Víðförli - 15.12.1995, Blaðsíða 18
Birna Friðriksdóttir
Hildur Gunnarsdóttir
Þá voru jólin komin
Aðventan var mikill annatími
á bernskuheimili mínu, sem var
prestsheimili á Húsavík. Þar var
m a r g t
e i n n i g
öðruvísi
en á öðr-
um heim-
ilum á
Húsavík,
b æ ð i
v e g n a
s t a r f s
pabba, en einnig vegna þess að
mamma var dönsk og hafði hún
flutt með sér danska jólasiði.
Eg man t.d. ekki eftir að að-
ventukrans sæist á öðrum heim-
ilum en okkar. Þá var á aðventu
mikil konfektgerð. Mamma
gerði fínt konfekt úr marsípani,
en við fengum að bjóða heim
krökkum og gera konfekt úr
einhverju deigi sem ég veit ekki
hvað var. Og það var nú ekkert
gott á bragðið en mikið var það
gaman.
Svo var það laufabrauðið. Já,
og jólakortin. Við krakkarnir
bjuggum til öll jólakort sem við
sendum.
Það var gleðidagur hjá okkur
krökkunum þegar skipið kom
með jólaeplin og kaupfélagið
ilmaði af þessum dásemdum.
Enn þann dag í dag finnst mér
eplalyktin vera jólalykt.
En jólin komu þegar við sett-
umst inn í kirkjuna á Húsavík og
klukkan sló 6. Það var kirkjan
okkar, því að pabbi var prestur-
inn og mamma organistinn.
Þegar við komum heim úr
kirkjunni á aðfangadagskvöld
var kveikt á kertum út um allt
hús. Aldrei hef ég séð jafnmörg
kertaljós. Við settumst að borði
og pabbi flutti okkur hugvekju.
Að borðhaldinu loknu var
kveikt á kertunum á jólatrénu,
sem var trégrind, bundin eini-
hríslum. Enn þann dag í dag á
ég erfitt með að henda jólatrénu
- alvöru jólatré!
Einn er sá siður í mínu jóla-
haldi sem ekki tengist rnínu
bernskuheimili. Frá því að ég
fyrst las kvæði Stefáns frá
Hvítadal „Bernskujól" hef ég á
hverjum jólamorgni sest út af
fyrir mig og lesið það fyrir
sjálfa mig.
Er hneig að jólum,
mitt hjarta brann.
I dásemd nýrri
hver dagur rann.
Það lækkaði stöðugt
á lofti sól.
Þau brostu í nálægð,
mín bernskujól.
Að sjöttu stundu
um síðir dró.
Kveldið var heilagt,
er klukkan sló.
Þá hljóðnaði fólkið.
Ég heyrði og fann,
að ljóssins englar
þá liðu í rann.
Ó, blessuð jólin,
er barn ég var.
Ó, mörg er gleðin
að minnast þar.
í gullnum Ijóma,
hver gjöf mér skín.
En kærust voru mér
kertin mín.
Því Lausnari heimsins
þeim ljóma gaf.
Þau fegurst lýstu,
er fólkið svaf.
Þau kerti brunnu
svo bjart og rótt,
í Jesú nafni
um jólanótt.
(Úr kvæðinu „Jól“ eftir Stef-
án frá Hvítadal.)
Jólin og undir-
búningurinn
Ég er alin upp í Reykjavík, í Hátúninu. Ég
var langyngst af systkinum mínum, svo að ég
var bara átta ára þegar ég varð móðursystir.
En fjölskyldan mín
var stór þegar ég var
stelpa, hópur af börnum
og fullorðnum.
Ég var í barnakór í
Laugarneskirkju, svo að
þar undirbjuggum við
sálmana á aðventunni.
Undirbúningurinn heima
var með hefðbundnu
sniði. Helgina fyrir jól
settumst við niður með pabba til að pússa
silfrið. Þá voru að koma jól. Þetta var sérstakt
því að pabbi kom ekki annars svo mikið nálægt
heimilisstörfunum.
Við fengum stundum tvo kjóla, jólakjól og
ballkjól, sem pabbi keypti erlendis. Svo voru
það eplin, jólaeplin. Það angaði allt húsið af
jólaeplalykt.
A aðfangadagskvöld borðuðu allir heima, þá
var langt borð yfir báðar stofurnar, enda vorum
við oft um 20 manns. Og þar var líf og fjör,
margir krakkar.
Síðastliðin 6 ár hef ég sungið í kirkjukómum
í Grafarvogi. Mín aðventa, minn jólaundirbún-
ingur, tengist því sálmasöngnum, undirbúningi
aðventukvölds í kirkjunni og jólaguðsþjónust-
unum.
Mest af öllu held ég upp á sálminn „Fögur er
foldin“ þó margir séu þeir fallegir jólasálmam-
ir. Fjölskyldan mín er saman á aðfangadags-
kvöld, mamma er hjá okkur til skiptis eftir að
pabbi dó og við borðum sama og gleðjumst.
Á jólanótt les ég. Svo taka við fjölmenn fjöl-
skylduboð. í mínum huga eru jólin tengd stórri
fjölskyldu, fullorðnum og börnum, sem gleðj-
ast og fagna saman á hátíðlegum jólum.
Eitt vil ég nefna að lokum en það er helgi-
haldið sem er fyrir starfsfólk Biskupsstofu á að-
ventu. Það var góð viðbót fyrir mig við undir-
búning jólanna fyrir huga og hjarta.
Hildur
Cunnarsdóttir.
1 8 VÍÐFÖRL!