Víðförli - 15.12.1990, Side 22

Víðförli - 15.12.1990, Side 22
Orn Bárður Jónsson Safnaðarbygging: Tveggja heima sýn Gleðilegt nýtt ár! Aðventan markar upphaf nýs kirkjuárs og er dásamlegur tími. Á aðventunni skapast sérstakt andrúm gleðiblandinnar eftirvæntingar þeg- ar við bíðum komu hátíðarinnar miklu. Jólin eru staðfesting þess að við lifum milli tímanna og í senn milli tveggja heima. Á jólum fögnum við því að Guð gerðist maður í Jesú Kristi. Hann varð einn af okkur, játaðist lífinu á jörðu í öllum sínum fjölbreytileika. Hann játaðist þér og mér. Lífið hér og nú getur oft verið harla erfitt en það er líka dásamlegt fyrir margra hluta sakir. Við höfum svo margt að þakka fyrir, en það er meira í vændum. Þess vegna er að- ventan svo sérstök. Við bíðum þess enn að Guðs ríki komi í fyllingu sinni, að fullkomið réttlæti verði, að böl og þjáning hverfi og hamingju- sólin renni upp. Á meðan við bíðum er um nóg að sýsla. Kirkjan gengur öruggum, hægum skrefum til verks í samtím- anum. Mylla Guðs malar hægt en öruggt. Aðventan og efling safnaðarstarfs Einn mikilvægra þátta í safnaðar- uppbyggingu er skipulag og mark- miðssetning, nýting allrar þekkingar og tækni sem samrýmanleg er starfi kristinnar kirkju. Tækni og skipulag er þó aldrei nema önnur hlið safnað- aruppbyggingar. Hin hliðin er ákall til Guðs um hjálp og leiðsögn — bænastarf. Þess vegna er safnaðar- uppbygging gjarnan rædd erlendis á sérstökum kyrrðardögum þar sem starfsfólk safnaðar kemur saman til þess að biðja, leita og skipuleggja. Þetta tvennt þarf ekki að haldast í hendur; bæn og starf. Starf kirkj- unnar byggir því ekki á aðferðum einum saman heldur á því að undir- búa komu Guðs ríkis (Bonhoeffer). Adventus/Futurum Það er háttur nútímamanna að gera áætlanir um framtíðina. Menn leitast við að horfa fram á veginn og byggja áætlanir sínar á þeim mögu- leikum sem nútíminn býður uppá. Framtíðin (á latínu: futurum) er því sprottin af nútíðinni og hefur af þeim sökum lítið nýtt fram að færa sbr. orð Prédikarans: Ekkert er nýtt undir sólinni. Á hinn bóginn höfum við annað orð, aðventa (á latínu: ad- ventus) sem vísar til þess sem kemur inn í nútíðina. Adventus er því ekki sprottin úr nútiðinni heldur eitthvað sem kemur að utan. Latneska orðið adventus er þýðing griska orðsins parouisia sem táknar komu persónu eða atburðar sem vænst var en er ekki á valdi nútíðarinnar, m.ö.o. við getum ekki ráðið því hvenær persón- an kemur eða atburðurinn gerist. Orðið parousia er notað í Nýja testa- mentinu um komu Messíasar og það vísar ennfremur til endurkomu Krists. Koma Krists er „aðventa“. Hann er nálægur og birtir vilja Guðs og áætlun varðandi heiminn (Moltmann). Við lifum milli tveggja heima, þess sem er og þess sem kemur. Jó- hannes guðspjallamaður talar í Op- inberunarbók sinni um Krist sem var og er og kemur. í starfi okkar í kirkj- unni eigum við vísa hjálp hans sem var og er og við væntum ennfremur hjálpar hans sem kemur. Þess vegna er safnaðaruppbygging samtvinnun tveggja mikilvægra þátta: futurum og adventus. Við gerum áætlanir um eflingu starfsins og byggjum þær á þekkingu og reynslu nútiðar og for- tíðar en um leið lítum við í bæn og tilbeiðslu til hans sem kemur. Örn Bárður Jónsson 22

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.