Bæjarins besta


Bæjarins besta - 23.06.1999, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 23.06.1999, Qupperneq 6
Þróunarsetur Vestfjarða opnað með pompi og prakt að Arnagötu 2-4 á isafirði Mikilsverður áfangi stiginn fyrir þróun byggðar og atvinnulífs á VestQörðum - sagði Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og forstöðumaður Þróunarsetursins m.a. við opnunina Hjalti Karlsson forstöðumaður Hafrannsóknastofnunar ú ísafirði og Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Atvinnu- þróunarfélags Vestfjarða og forstöðumaður Þróunarseturs Vestfjarða með „lykil að framtíð" sem byggingaverktakinn Agúst og Flosi ehf, færði Þróunarsetrinu. Fjölmenni var viðstatt opn- un Þróunarseturs Vestfjarða á Isafirði sl. föstudag. Meðal viðstaddra voru sjávarútvegs- ráðherra, Arni Mathiesen, for- stöðumenn þeirra stofnana sem standa að Þróunarsetrinu, þingmenn kjördæmisins og aðrir gestir. Að Þróunarsetrinu standa Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Fjórðungssam- band Vestfirðinga, Hafrann- sóknastofnun, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og Svæðisvinnumiðlun Vest- fjarða. Helstu markmið Þró- unarsetursins eru að efla starfsvettvang starfandi stofn- ana og fyrirtækja á sviði rann- sókna og þróunar, að skapa nýtt umhverfi og nýjan grund- völl til öflunar nýrra verkefna á Vestfjörðum sem og á lands- vísu og að koma á og þróa samstarfsnet aðila innan set- ursins sem utan þess. Þá er því ætlað að vera hluti af upp- byggingu símenntunar áVest- fjörðum og að bæta aðgengi að þjónustu við íbúa Vest- fjarða. ÞróunarseturVestfjarða hef- ur aðsetur að Árnagötu 2-4, í húsnæði sem Vestri ehf. er eigandi að, en það fyrirtæki fjármagnaði breytingarnar á húsnæðinu sem sniðnar eru að þörfum hvers stofnaðila. Húsnæðið, sem allt er hið glæsilegasta, ber þess vott að fólk með fagþekkingu og hug- myndaauðgi hefur verið að verki. Hönnun þess varí hönd- um þeirra Elísabetar Gunn- arsdóttur arkitekts og Sveins Lyngmo, tæknifræðings og aðalverktakar voru Ágúst og Flosi ehf. Ólafur B. Halldórsson for- stjóri og einn eigenda hús- næðisins sagði m.a. í ávarpi sínu við opnunina: „Fyrir okkur Vestfirðinga er dagur- inn í dag ánægjulegt framhald af þjóðhátíðinni. Nú eru um það bil tvö ár síðan tveir hug- myndasmiðir, þeir Halldór Halldórsson núverandi bæjar- stjóri IsatjarðarbæjarogAðal- steinn Óskarsson fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróun- arfélagsins, kornu þeirri ágætu hugmynd á framfæri við okk- ur að koma upp þróunarsetri, þar sem ýmsar stofnanir störf- uðu undir sania þaki til þess að samhæfa og vinna úr góð- um hugmyndum í þágu at- vinnulífsins. Ég vænti, að þeir geti staðfest, að hugmyndinni var strax vel tekið hér á bæ. Nú, aðeins tveimur árum síð- ar, er þetta orðið að veruleika, sem verður að teljast harla gott.” Ólafi var efst í huga þakk- læti til allra þeirra sem komið höfðu því til leiða að þessi áfangi var nú í höfn og nefndi hann sérstaklega þau Elísa- betu Gunnarsdóttur arkitekt og Svein Lyngmo tæknifræð- ing auk aðalverktakanna Ágústar og Flosa ehf. Síðan sagði Ólafur: „Það ágæta fólk, sem nú tekur til starfa, vil ég bjóða velkomið í Vestrahúsið eða ísfirðingshúsið eins og það hefur verið kallað. Hér vann á árurn áður fjöldi fólks við að umbreyta gulli sjávar í gjaldeyrisverðmæti. Það fer vel á því, að nú verður þetta vinnustaður skapandi hugs- unar.” Sem hvatningarorð til starfsmanna Þróunarseturs Vestfjarða leitaði Ólafur í smiðju Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi: „Allir vita, að ekki vex hár hlynur af fræi á einu sumri. En sé að honum hlúð af skyn- semd og þolinmæði, mun hon- um vaxa þróttur og fegurð. Enginn væntir suðrænnar veð- urblíðu að staðaldri norður við Ishaf, né gullregns úr gráum skýjum. En hins væntum við öll, að sá lífsmeiður, sem hér festi rætur, verði langlífur í landinu. En öllu heldur vænt- um við þess, að hugsun mannsins verði hrein og Aðalfundur Aðalfundur Björgunarfélags ísafjarðar verðurhaldlnn í Slgurðarbúð miðvikudaginn 30. júní kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Félagar eru hvattir til að mæta. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Auglýsingar og áskrift Sínti4564560 Ólafur B. Halldórsson einn eigenda Vestra-hússins fœrir þeim Elísabetu Gunnarsdóttur arkitekt og Sveini Lyngmo tœknifrœðingi þakklœtisvott fyrir vel unnið verk. Handverksfélagið Karítas opnar verslun Héldu hlutaveltu Þessar stúlkur efndu til hlutaveltu fyrir stuttu og færðu Rauða krossinum af- raksturinn kr. 2.269.- Stúlkurnar heita Elín Jónsdóttir, ísafjarðarvegi 2, ísafirði og Steinunn Frið- geirsdóttir, Rauðalæk 53, Reykjavík. Allt frá stofnun fyrir fáum árum hefur það verið draum- urinn hjá Karítas, félagi handverksfólks á Isafirði og víðar, að eignast samastað til þess að selja vörur sínar. Nú hefur ræst úr því, að minnsta kosti í sumar, og búið er að opna verslun á jarðhæðinni að Aðalstræti 20, þar sem Vitinn var, við hliðina á Ríkinu. Hér á svæðinu er margt handverksfólk sem er ekki í félaginu, - „en það er veikom- ið í félagið ef það hefur áhuga og fær þá aðstöðu hjá okkur til að selja sína vöru“, sagði Gréta Sturludóttir verkefna- stjóri í samtali við blaðið. „Einnig gefst fólki kostur á því að gerast styrktarfélagar." Enda þótt flestir félagsmenn í Karítas séu á Isafirði er þar einnig fólk búsett annars stað- ar, m.a. á Ingjaldssandi, Pat- reksfirði og Örlygshöfn. Eng- in skilyrði eru um búsetu, að sögn Grétu. I versluninni kennir margra grasa. „I félaginu eru margar stórvirkar prjónakonur. Á boðstólum eru lopapeysur, venjulegar peysur, sokkar, húfur og fleira, og fyrir utan prjónavöruna eru kort og bréfsefni, gestabækur, út- saumur, útskornirgripirúrtré, t.d. með allskonar góðum málsháttum og snjöllum gam- anyrðum, og smávegis af renndum trévörum, m.a. statíf fyrir tannstöngla og servíettur, sem einn af fáunt karlmönn- um í félaginu hefur unnið.“ Eins og jafnan í félögum af þessu tagi eru konur í meiri- hluta, - „en það eru hagleiks- srniðir inni á milli." Handverksfélagið Karítas var stofnað 25. nóvember 1995. Formaður frá stofnun hefur verið Inga Rut Olsen. Nafnfélagsinsertil minningar um Karítas Hafliðadóttur, sem lést árið 1945. Hún stundaði nám í kennslufræðum í Dan- rnörku fyrir aldamót og starf- aði lengi sem kennslukona á Isafirði og var mikil hannyrða- kona. Tilgangur félagsins er að sameina krafta handverks- fólks, viðhalda görnlu hand- verki og halda námskeið. 6 MIÐVIKUDAGUR 23. JUNI 1999

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.