Víðförli - 15.12.1995, Blaðsíða 17

Víðförli - 15.12.1995, Blaðsíða 17
Kærleiksandi kirkju leiðir SáJmur eftir sr. Braga J. Ingi- bergsson, fluttur á Hólahátíð 1995 Kærleiksandi kirkju leiðir. Kristi eilíft vitni ber. Hlýjan faðminn bjarta breiðir barni mót er innar fer. Ó, vor Drottinn, helga brauð og vín sem ber. Drottinn máltíð friðar færir, frelsun veitir dýrðarhár, trúarandann endurnærir, allra græðir hjartasár. Ó, vor Drottinn, þerra á hvarmi sérhvert tár. Vér að náðarborði berum breyskan huga og fánýt völd. Veik og hrösul öll vér erum, einn ber Kristur syndagjöld. Ó, vor Drottinn, líkn þín varir ár og öld. Leiðréttinp Þau leiðu mistök urðu í síð- asta blaði að nafn eins greinar- höfundar misritaðist. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson var sagð- ur Sigurjónsson. Viðkomandi er beðinn velvirðingar á þessu. Þættir um konur og Kristsmenn Á vegum Alþingis er nú í smíðum viðamikið verk sem hlotið hefur vinnuheitið Saga kristni á íslandi í 1000 ár. I eldri kirkjusögum hefur hlutur kvenna verið svo til enginn, í þeirri nýju er reynt að bæta þar úr. Að því er þó ekki auðhlaupið þar sem rit og rannsóknir um konur og kirkju eru af afar skornum skammti. Með það fyrir augum að grafa fram hinn gleymda hluta kvenna í sögunni var á síðasta vori efnt til hugmyndastefnu á vegum ritstjórnar kirkjusögunnar. Afrakstur ráðstefn- unnar var góður og var þar fluttur fjöldi erinda þar sem konur voru dregnar fram í ljósið. Fyrsta ritgerðasafnið um konur og kristni lítur nú dagsins ljós. Það er með útgáfu níu þeirra erinda sem flutt voru á ráðstefnunni. Þar má nefna að Elsa G. Guðjóns- dóttir textílfræðingur fjallar um kirkjulegar hannyrðir frá fyrstu tíð. Agnes Arnórsdóttir sagnfræðingur skoðar hvernig gjafir við stofnun hjónabands endurspegla þróun og viðhorf frá forngermönskum hefðum til kristinna hugmynda. Ásdís Egilsdóttir bókmenntafræð- ingur skoðar kvenímyndir erlendra trúarrita í íslenskum biskupasögum. Margrét Eggertsdóttir bókmennta- fræðingur leitar uppi konur sem ortu sálma í lúterskum sið. Dr. Gunnar Kristjánsson leitar við- horfa til kvenna hjá Jóni Vídalín. Guðrún Ása Gríms- dóttir handritasagn- fræðingur segir frá prestskonum fyrr á tímum. Margrét Jónsdóttir félagsfræðingur seg- ir frá könnum á hög- um kvenna í þremur trúarsöfnuðum. Þá greinir Helga Kress bókmennta- fræðingur frá áhrifum kristni- töku á stöðu kvenna. Og að lokum tjallar sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir um stöðu kvenna innan kirkju nú á tímum. Hin þunga barrokkumgjörb er minnir á volduga stofnun kirkjunnar, en kjarninn er manneskjan sjálf í bœn tii Krists á krossinum. Forsíbumynd hinnar nýju bókar „Hin týnda saga". víðförli 1 7

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1508

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.