Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.07.1999, Síða 8

Bæjarins besta - 21.07.1999, Síða 8
Feðgarnir Guðbrandur og séra Baldur koma úr messuferð á vetrardegi. starfinu eftir Pál. Það var ætíð góð samvinna milli þessara heimila, Vatnsfjarðar og Mið- húsa. Þau gerðu mér margan greiðann og ég varð þess umkominn þegar ég eignaðist bíl að létta þeirn einhvern snúning. Ég kom þar oft og þau komu oft í Vatnsfjörð. Hans hafði nú verið þar áður og þeir bræður úr Seli. I Þúfum var einnig ágætt nágrenni. Þangað fluttist Ari Sigurvin Sigurjónsson og hans kona Freyja og það var eins ákaf- lega mikil samvinna á milli þessara heimila. Ég man að einn veturinn fór ég á móti þeim dálítið fram dalinn á dráttarvél með vörur sem komu á bryggjuna, því að þá var ófært sakir snjóa. Við höfðum þannig stoð hverjir af öðrum og það var Ijómandi samkomulag. Ég man að meðan enn var baðað sauðfé voru þeir alltaf boðnir og búnir að rétta þar hönd að. Ég hugsa nteð hlýhug til þessara góðu nágranna nú seinni árin og hef reyndar alltaf gert. Ég hafði um skeið allverulegt bú sem telja mátti, full fjárhúsin eða um tvö hundruð fjár.“ Þjúðsagnapersúnan - Hvernig er tilfinningin að vera landsþekkt þjóðsagna- persóna í lifanda lífi? „Þú segirnokkuð. Einhverj- ir hafa sagt við mig að ég sé orðinn þjóðsagnapersóna. Það má vel vera Við því hef ég ekkert að segja. Einum og öðr- um hefur orðið hitt og þetta á orði sem fer þá víða og mér líka og ekkert að harma það sérstaklega. Það hafa flogið eftir mér setningar og það sem gamlir Islendingar nefna skrýtlur en kallast brandarar nú á dögum, heldur leiðinlegt orð, og ekkert við því að segja. Sumar eru rétt eftir mér hafðar og aðrar ekki. Ég kann víst minnst af þessu sjálfur. Ég er að heyra þetta annað slagið og tek því vel og leiðrétti ef leiðrétta þarf. En tilfmningin? Það erengin sérstök tilfinning. Mér lrkar það hvorki vel né illa. Hver maður hefur sína sögu. Eða flestallir. Sumir hafa enga. Einhvers staðar segir að betra sé að veifa röngu tréenöngu. Ég erþeirrarskoð- unar, satt að segja. Ef einhver vill hafa eitthvað skemmtilegt eftir mér, satt eða logið, þá þykir mér vænt um það. Glaður og reifur skyldi gumna hver, uns sinnbíðurbana, seg- ir í Hávamálum. Mér finnst ekki ástæða til að menn gangi urn alla ævina eins og þeir séu við jarðarför. Það þætti mér illa farið með tímann." Kaldalún og Páll postuli Séra Baldur segir, eins og líklegt mætti telja, að ferðalög prestsins um Djúpið hafi oft verið erfið, bæði á sjó og landi, enda er prestakallið geysivíð- lent og að sama skapi strjál- býlt og í öndverðum prests- skap hans nær akvegalaust. Ekki var þar auðfarnast um Kaldalónið. „Á leið minni til messu í Unaðsdal gisti ég oft á Ármúla hjá Sigurði og Rósu, sem voru ákaflega gestrisin hjón. Hjá þeim var maður af Snæfjallaströnd í vinnumenn- sku eða húsmennsku, tveggja manna maki á sjó og þriggja á landi, Tryggvi Maríasson, og hann fór oft með mig út eftir, annað hvort snemrna á sunnu- dagsmorgni eða á laugardags- kvöldi. Eitt sinn förurn við á laugardagskvöldi, tunglið er fullt og skín á Lónið og allt glampandi fagurt og skjanna- bjart, en við vildum hraða okkur yfir. Ég var lítt væður en hann hafði bússur miklar, svo að hann tók mig á bak sér og töskuna með embættis- klæðunum í hægri hönd og bar mig þvert yfir Kaldalón. Ég var aftur á móti með skjala- töskuna í hendinni og það var svo bjart að ég gat tekið upp Testamentið og lesið við tunglsljósið og birtuna af jökl- inum talsvert úr ritum Páls postula, allt þangað tilTryggvi segir að nú sé landi náð.“ Á ferð um Fossahlíð Önnur ferðasaga gömul: „Ég var staddur á ísafirði ein- hverra erinda. Bóndi í Djúpi, Karl Gunnlaugsson á Birnu- stöðum, er staddur þar líka og fær far með mér og við leggj- um í hann um kvöldið. Það skellur á foráttustórhríð á Fossahlíð í Skötufirði, sem hefur lengi verið illræmd af ferðamönnum, eins og þú kannast við Hlynur úr vísunni eftir séra Arnór. Við sáum lítið fram fyrir bílinn fyrir hríðinni og þegar við förum þarna framhjá einni urðinni - hlíðin er nú eiginlega ein urð á vetr- um að sjá - þá upphefst þessi óskaplegi hávaði og gaura- gangur og öskur úr grjótinu, og ég er þess fullviss að það var ekki úr neinum venjuleg- um barka sem þessi hljóð bárust og ekki úr þeirri venju- legu hráu og óbreyttu náttúru sem við eigum að venjast. Öskrin voru slfk og gaura- gangurinn að við vorum að segja má heyrnarlausir á öll- um fjórum eyrum að minnsta kosti sólarhring á eftir. En þeg- ar fer að halla niður af hiíðinni, þá færist þetta ailt í lag og dettur á gott veður. Einhver hefði sagt á fyrri tíð, að sá illi hefði legið í urðinni og viljað trylla okkur út af veginum. Og það má vel vera. Mér er þetta minnisstætt. Karl á Birnustöðum var nú vanur ferðamaður, en hvorugum okkar var orðið um sel að vera að ferðast í þessu.“ Oft fór Baldur á sjó þvert yftr til Melgraseyrar og lenti stundum í kröppu. „Þarna get- ur skollið á skyndilega nokk- uð. Eitt sinn skall á vont veður af austri og ég lenti í Borgarey og komstekki til annexíunnar. Þá voru ekki farsímar eins og nú.“Þegarádaginn leiðkyrrði vind og sjó nokkuð og Baldur hafði hægtleiði íland. „Fleira gæti ég tínt til af ferðalögum. Reyndar er ég búinn að gleyma þeim flestum, en þau voru oft rnjög erfið, festur í sköflum og hvaðeina.“ Messa í Unaðsdal Undirritaður var í eina tíð sérlegur ferðameðhjálpari sr. Baldurs. Minnisstæð er guðs- þjónusta í Unaðsdal eitt sinn síðla hausts. Við ókum fyrir Lónið í hvössu veðri og hrá- slagalegu. Ekki þótti taka því að kynda upp jökulkalda kirkjuna, heldur var messan sungin í stofunni hjá þeim hjónum Stefaníu og Kjartani. Þá voru ekki eftir í byggð nema tvö býli á Ströndinni. Við messuna voru fimm eða sex manns og einn hundur. Stefanía lagði hvítan dúk á borð og setti þar á ræðupúlt nokkurs konar og kerti hjá. Þetta er fallegasta og hlýleg- asta og eftirminnilegasta guðsþjónusta sem undirritað- ur hefur tekið þátt í, eiginlega eins og guð sé nær manni við aðstæður eins og í stofunni í Unaðsdal og hundurinn undir borði heldur en í stórglæsi- legum kirkjum eftir heims- fræga arkitekta með orgel sem kostar eins og togari. Messur af þessu tagi þekktust ekki í Mosfellssveitinni eftir að þar fór að bera á traffík og konk- úrrensi snemma á öldinni. Pólitík og smásaga Undir lokin berst tal okkar séra Baldurs að pólitík og skiptingu brauðs og arðs. Hann þótti á sínum tíma nokk- uð til vinstri og var í hópi þeirra sem börðust gegn er- lendurn herstöðvum á íslensk- ri grund. En hverneginn er það með frumkristnina - var hún ekki hreinn og klár kommún- ismi? „Jú, ég hugsa að slíkt megi rökstyðja með einhverjum hætti. Ennfremur var þetta bræðralag þar sem hver virti annan. Bræðurnir skiptu með sér nauðþurftunum og ekki kunnugt að þeir hafi rekið nein fyrirtæki. Reyndar höfðu þeir bankastjóra, Júdas, og þar kom því miður strax fram sú veila bankastjóranna að fara ekki nógu gætilega með fjár- muni.“ I framhaldi af umræðu urn herstöðvar og landsölu kemur smásagan afdrifaríka eftir séra Örn Bárð Jónsson frá ísafirði uppíhugann. „Jú,églasþessa sögu. Þetta kom mér alveg á óvart því að mér fannst hann nú ekki fyrir minn smekk þesslegur að semja nein bók- menntaverk. En það kom á daginn að hann samdi smá- sögu sem hafði vissar afleið- ingar. Ég sá sjálfur ekkert athugavert við þessa sögu. Það væri helst myndin sem Morgunblaðið lét birta með henni og var nokkuð sérkenni- leg. Mér þótti sagan reyndar ekkert sérstök. Svona sögur voru samdar á þeim tímum þegar landsölumál voru ofar- lega í hugum fólks og munni.“ Heimur trúarbragðanna - Hvers vegna fórstu í guð- fræði? „Það fannst nú ýmsum sér- kennilegt, sem þekktu mig lít- ið en þóttust samt þekkja mig. En ég fann ekkert annað sem hentaði mér. Ég held að mig hefði skort þrek eða áhuga til að sitja við skrifborð eða reka mál fyrir rétti, eins og sumir kunningjarmínirtóku sérfyrir hendur. Á menntaskólaárum var ég búinn að lesa óhemju- mikið af allskonar ritum um andleg málefni, guðspeki, indversk trúarbrögð og ræður manna. Ég man eftir hugleið- ingurn eftir séra Sigurbjörn Einarsson sem birtust að mig minnir í Víðförla (sem fór þó ekki víða) og Ileira af þessu tagi. Heimur trúarbragðanna er víðfeðntur og fjölbreytileg- ur og ntér fannst hann heill- andi. Ég held að það hafi vald- ið því, að ég fór í guðfræði. Og ef til vill ekki síður - þó að rnaður geri sér ekki grein fyrir því, þá held ég að ég hafi alltaf haft einhverja hugmynd urn að svo einfalt gæti það ekki verið, að maðurinn lifði hér á jörðinni og fjölgaði sér eins og jurtir og dýr og svo væri þetta búið. Þetta hygg ég að sé ástæða þess að ég fór að lesa guðfræði, sem er ákaflega heillandi viðfangsefni." - Ef þú mættir núna leggja aftur á lífsbrautina tvítugur - með reynslu sjötíu ára að veg- arnesti - færirðu sömu leið? „Slíku er vandsvarað. Ég er nú ekki alveg viss urn það. Ég hugsa að ég myndi taka tvær fræðigreinar saman: Annars vegar guðfræði og þá með klassískum málum, og hins vegar íslensk fræði.“ Undirritaður kynntist séra Baldri fyrir mörgum árum, og það vel, að hann telur. Orðalag Baldurs nú rétt áðan: „sem þekktu mig lítið en þóttumst samt þekkja mig“ vekur at- hygli. Líklega eru fáir sem þekkja séra Baldur vel. Það er djúpt á hans innra manni og hann lætur ekki hvern sem er komast að honum. En það er ekki hægt að meta séra Baldur í Vatnsfirði að verðleikum nema að kynnast hans innra manni. Ytra borðið villir mörgum glópnum sýn í þessu tilviki sem öðrum. Það er ekki vafi, að sóknar- börn séra Baldurs um áratugi og gamlir nemendur og sam- starfsmenn í Reykjanesi hugsa hlýtt til hans og fjöl- skyldu hans á þeim tímamó- tum, þegar hann fyllir sjötíu ár og lætur af embætti prófasts íVatnsfirði. Fólk, sem varbörn í skóla hjá séra Baldri en er nú afgamalt, minnist nær- gætni hans og hlýju við óframfærin ungmenni úr fá- förulli sveit. Þess má að lokum geta, að þau hjónin verða að heiman á afmælisdaginn. - Hlynur Þór Magnússon. 8 MIÐVIKUDAGUR 21. JULI 1999

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.