Bæjarins besta


Bæjarins besta - 09.06.1999, Page 2

Bæjarins besta - 09.06.1999, Page 2
Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 ísafjörður n 456 4560 O 456 4564 Netfang prentsmiðju: hprent@snerpa.is Stafræn útgáfa: http ://www. snerpa. is/bb Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson Halldór Sveinhjörnsson Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Hlynur Þór Magnússon Netfang ritstjómar: hh@snerpa.is Bæjarinsiiesta er í samtökum tæjar- og héraðs- fréttahlaða. Eftirprentun, hijóðritun, notkun lj ósmynda og annars flfaln er óheimll nema heimilda sé getið. Hópurinn sem stendur að Morranum atvinnuleikhúsi ungs fólks í Isafjarðarbœ. /’etta er hœfilega blanda afþaulreyndum og minna reyndum ungmennum. Leikstjórinn, Elvar Logi Hannesson frá Bíldudal, sem á að baki langt leiklistarnám erlendis, er fremst til vinstri. Morrinn, atvinnuleikhús ungs fóiks í isafjaröarbæ Það væri svo sem eftir öðru Sjómannadagurinn að baki. Sjómannadagsveðrið brást ísfirðingum ekki frekar en fyrri daginn. Gott veður á sunnudag, hryssingur daginn áður þegar hátíðarhöldin fóru fram. Við þessu er víst ekkert að gera fremur en svo mörgu öðru. A.m.k. sumir ræðumanna dagsins lögðu áherslu á að þetta væri síðasti sjómannadagurinn á öldinni. Og þar til skipaðir ráðamenn höfðu heildartölur aldarinnar um sjómenn, örlög þeirra og atvinnu, á takteinum. Ekki vant- aði það. Allt hefur sitt upphaf og endi. Eða er ekki svo? Hvar byrjar hringurinn? Hvenær byrjar ný öld og hvenær endar gamla lúna öldin sem allir bíða eftir að geta kvatt? Eitt af því sem stöðugt meiri ítroðsla og stórstígar framfarir á sviðum vísinda og hvers kyns fræða hefur fært okkur er að vera ósammála um hvenær tuttugustu öldinni lýkur. Ætla mætti að margir setji samasemmerki á milli tvöþúsundvanda tölvuheimsins og ársins tvö- þúsund sem upphaf nýrrar aldar. Þrátt fyrir framfarir ráða læknavísindin ekki við alla vírusana sem hrjá mann- kindina. f lítilli, snoturri bók, „Dagar íslands”, er hefur að geyma sýnishorn atburða úr sögu og samtíð, „stórtíðindi í aldanna rás, en einnig hið skrítna og skondna” alla daga ársins, má lesaeftirfarandi undirdagsetningunni 1. janúar. „1901: Nýrri öld var heilsað með fagnaðarópum mann- fjölda sem safnast hafði saman á Austurvelli í Reykjavík að kvöldi 31. desember 1900.” Missti aldamótakynslóðin, sem með réttu er vitnað til sem dugmikillar og framsækinnar og sem við í öllum ræðum og fræðum keppumst við að lofa og prísa, af alda- mótunum? Voru fagnaðarópin á Austurvelli í henni Reykjavík ári of seint? Voru gleðitárin sem runnu niður kinnar á kaldri vetrarnóttunni ársgömul, þegar allt kom til alls? Ætlar tölvukynslóðin að forðast seinaganginn í for- feðrunum og fagna komu nýrrar aldar 99 árum eftir að húrrahróp aldamótakynslóðarinnarbergmáluðu íAlþing- ishúsinu við Austurvöll? Er ekkert að marka sem stendur í þessari „eigulegu og áhugaverðu bók sem flett verður upp í aftur og aftur” og sem unnin er upp úr hundruðum heimildarrita og gefín út af virtu forlagi? Eða eigum við bara eins og með allt annað að heimfæra þetta upp á nútímann og pólitíkina og segja að þetta sé allt saman rétt eftir því út frá hvaða forsendum er reiknað? Það væri svo sem eftir öðru! -s.li. ORÐ VIKUNNAÐ Orf - sláttuorf Nú er oft verið að auglýsa „sláttuorf‘. Orðið orf merkir ekkert annað en tiltekið handverkfæri sem notað er við slátt. Ástæðulítið virðist að taka fram, að orf sé ætlað til sláttar. Eða ætli menn tali næst um „akstursbíla", „námsskóla" eða „drykkjarkaffi” í staðinn fyrir bíla, skóla og kaffi? Orðskrípið „sláttuorf' virðist helst notað um orf sem búið er vél. Eðlilegt væri að nota orðið vélorf um slfk tæki, sbr. bátur - vélbátur. Annað starfsárið hafið Atvinnuleikhús ungs fólks í ísafjarðarbæ hóf starf sitt sl. mánudag, annað sumarið í röð. Fyrstu vikurnar verður leiklistarskóli þar sem farið verður í látbragð, trúðalistir og aðrar listir. Einnig verður umsvifalaust byrjað að sýna og verður fyrsta verkið sýnt á kirkjulistahátíð á Patreksfirði á sunnudaginn. Leikhúsið ætl- ar að taka á móti erlendu skemmtiferðaskipunum sem koma til Isafjarðar í sumar, en þau verða alls ellefu, með þjóðlegri dagskrá, leik, söng og dansi. Yngsta kynslóðin verður ekki skilin útundan því leik- húsið hyggst setja upp barna- leikrit og sýna það í leikskól- um bæjarins. I byrjun júlí verður ferðamönnum sem og heimafólki boðið í óvenjulega skoðunaferð með listrænu ívafi. Farið verður á sögulegar slóðir í bænum og á hverjum stað verður óvænt uppákoma sem tengist staðnum sjálfum. Um miðjan júlí mun leikhúsið bjóða leiklistarnámskeið fyrir yngstu kynslóðina og verður það auglýst nánar þegar nær dregur. Hér hefur aðeins verið nefnt það helsta en af nógu er að taka, Hópurinn sér fram á skemmtilegt sumar og vonar að sem flestir eigi eftir að njóta þess með honum. Það er ekki hlaupið að því að stofna atvinnuleikhús, að sögn þeirra sem reynt hafa. Síðastliðið sumar fengu átta krakkar styrk frá ísafjarðarbæ til að reka svokallaðan Far- and- og fjöllistahóp á Vest- fjörðum („Farogfjö") í tengsl- um við vinnuskólann. Það verkefni gekk mjög vel að flestra mati, þrátt fyrir nokkrar óánægjuraddir sem urðu e.t.v. sterkari en skyldi. í lok þess verkefnis skiluðu krakkarnir af sér samantekt á sumarstarf- inu, „Gaman saman“, og gerðu þar grein fyrir verkum sínum. Það var aðallega eitt sem þar koma fram sem allir voru sammála um: Þetta var gaman og svona þarf að gera aftur. Svo liðu mánuðir og í febr- úar í ár var kominn tími til að fara að gera eitthvað til að af þessu yrði. Hófst þá undir- búningsvinna hjá skóla- og menningarfulltrúa en bærinn hafði falið honum að undirbúa verkefnið. Menningarnefnd hafði samþykkt 350 þúsund króna styrk og átti hann að fara í laun leikstjóra og hvers konar undirbúning. Talsmaður „Farogfjö" var fenginn til að láta í ljós álit á framkvæmd- inni og þótti hópnum það mik- il upphefð, a.m.k.fyrst í stað. Eftir dálitla undirbúnings- syrpu hófst svo nokkuð sem íslendingum er tamt: „Það er ekki eftir neinu að bíða - en samt bíðum við aðeins”. Já, það er erfitt að etja við risa, en það hefst. Allt of seint var málið lagt fyrir fræðslu- nefnd, sem samþykkti, þvert á óskir allra sem helst til þekktu, að setja leikhúsið und- ir vinnuskólann eins og í fyrra en huga að þeim vanköntun sem upp höfðu komið. Merki- legt að allir sögðu að þetta væri óráðlegt, en... Eftir kvabb og vesan fannst leikstjóri. Það var alveg r það seinasta en betra er seint en aldrei. Núna er allt í góðum farvegi og kannski geta þeir sem vinna að verkefninu gert gott úr hlutum sem áttu aldrei að verða að veruleika. Óefnt ioforö Byggðastofnunar um ián til Rauðsíóu Hunsar forstjórinn vilja stjórnarinnar? Frystihús Rauðsíðu ehf. á Þingeyri var á nauðungarupp- boði sl. mánudag slegið Spari- sjóði Bolungarvíkur. Þetta var fyrsta uppboð og hefur fyrir- tækið sex vikna frest til að ganga frá sínum málum. Eins og greint er frá annars staðar í blaðinu,hefurByggðastofnun dregið lappirnar við afgreiðslu hundrað milljóna króna láns sem samþykkt var fyrir all- löngu að veita fyrirtækinu að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Ketill Helgason hjá Rauðsíðu kvartar yfir því að l'á ekki heldur nein svör frá forstjóra Byggðastofnunar, Guðmundi Malmquist. Einhverbresturvirðisteinn- ig vera milli forstjóra Byggða- stofnunar og stjórnar stofn- unarinnar. Egill Jónsson, stjórnarformaður Byggða- stofnunar og fyrrverandi al- þingismaður, segir í samtali við Morgunblaðið í gær: „Stjórn Byggðastofnunar á að rækja skyldur sínar með þeim hætti að bregðast við þegar vanda ber að höndum í byggðum landsins með svip- uðum hætti og nú hefur gerst á Vestfjörðum. Hafi ég mis- skilið þetta hef ég hvorki skilið hlutverk þessarar stjóm- ar í fjögurár, né heldurbreytni hennar.“ Naumast ætti að þurfa að taka fram, að forstjóri Byggðastofnunar er starfs- maður stjórnarinnar og undir hanasettur. Þaðhlýturaðkalla á skýringar, ef hann getur hunsað ákvarðanir stjórnar þeirrar stofnunar sem hann vinnur hjá. r -- Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða I Fjórðungssamband Vestfirðinge 1 Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða Skrifstofúrokkar verðaiokaðarmánudaginn 14.júníogþriðjudaginn 15. júní vegna fiutninga. Opnum miðvikudaginn 16. júníí Þróunarsetri Vestfjarða, Árnagötu 2-4, ísafirði, sími 450 3000. Starfsfóiky 2 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚNÍ 1999

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.