Víðförli - 15.12.1995, Blaðsíða 19
Kærleiksþjónusta
Þjónustan við náungann er og verður mikilvægur þátt-
ur hinnar lifandi starfandi kirkju. Fyrirmynd þjónustunn-
ar og kraftur hennar er í fagnaðarerindi Jesú Krists. Því
hefst öll kærleiksþjónsta upp við altarið.
Hans-Erik Lindström lýsir þjónustunni á eftirfarandi
hátt:
Ég kem ekki til þín til að sannfæra þig um trú mína,
heldur til að taka þátt í efa þínum.
Ég kem ekki til þín til að hefja þig til skýjanna í
styrkleika mínum,
heldur kem ég í veikleika mínum, með ósk um að fá að
vera hjá þér.
Ég kem ekki með auðæfi til að uppfylla óskir þínar,
ég kem snauð svo við getum auðgað hvort annað.
Ég kem ekki til að leggja á þig ok,
heldur af þrá eftir að þú öðlist frelsi.
Ég kem ekki með valdi eða hroka,
heldur sem þjónn.
Ég veð ekki inn á þig,
heldur kem ég varlega, svo að þú fallir ekki sarnan.
Ég kem ekki með hávaða og látum,
heldur ein, hljóðlátlega, svo að þú heyrir.
Ég kem ekki nauðug eða til þess að hljóta upphefð,
heldur vegna minnar eigin löngunar til að þjóna í gleði.
Ég þvinga mér ekki upp á þig, þegar þú vilt vera í friði,
ég kem til þín þegar augun þín eru sorgmædd og tóm,
og þér finnst nóttin orðin allt of dimm.
Biblían - hvernig
varb hún til?
Sýning fyrir söfnuöi
Sýningin er á áirömmum og er hún um 2 m há og
ca. 9 m löng.
Á þessu ári eru liðin 180 ár frá stofnun Hins ís-
lenska Biblíufélags. Af því tilefni hefur verið sett
upp í Kringlunni sýning er nefnist: Biblían - hvern-
ig varð hún til. Á sýnigunni er rakin í máli og mynd-
um saga Biblíunnar, bæði Gamla og Nýja testament-
isis.
Einnig er stuttlega rakin saga Biblíuþýðinga og
sagt frá þýðingu Biblíunnar á íslensku. Þá er einnig
kynning á Hinu íslenska Biblíufélagi.
Sýning þessi er farandsýning og geta söfnuðir og
aðrir sem áhuga hefðu fengið sýninguna endur-
gjaldslaust.
Sýningin er á álrömmum og er hún um 2 m há og
ca. 9 m löng.
Hönnun sýningarinnar annaðist Búi Kristjánsson
en myndaval og textagerð var í höndum sr. Sigurðar
Pálssonar.
Sýning þessi er afar vönduð og athyglisverð, auk
þess sem hún gefur söfnuðum einstakt tækifæri á að
fræða börn, fermingarbörn og fullorðna um Biblíuna
á óvenjulegan og skemmtilegan hátt.
Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós.
Yfir þá, sem búa í landi náttmyrkranna, skín
ljós.
Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á
hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla.
Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja,
Eilífðarfaðir, Friðarhöfðingi.
Mikill skal höfðingjadómurinn verða og
friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í
ríki hans. Hann mun reisa það og efla með
réttvísi og réttlæti héðan í frá og að eilífu.
Vandlæting Drottins allsherjar mun þessu til
vegar koma.
Jesaja 92,6-1
VÍÐFÖRLI 1 9