Víðförli - 15.12.1990, Síða 28

Víðförli - 15.12.1990, Síða 28
Heimaföndur Jólaskraut Hjartað táknar oft gleði og kær- leika og þessvegna er gott að skreyta með marglitum hjörtum um jólin til að minna okkur á gleði jólanna og kærleika Guðs. Gott er að nota rauðan, gylltan eða silfraðan pappír í skrautið sem sést hér á myndinni. Teiknið hjörtun á litapappírinn eftir sniðinu, klippið þar sem strikalínan er og setjið hjartað saman og hengið það upp með ljósum tvinna. Þá er gaman að hafa jólaenglana sem viðast um húsið um jólin til að minna okkur á boðskap englanna á Betlehemsvöllum. Klippið englana úr litapappír eftir strikalínunum og setjið þá saman. Þeir geta staðið á borði og eins má hengja þá á jólatréð eða búa úr þeim óróa. Jólasveinar á fleygiferð Heitt loft leitar upp, það sést best ef maöur heldur tvinnaþræði yfir ofni. Ef jólasveinn er hengdur upp yfir ofni fer hann á fleygiferð ef ofn- inn er heitur og það eru ofnarnir á jólum. Þá reyna allir að hafa hlýtt og notalegt. Við getum búið til þess háttar jólakarla með því að klippa út spíral. Þá klippum við stífan pappa í hring t.d. eftir diski eins og sést hér á teikningunni. Ef pappinn er þykk- ur og strimillinn breiður, hangir hann ekki Iangt niður, en ef pappinn er þunnur og strimlar mjóir, verður hann allur á lengdina. Við getunr þess vegna valið hvernig við höfum karlana. Við klippum síðan út spíralana úr rauðum, hvítum eða grænum pappa límum á þá haus eftir sniðinu hér á síðunni, eins getum við sett gull- stjörnu efst, þá líkist þetta jólatré (þá notum við græna pappann). Ef við notum hvíta pappann, setjum við haus með pípuhatti og þá er kominn snjókarl. Reyndar má búa ýmislegt til úr svona spírölum. Ef notaður er nokkuð stífur hvítur pappi, má gera rússibana og festa á hann litla jóla- sveina sem virðast þá vera á fleygiferð. i! 28

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.