Bæjarins besta


Bæjarins besta - 21.07.1999, Page 9

Bæjarins besta - 21.07.1999, Page 9
Að vanda komu fjölmargir gestir til Suðureyrar til þess að taka þátt í hátíðar- höldum hinnar árlegu „Sæluhelgar66, en hátíðin stóð frá fímmtudegi og fram á sunnudagskvöld. Brottfluttir Súgfírðingar og aðrir gestir eru farnir að hafa fyrir reglu að fjölmenna til Súgandafjarðar til að taka þátt í hátíðinni. Var því troðfullt út úr dyrum í hverju húsi og komust færri að en vildu. Veður setti aðeins strik í reikninginn en dagskráin gekk þó að mestu eftir. Sandkastalakeppnin var Itelguð ári hafsins. Hún var haldin á Suðureyri en hœtt var við að fara yfir á Norðureyri eins og til stóð. Það var stöng við stöng á mansakeppninni á Suður- eyri. SÆL UHEL GL á Suðureyri Lifandi fiskur var í kerum til sýnis fyrir gesti á Sæluhelgi. Tvœr ungar dömur eru liér að gera beholningu, eins og það var eitt sinn kallað. Fiskinum var sleppt aftur í sjóinn að hátíð lokinni. Grillað ofan í gesti á Sœluhelgi á Suðureyri. Á annað hundrað krakka allt til tólf ára aldurs tók þátt í þeim lið dagskrárinnar sem vinsælastur var hjá yngri kynslóðinni, mansakeppn- inni. Aflakóngurinn í ár var Smári Karvel Guðmundsson. Af öðrum dagskrárliðum má nefna fjallgöngu, hjólarall, kassabílarall, gjarðaskopp, kleinukeppni, harðfisks- keppni og söngvarakeppni, fyrir utan ýmsar kraftagreinar eins og sleggjukast, karadrátt og ruslatunnuhlaup. Þátttaka í þessum greinum er mjög almenn og keppa konur jafnt sem karlar, stúlkur jafnt sem piltar, og meðal keppenda í sleggjukastinu mátti þekkja þingmanninn Kristin H. Gunnarsson. Hann stóð sig nokkuð vel af byrjanda að vera en Sturla Gunnar Eðvarðsson sigraði með glæsilegu kasti. Þá vekur hinn árvissi „hús- mæðrafótbolti“miklaathygli, en þar mætast heimahúsmæð- ur og aðkomuhúsmæður á knattspyrnuvellinun Að þessu sinni fóru hinar síðar- nefndu með sigur af hólmi undir frækilegri stjórn Svein- bjargar Hermannsdóttur, sem hefur farið fyrir liðinu síðustu árin. Fyrir allar keppnisgreinar eru veitt vegleg verðlaun, ýmist bikarar eða medalíur. Auk þess hljóta sigurvegarar ýmsa titla, svo sem krafta- strumpur og -strympa o.s.frv. Sameiginlegt útigrill með söng og glensi var á föstu- dagskvöldið en að loknu barnaballi á laugardagskvöld dönsuðu þeir eldri langt fram á nótt á stórdansleik með Geirfuglunum. Á sunnudag- inn var útimarkaður, þar sem til sölu var m.a. vestfirskt handverk, harðfiskur, bækur, fatnaður og tælenskur matur. Þá seldu kvenfélagskonur kaffi og vöfflur í stóru tjaldi. Fyrirsætu & framkomunámskeið fyrir 13-15 ára og 16-25 ára. e s k i m o model management ísafjörður 5.-7. Ágúst. Viö ferðumst um landið með Bylgjulestinni, Séð&heyrt og Skitamóral. Myndbönd • Tískusýningarganga • Förðun Efling á sjálfstrausti • Innsýn í fyrirsætuheiminn • Myndataka Framkoma Pósur Uppsetning á tískusýningu • Sumarstúlkan • Umhirða húðar 1 Séð&Heyrt stúlkan Leiðbeinandi: Brynja X. Allir fá eskimo bol, kynningarbækling, viðurkenningarskjal & komast á skrá fyrir sjónvarps- augiýsingar. 4,61 Afr Þátttakendur á námskeiðinu taka þátt í risatískusýningu sem verður inni í dagskrá Bylgjulestarinnar. 4-6 stúlkur 16-25 ára verða valdar til þess að taka þátt í keppninni um sumarstúlkuna sem valin verður um kvöldið. Séð & heyrt stúlkur verða valdar úr hópi þátttakenda á námskeiðunum. Eín eða fleiri á hverjum stað. Sumarstúlka ísafjarðar fer svo til Akureyrar 28.ágúst þar sem valin verður sumarstúlkan'99 með pompi & prakt. Skráning i sima 552-8012 eða eskimo@eskimo.is Verð kr.13.900.- vestmannaeyjar 3-5.jun» Borgarnes 10-12. Júní Stykkishólmur 14-19.júní Höfn 24-26.júní Akureyri 1 -3.júlí Reyðarfjörður Selfoss Blöndós ísafjörður Reykjanesbær Reykjavík 8-10.júlí 15.-17.júlí 22-24.júl« 5-7.ágúst 12.-14.ágúst 19-21 .ágúst MIÐVIKUDAGUR 21. JÚLÍ 1999 9

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.