Víðförli - 15.12.1990, Page 29

Víðförli - 15.12.1990, Page 29
Jólakortin þín Við undirbúum jólin Við þurfum oft að nota kort um jólin, bæði til þess að flytja jóla- kveðjur og til að merkja pakkana. Hér eru tillögur að tveimur gerðum af slíkum kortum sem mest gaman er að búa til með fjölskyldunni sinni og raula kannski falleg jólalög saman á meðan. Það fæst margskonar og marglit- ur pappír í ritfanga- og tómstunda- búðum. Á þessu korti eru kertin búin til úr smábútum sem rifnir hafa verið úr Iitapappír. Kertaljósið er enn minni bútur rifinn úr gulum pappir. Síðan myndum við Ijósa- hringinn úr glimmer. Ef við viljum búa þetta kort til, skulum við klippa út persónurnar á myndinni eftir sniðunum hér á síð- unni, sem við höfum teiknað á litað- an pappír. Síðan límum við þessar myndir á svartan pappír gjarnan svolítið stífan. Fallegt er að líma nokkrar gylltar stjörnur á himininn. Ef ekki er til litapappír, má ein- faldlega lita hvítan pappír. 29 Heimaföndur

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.