífellt er veriö að
semja ný lög, tökum til dæmis lagið
hennar Jórunnar Viðar, — Það á að
gefa börnum brauð — fádæma
skemmtilegt lag.
Nú hefur hátíðin, jólin, þetta eðli
að vera fyrir alla, hvernig sem þeir
eru innstilltir gagnvart trúarboð-
skapnum, þetta er fjölskylduhátíð,
það þykir sjálfsagt að vera almenni-
legur á jólunum þótt maður sé það
ekki í annan tíma. Maður hleypur út
í bæ að leita að jólagjöfum og sendir
jólakort til fólks sem ekki hefur sést
í fjölda ára og segir: Gleðileg jól. Ja,
hvað meinum við? Því ekki að gera
þá ósk að veruleika, eignast gleðina
með því að syngja saman. Það er
ekki hægt að syngja saman án þess
að vera sáttur við sjálfan sig og sátt-
ur við þá sem maður syngur með. Og
hvað á betur við á jólunum?
Viðtal þetta birtist upphaflega í
Kirkjuritinu 1979, sem erlöngu upp-
seit. Það er endurbirt hér vegna
fjökla áskorana. Ritstjóri.
7