Víðförli - 15.12.1990, Síða 21

Víðförli - 15.12.1990, Síða 21
andi á alla aðila: Þann sem sækja vill námskeið, fyrirlestur eða starfa i námshóp, þann sem vill senda starfs- mann sinn í slíka fræðslu, og þann sem stendur fyrir henni. Fræðslukerfið minnti mig á járn- brautarkerfi: 1. Skýrar upplýsingar um kerfið (leiðir, áfangastaðir og tímasetning- ar) liggja fyrir í handhægum bæklingum. 2. Áætlanir eru gerðar fyrir ákveðið timabil, þannig að fólk getur skipu- lagt tíma sinn með löngum fyrirvara. 3. Mismunandi þrautir hafa sam- vinnu og þannig er hægt að samnýta krafta þegar leiðir Iiggja saman og jafnframt forðast árekstra. 4. Til að ná ákveðnu marki eru margir valkostir. 5. Svo vel skipulagt kerfi virðist vera sjálfvirkt og er það að vissu leyti. Þannig má lengi líkja saman járn- brautarkerfi og fræðslukerfi út- landsins, en ... II ...Það kemur á óvart hvað starfs- fólk í flestum eða öllum stofnunum kirkjunnar er leitandi, þrátt fyrir að hafa svo þróað kerfi sem að ofan get- ur. Þegar ég hlustaði á það spyrja sig um markmið og leiðir kirkjunnar fannst mér það vera nánast í sömu sporum og við. Hvert er hlutverk kirkjunnar í dag? Hverjar eru þarfir fólksins? Hvernig getur kirkjan mætt þeim þörfum? Finnskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum eins og önnur vestræn þjóðfélög, og þess vegna er kirkjan á vegamótum. Það liggur í eðli hlutanna að innan kirkjunnar hlýtur fólk alltaf að vera að leita svara við gömlum og nýjum spurningum, sama hve þróað fræðslukerfi og rótgrónar stofnanir kirkjan hefur. Samlíkingin við járn- brautarkerfið nær fyrst og fremst til ytri búnings. Undirstaða þess, land- ið, breytist ekki öldum saman. Þarfir fólks fyrir samgöngur haldast í grundvallaratriðum hinar sömu ára- tugum saman. Þessvegna er hægt að skipuleggja kerfið til langs tíma, en gefa þó ákveðið svigrúm fyrir fleiri leiðir og tíðari ferðir. En huglæg markmið og leiðir breytast örar. Grundvallarsannleikur kirkjunnar er að vísu hinn sami árhundruð eftir árhundruð, en kirkjan er í eðli sínu lifandi og limir hennar mega ekki staðna og kalka. Þess vegna verður hún stöðugt að leita nýrra leiða og spyrja sig hvort ný markmið séu í augsýn. Þess vegna geta íslenska og finnsk-sænska kirkjan, og raunar kirkjur um víða veröld, talað saman sem jafningjar. Finnsk-sænska kirkjan starfar í farvegi umfangsmikils kerfis. Það er mikilvægt að menn spyrji hvert sé hlutverk kirkjunnar sem þetta kerfi á að þjóna. Það væri svo efni í aðra grein að segja frá því hvernig menn skilja þetta hlutverk kirkjunnar í Finnlandi nú á tímum. Herbjört Pétursdóttir, Melstað (fid- tfwJeúJct [o'ci újtri'Qjj fa&r % (X/WY)(A. Þeir sem eiga bókina Börn skrifa Guði sem Skálholt gaf út fyrir nokkru taka hana gjarnan fram aft- ur og aftur. Við birtum hér nokkur dæmi úr bókinni þar sem börnin ræða málið við Guð. Önundur Björnsson íslenskaði. Cfóéi Cf-uá jöiin Cicjn aé ^ of{ar Qf bu,- aé fjtfr e k"t.' oma ^fk'ar Suo len buOn Ocrtcx 3' v<rr,cl i Cinm kari Grtí frtu t/f i aM/zrrunr) i 3 Sunw tn!v\ \>td eJcJu. Ef trt U i aJvvr- umii þó. \rOrtur þu jþtrz xXXXÁwzJ sJjrou( tó(. aJ 'UJa' WojrmzUtk 21

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.