Víðförli - 15.12.1995, Blaðsíða 6
Litla grenitréð grét alla nóttina,
því að það vissi að það hefði enga
möguleika. Það kólnaði og um morg-
uninn höfðu tár litla grenitrésins
frosið og voru eins og glitrandi dem-
antar.
Það var mikil spenna í dimma
skóginum þegar gamli maðurinn
kom. Hann skoðaði trén vel og hélt
áfram innar í skóginn.
„Þetta er erfitt val,“ sagði gamli
maðurinn við sjálfan sig, „hér eru
svo mörg falleg tré.“
Skyndilega braust sólin fram. Sól-
argeislarnir náðu til litla grenitrésins
og það stirndi á frosnu tárin. Á því
augnabliki leit gamli maðurinn á litla
tréð. Hann vissi um leið að þetta var
tréð sem hann vildi fá og undraðist
að hann skyldi ekki hafa séð það fyrr.
Það glitraði á tréð eins og gimstein
og aldrei hafði það verið eins fallegt.
Þó að tréð vissi að það lifði ekki
lengi eftir að það hefði verið höggvið
þá hafði það hlutverk, að gleðja
þennan einmana gamla mann.
Það var dimmt úti, en á himninum
lýsti fjölda stjarna. Sterkust lýsti
Betlehemsstjarnan og minnti á boð-
skap jólanna, fæðingu Jesúbarnsins.
Bros færðist yfir andlit gamla
mannsins, hann var ekki einn, því að
fólk út um allan heim var nú að halda
jólin hátíðleg.
Það ljómaði af litla grenitrénu og
það var þakklátt fyrir að fá að eiga
jól með gamla manninum.
Eftir því sem leið á jólanóttina og
myrkrið varð þyngra úti varð bjartara
inn í stofunni hjá gamla manninum.
Kertaljósin lýstu á dökkar nálar
grenitrésins.
Það var eins og það hljómaði
söngur úr fjarlægð og gleðin skein úr
þreyttum augum gamla mannsins. Ef
til vill var það einmitt á þessari
stundu, fyrir löngu síðan, sem
englarnir sungu fallega sönginn fyrir
barnið í jötunni.
Þýdd saga eftir Catharina Elgert-
Hyvönen.
Það var aðfangadagsmorgun. Fáir voru á ferli. Veðrið
hafi verið ágætt þar til skyndilega skall á snjóstormur. Neð-
andrífan blindaði og stormurinn vægði engu.
María bjó í úthverfi borgarinnar. Hún hafði í mörgu að
snúast þennan aðfangadagsmorgun. Maður hennar og börn
höfðu farið að keyra út jólagjafir, hún var að ljúka við að
þrífa húsið og annar undirbúningur var eftir. Tíminn leið
svo hratt. Eftir því sem María eltist fannst henni meira og
meira að hin ytri umgjörð jólanna hindraði hana í að undir-
búa hjarta sitt fyrir jólin.
Hún leit út um gluggann og sá varla út fyrir veðrinu. Hún
bað stutta bæn fyrir fjölskyldunni sinni sem var á ferð um
bæinn. Og hélt svo áfram. Þegar hún kom inn í stofuna og
leit út um stofugluggann sá hún svartar flygsur sem fuku til
og frá. Þegar María athugaði þetta nánar sá hún að þetta var
smáfuglahópur sem átti í vök að verjast í óveðrinu. Þeir
reyndu að komast í skjól. En þeir áttu erfitt með flug, fuku
til og frá. Sumir fuku á gluggann eða húsið og krömdust.
María velti fyrir sér hvað hún gæti gert. Hún hljóp fram í
eldhús og sótti fuglafóður sem hún hafði gleymt að setja út.
Hún hljóp niður í bílskúrinn, stráði fuglafóðrinu á gólfið og
lyfti síðan hurðinni á bílskúmum. Smám saman áttuðu fugl-
amir sig á því að þama væri skjól og flugu inn sér til lífs.
Þegar fjölskylda Maríu kom heim lagði hún frá sér allt
það sem hún var að gera og kallaði á fjölskyldu sína inn í
stofu. Hún sagði þeim frá því sem gerst hafði.
„Það var þetta sem Guð gerði fyrir okkur á jólunum,“
sagði María, „hann bjargaði okkur, þegar hann sendi Jesú til
jarðarinnar, með því að opna okkur skjól sem er faðmurinn
hans. Ég var næstum búin að gleymi því sjálf, hvað jólin
eru stórkostlegt fagnaðarefni, ég var svo önnum kafin“
sagði María.
Nf bok um kaþólskan sið
Þorlákssjóður hefur gefið út bókina Kaþólskur
siöur eftir sænsku dominíkanasysturina Catharina
Broomé, í íslenskri þýðingu Torfa Ólafssonar.
Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur ritaði
sérstakan kafla um sögu kaþólsku kirkjunnar á
íslandi.
Heildarheiti bókarinnar er Kaþólskur siöur en
undirtitillinn er Kirkjan - Kermingin - Köllunin.
Bókinni er ætlað að gefa lesendum hugmynd
um kaþólskt trúarlíf og jafnframt að lýsa þeim
raunveruleika sem kaþólska kirkjan er og fjöl-
breytni hennar. Hún skiptist í fimm aöalhluta:
Kaþólsk trú • Kristilegt líf • Náð og sakramenti
• Ur kirkjusögunni • Saga kaþólsku kirkjunnar á
Islandi • Kirkjan sem stofnun • ... og líf hins
komandi heims.
Rakin er þróunarsaga kristinnar trúar frá upp-
hafi og drepið á mismunandi kenningar trúar-
hópa og kirkjudeilda. Fjallað er í stuttum köflum
um fjölmargar hliðar á kristni og kirkju. Gerð er
m.a. grein fyrir guðfræði kaþólski kirkjunnar,
siðfræði, dulhyggju, dýrlingum, þjóðfélags-
kenningu, hlutverki páfa, helgisibum og sakra-
mentum, skipulagi og klausturreglum.
Bókin er rituð í samkirkjulegum anda og
sérstök áhersla er lögð á sögu kirkjunnar, m.a.
tilgang og áhrif kirkjuþinga, hlutverk páfa, siða-
skiptin og starf Lúters.
í bókinni er mikinn fróðleik ab finna sem ekki
hefur áður verib aðgengilegur á íslensku. Henni
fylgja mjög ítarlegar atriðisorba- og nafnaskrár
sem gera hana að handhægu uppflettiriti.
Höfundurinn, Catharina Broomé, er systir í
Dominíkanareglunni og var 1989 kjörin heiöurs-
doktor í gubfræbi við háskólann í Uppsölum.
Hún hefur starfað sem blabamabur, fyrir útvarp
og sjónvarp, og skrifaö fjölda bóka.
6 VÍÐFÖRLI