Víðförli - 15.12.1990, Síða 15

Víðförli - 15.12.1990, Síða 15
skilja mannlífið, annars greina þeir aldrei sannleikann. Er ástœða til bjartsýni fyrir hönd kirkjunnar í Dantnörku? Sá sem þjónar Guði ætti að vera þjartsýnn um framtíðina, en hvort Guð vill viðhalda dönsku kirkjunni eins og hún er nú, er máske annað mál. Prestum í sérþjónustu hefur fjölg- að mjög mikið eftir því sem þjóðfé- lagið verður flóknara, þeir starfa á hinum ýmsu stofnunum eða þjóna ákveðnum hópum sem ekki geta not- ið venjulegrar sóknarþjónustu. Prestar í sérþjónustu eru þó oftast tengdir einhverju prestakalli og vinna í teymi með kollegum sínum þar. Hins vegar er þetta ekki alltaf kleift, það fjölgar mjög prestum sem þjóna Dönum erlendis, ekki aðeins sjómannaprestar, heldur tengdir sendiráðum eða starfa á sumarleyfis- stöðum. Þar er fólk sem hefur næg- an tíma og leitar mjög gjarna eftir þjónustu presta. Þessi þjónusta prestanna er afar mikilvæg og verður æ fjölþættari í þessu þjóðfélagi sem er sífellt á hreyfingu og kallar eftir sérhæfðri þjónustu. Það er meiri kirkjulegur áhugi nú en fyrir 15 árum. Skólinn er líka já- kvæðari. Kirkjan tileinkar sér sífellt nýja starfshætti í takt við tímann, en eftir stendur sífellt og ætið spurningin áleitna: En hvernig gengur að færa fólk til Jesú? Því svari hver út frá eigin reynslu og samvisku. ... og Finnum Finnska kirkjan gefur út starfs- skýrslu sína á fjögurra ára fresti. Þar er lagt mat á stöðu kirkjunnar og starf og litið til framtíðar sem fortíð- ar. Sérstök stofnun innan kirkjunn- ar annast þessa starfsemi, sem byggir mikið á skoðanakönnunum og öðrum slíkum rannsóknum. — í byrjun þessa áratugar virtist sem fjölmiðlar vildu þegja kirkjuna í hel, en síðustu árin hefur þetta gjör- breyst. í vaxandi mæli vilja menn fá álit kirkjunnar varðandi mál sam- félagsins og heimsins alls, ekki síst eru umhverfismálin þar brýn — segir forstöðumaður rannsóknastofnunar kirkjunnar dr. Harri Heino. Á síðustu fjórum árum fækkaði meðlimum Lútersku kirkjunnar og eru nú 88.6%. Um 20.000 yfirgefa kirkjuna árlega, en 6.000 skrá sig í hana. Sömuleiðis minnkar sífellt þátttakan í sunnudagsguðsþjónust- unum. Hins vegar hefur aukist þátt- taka í öðrum guðsþjónustum, svo sem svokölluðum fjölskylduguðs- þjónustum og þænaguðsþjónustum. Aukningin-var 26%. 17% Finna fara til kirkju a.m.k. einu sinni í mánuði, en 16% segjast aldrei fara í kirkju. 90% þjóðarinnar leitar til kirkj- unnar um skírn, fermingu, giftingu og jarðarfarir og 400.000 hlusta á guðsþjónustu í útvarpi (nær 10%). Þá telur þorri þjóðarinnar að kirkj- an sé mjög mikilvæg í samfélaginu, en telja jafnframt að hún sé of hátíð- leg og kerfisbundin. Óskað er eftir að hún verði manneskjulegri og hreyfanlegri. í skýrslunni kemur fram mikil áhersla á þjónustustörfin í söfnuð- um, m.a. störf djákna og safnaðar- systra. Kemur i ljós að þeir starfs- menn inna meiri sálgæslu af hönd- um en prestar. Árið 1987 voru 13.000 sjálfboðaliðar að starfi innan kirkj- unnar við svonefndar „vinaheim- sóknir“ til sjúkra og aldraðra. Markverðustu breytingar þessa áratugar, telur dr. Heino þó vera að kirkjunni er orðin ljós alþjóðleg ábyrgð sin. Það sést á auknum stuðningi við kristniboð, sem hefur fjórfaldast og framlögin til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar hafa marg- faldast. — Þarsemviðhöfumsmámsam- an lært að miðla af nægtum okkar, ættum við líka að læra að taka á móti áhrifum og reynslu frá öðrum hlutum heimsins — er álit dr. Heino. Margar konur sem áður gegndu svonefndum lektorsstörfum ífinnsku kirkjunni, hafa nú hlotið prestsvígslu, en þœr spyrja: Hvað hefur í rauninni breyst? 15

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.