Víðförli - 15.12.1990, Blaðsíða 9
aðallega um að ræða byggingu
vatnsgeyma og hluta af kostnaði við
íbúðarhús fyrir hjúkrunarfólk.
Mun Hjálparstofnun því á rúm-
lega tveimur árum leggja fram ríf-
lega helming kostnaðar við
uppbyggingu stöðvarinnar í Voi-
tó-dalnum en SÍK fjármagnar hana
að öðru leyti.
Social Action Movement í Ind-
landi: Samþykkt var að senda 300
þúsund krónur til áframhaldandi
framkvæmda við skóla- og skrif-
stofubyggingu og er þetta lokafram-
lag af hálfu Hjálparstofnunar. Áður
hefur þessi framkvæmd verið styrkt
um rúm 500 þúsund. Þá hefur
Hjálparstofnun sent rúmar 500 þús-
und krónur upp í byggingarkostnað
vegna heimilis fyrir vangefin börn.
Prestsþjónusta fyrir krabba-
meinssjúklinga: Heimahlynning
Krabbameinsfélags íslands hefur
annast þjónustu í heimahúsum fyrir
krabbameinssjúklinga. Fyrirhugað
er að ráða prest í hálft starf til
reynslu í nokkra mánuði til sérstakr-
ar þjónustu við krabbameinssjúkl-
inga. Hjálparstofnun hefur
samþykkt að greiða helming launa
við þessa þjónustu I 6 mánuði, þ.e.
fjórðung af prestslaunum. Áætlaður
kostnaður er kringum 150 þúsund
krónur.
Sólheimar: Styrkt var bygging
íbúðarhúsa við dvalarheimilið Sól-
heima í Grímsnesi. Lagðar voru
fram 3 milljónir króna og er þetta
eitt stærsta innanlandsverkefni sem
Hjálparstofnun hefur ráðist í á síð-
ari árum.
Skiptinemar frá Afríku: Tveir
skiptinemar frá Afríkulöndum
verða á íslandi í vetur við nám. Ann-
ar þeirra er Móses frá Senegal og býr
hann sig undir nám við Bændaskól-
ann á Hvanneyri. Hjálparstofnun og
Þróunarsamvinnustofnun íslands
greiða sameiginlegan kostnað við
uppihald hans. Hinn skiptineminn
er stúlka, Wenza að nafni frá Ke-
nýju. Hún lærir saumaskap við Iðn-
skólann í Reykjavík. Kostnaður við
þetta verkefni verður kringum 250
þúsund krónur.
Aðstoð við konur í Kenýju: Prisc-
illa Njoroge í Nairobi i Kenýju hefur
tekið að sér aðstoð við konur sem
lent hafa í erfiðleikum vegna áfeng-
is- og eiturlyfjaneyslu eða vændis.
Oft eru þetta konur með börn sem
eiga erfitt með að afla sér lífsviður-
væris. Sér hún um að kenna þeim
einhver hagnýt störf og útvega þeim
aðstöðu til að geta framfleytt sér og
börnum sínum. Hjálparstofnun
styrkti þetta starf á þessu ári með um
500 þúsund króna framlagi og ráð-
gert er að senda á næsta ári um 600
til 700 þúsund krónur.
Áfengis og eiturlyfjasjúklingar í
Leshoto: Styrkt hefur verið starf
meðal átengis- og eiturlyfjasjúkl-
inga í Leshoto og verður svo aftur á
þessu ári. Framlagið verður um 600
þúsund krónur.
Aðstoð við flóttamenn í Mið-
Austurlöndum: Hjálparstofnun
kirkjunnar sendi í byrjun september
um 300 þúsund krónur til aðstoðar
flóttamönnum frá írak og Kúvæt
sem flúið hafa til Jórdaníu. Kirkju-
ráð Mið-Austurlanda telur að flótta-
menn þessir þurfi frekari aðstoðar
við þegar þeir komast heim. Margir
þeirra eru Asíubúar sem eiga ekki ör-
uggt lífsviðurværi þegar heim
kemur.
Kostnaður 12-13 milljónir: Öll
þessi verkefni munu samanlagt
kosta nærri 13 milljónir króna.
Stefnt er að því að afla þessa fjár-
magns að miklu leyti í hinni árlegu
jólasöfnun Hjálparstofnunar.
Styrktarmannakerfi stofnunarinnar
mun líklega get'a hátt í tvær milljónir
króna á yfirstandandi ári.
Jóhannes Tómasson
9