Víðförli - 15.12.1990, Page 27

Víðförli - 15.12.1990, Page 27
Kirkjukór Lágafellssóknar — Ný plata Venjulegur kór syngur venjulega jólasálma fyrir venjulegt fólk Kirkjukór Lágafellssóknar hefur sent frá sér hljómplötu sem hlotið hefur heitið ÍSLENSKIR JÓLA- SÁLMAR. Á plötunni eru 13 al- gengir jólasálmar eins og þeir hafa verið sungnir í íslensku kirkjunni og á íslenskum heimilum í áraraðir. — Hvernig stóð á þessu frum- kvæði, Sigurður Hreiðar? Þegar farið hefur að halla að jól- um hefur fólk þráfaldlega komið að máli við kórfélaga og farið fram á að fá að taka upp nokkra algengustu jólasálmana á æfingum kórsins, til þess að senda vinum og vandamönn- um sem eiga þess ekki kost að vera á landinu um jólin. Þessi beiðni hefur ekki vakið mikinn fögnuð kórfélaga; upptökur með fábrotnum tækjum við frumstæð skilyrði gera flytjend- um ævinlega rangt til. Því var yfirleitt spurt á móti: „Hvers vegna kaupirðu ekki bara góða, íslenska jólaplötu og sendir vinum þínum erlendis?" Og svarið var alltaf á eina lund: „Þannig plata er ekki til. Ef það eru einhverjir jóla- sálmar á plötum eru líka alls konar önnur lög á plötunni eða eitthvað annað sem þjónar ekki tilgangi okk- ar. Okkur langar bara að fá gömlu, góðu jólasálntana.“ Þegar Kirkjukór Lágafellssóknar stóð enn frammi fyrir þessum sama vanda á jólaföstunni 1989 var ákveð- ið að reyna að mæta þessari þörf og gefa út plötu aðeins með algengustu, íslensku jólasálmunum. Þetta var ekki gert í auglýsingaskyni og ekki af því að kórinn telji sig öðrum kórum betri, þó að hann viti að hann er frambærilegur. Þetta varekki heldur gert í fjáröflunarskyni og verður raunar að teljast gott ef kórinn fær upp í útlagðan kostnað við plötuna. Þetta start hetur samt gert kór- fólki gott. Ekki er að efa að undirbúningur plötunnar var um leið góður skóli fyrir kórfélaga. Æfingar fyrir upp- tökuna hófust þegar að loknum jól- um og enduðu með upptöku í lok apríl. Auk stjórnandans, Guðmund- ar Ómars Óskarssonar, naut kórinn liðsinnis Guðrúnar Tómasdóttur söngkonu við æfingarnar, en Guð- rún er sveitungi kórsins og hefur fyrr og síðar verið boðin og búin að leggja honum lið. Einnig lagði Haukur Guðlaugsson, söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar, sitt af mörk- um með þvi að koma tvívegis á æfingar og gefa góð ráð. Loks kom Guðni Þ. Guðmundsson, organisti í Bústaðakirkju, til liðs við kórinn og lék á orgelið á síðustu æfingum og við upptöku, þannig að stjórnandi gæti stjórnað söngnum óskiptur. Halldór Víkingsson annaðist upp- tökuna, sem fór fram í Háteigs- kirkju. — Hverjum er platan ætluð? ÍSLENSKIR JÓLASÁLMAR er plata ætluð þeim sem Iangar að hlusta á sálmalögin sem öðrum fremur einkenna íslensk jól. Þetta er plata til að njóta á kyrrðarstund á heimili. Jafnframt og ekki síður er platan vel fallin til að senda vinum og vandamönnum erlendis, sem af einhverjum orsökum geta ekki notið íslenskrar jólahátíðar með hefð- bundnum hætti. Þá má og gera því skóna að erlendum vinum íslend- inga þyki fengur í því að heyra með eigin eyrum hvernig íslenskir jóla- sálmar hljóma. — Hvað er að segja um kótinn? Kirkjukór Lágafellssóknar var formlega stofnaður árið 1948 og hef- ur starfað óslitið síðan. Hann er sjálfstætt félag sem hefur að mark- miði að halda uppi söng við messur í Mosfellsprestakalli og við önnur tækifæri eftir þörfum. Skráðir kór- félagar eru nú 25 talsins. 27 Rætt við Sigurð Hreiðar

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.