Bæjarins besta - 08.12.1999, Page 6
Nýlega er komin út ævisaga Sveins Þormóðsson-
ar blaðaljósmyndara sem Flateyringurinn Reynir
Traustason skrifar. Þar lýsir Sveinn á bráðlifandi
hátt lífinu þegar hann er að alast upp á kreppuárun-
um og bregður upp myndum af eftirminnilegum
samferðamönnum.
Hann segir frá samskiptum sínum við breska
hernámsliðið, en hann starfaði sem túlkur á vegum
þess, aðeins fjórtán ára. Tveimur árum síðar stofn-
aði hann, ásamt unnustu sinni, heimili í bragga á
Skólavörðuholti og börnunum fjölgaði ört. Urn
tíma bjó fjölskyldan í því fræga hverfi Kamp Knox
þar sem margt var um skrautlega einstaklinga.
Sveinn hefur lent í mörgu og um margra ára skeið
átti hann við drykkjuvandamál að stríða og lýsir
hann þeirri baráttu af hreinskilni í ævisögu sinni.
Sveinn hóf að taka blaðaljósmyndir á 6. áratugnum.
Lengst af starfaði hann á Morgunblaðinu og DV,
þar sem hann er enn. Enginn Islendingur hefur
komið að fleiri slysum og stórbrunum en Sveinn.
Hann hefur verið á hælum slökkviliðs og lögreglu í
hálfa öld og stundum á undan þeim á vettvang. En
Sveinn myndar fleira en slys og stórbruna og vart
hefur komið það fyrirmenni til landsins að hann
hafi ekki verið mættur, ætti mönnum að vera í
fersku minni er Mick Jagger kom til Isafjarðar
síðastliðið sumar en þá hitti Sveinn rokkgoðið fyrir
einskæra tilviljun. Hann hafði þá ekki komið til
Isafjarðar í 58 ár. Við grípum niður á tveimur
stöðum í bókinni, í fyrra skiptið þar sem Sveinn
kemur til Isafjarðar á sumarvertíð með föður sínum
árið 1941, þá sautján ára, og í það síðara þegar
Mick Jagger dúkkar upp á Isafirði í sumar:
Sveinn með Sveineyju dóttur sína utan við bragga 113 á
Skólavörðuholti. Hann var 17 ára þegar frumburðurinn
fœddist og var ífótbolta þegar mamma hans kallaði á hann
inn og sagði að Ijósmóðirin vœri komin til Fríðu koitu Itans.
A hælum
Sumarvertíð
á ísafirði
Pabbi hafði haft spurnir af
góðum afla vestur í ísafjarð-
ardjúpi. Hann ákvað að færa
sig um set með Vonina og róa
frá ísafirði og landa þar í skip
til útflutnings. Það fólst í
þessu gróðavon og því sló
hann til og við héldum vestur
um vorið 1941. Vonin RE var
hífð upp á dekk á Brúarfossi
og haldið af stað vestur í norð-
vestan leiðindaveðri. Fram að
þessu hafði ég aldrei fundið
til sjóveiki en nú brá svo við
að ég varð drullusjóveikur um
leið og komið var út á Faxa-
flóann og ældi bæði lifur og
lungum. Ég gleymi aldrei þeg-
ar Brúarfoss datt fram af bár-
FRAMHALDSSKOLI VESTFJARÐA
PÓSTHÓLF 97 - 400 ÍSAFIRÐI
Viltu stunda nám
/ öldungadeild?
Á vorönn 2000 verða kenndir í öldunga-
deild Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði,
áfangarnir íslenska 323, bókfærsla 313,
saga 202 oge.t.v. stærðfræði313, líffræði
103 og félagsfræði 102, efþátttaka verður
næg.
Enn er hægt að komast að.
Innritun fer fram í síma 456 3599 á skrif-
stofutíma.
Skólameistari.
unni með látum og sjóferðinni
vestur eyddi ég í kojunni.
Á ísafirði bjó Sveiney, elsta
systir mín, í húsi sem hét
Oddi. Einnig átti ég þar hálf-
bróður, samfeðra, Bergmann
Þormóðsson. Hann átti sama
afmælisdag og ég, 28. júní,
en varfæddursléttum lOárum
á undan mér. Hann var lengi
með útgerð þarna og lengst af
rækjubát. Pabbi leigði íbúð á
Isafirði og þegar vestur kom
var strax hafist handa við veið-
arnar. Við lögðum línu á nótl-
unni í Djúpinu en fórum síðan
út undir Grænuhlíð þar sem
við vorum á skaki yfir daginn.
Þannig fengum við allt að
tveimur tonnum eftir sólar-
hringinn sem gaf góðan pen-
ing. I bátnum var fjögurra
strokka Ford-bensínvél og
ganghraðinn mikill. Fyrsteftir
að við komum voru nokkrir
Isfirðingar á hraðskreiðum
bátum eitthvað að glenna sig
fram úrokkuren við kenndum
þeim fljótlega lexíu. Pabbi
steig pinnann í botn og við
tíndum þá upp einn af öðrum
og skutum aftur fyrir okkur.
Þegar við rukum fram úr þeim
síðasta stóð hann aftur á og
veifaði spottaog kallaði hvort
hann ætti að taka þá í tog.
Þessi mikli gangurbátsinsjók
mjög á virðingu okkar þar
vestra.
Sumarið leið fljótt og ég
kunni ákaflega vel við mig
þarna. Maður lenti í ýmsum
skemmtilegheitum, eins og
þegar ég var eitt sinn sendur
út í bakarí til að kaupa snúða.
Þegar þangað kom sagði ég
afgreiðslustúlkunni að ég ætl-
aði að fá fjóra snúða. Hún
sagði að það væru því iniður
engir snúðar seldir þar. Eitt-
hvað fannst mér það gruggugt
að systir mín væri að senda
mig eftir einhverju sem væri
óþekkt í bakaríinu og þegar
ég fór að líta á úrvalið sá ég
snúða uppi á hillu og spurði
stúlkuna hvort þetta væru ekki
snúðar. „Nei, nei,“ var svarið.
„Þetta eru snældur.“ Ég keypti
fjögur stykki og kom heim
með snældur en ekki snúða.
Það kom mér á óvart að á
Isafirði virtust allir hafa við-
urnefni. Skondið atvik því
tengt kom upp þegar systir
mín ákvað að sjóða handa
okkur ýsu. Hún bað mig að
skjótast til hans Kitta ljúfs.
Kristján þessi gerði út trillu
og var með aðstöðu við Fjarð-
arstræti. Hann herti þar fisk
og seldi soðmat. Þegarég kom
að skúrnum kallaði ég inn um
dyrnar að erindi mitt væri að
fá ýsu og ég spurði hvort Kitti
ljúfur væri við. Ysan kom
svífandi út með tilheyrandi
blótsyrðum og ég sá þann kost
vænstan að hraða mér í burtu
án þess að borga. Þegar ég
kom með ýsuna í hús gerði
systir mín mér grein fyrir því
að ekki væri við hæfí að nota
uppnefnin þegar viðkomandi
væri ávarpaður. Ég náði nokk-
ru síðar á Kitta ljúf þar sem
hann var að setja út bát sinn
og bað hann þá afsökunar á
þessu frumhlaupi mínu. Hann
tók það til greina og okkur
kom ágætlega saman eftir það.
Á ísafirði komst ég í það æ vin-
týri að veiða smokk í fjörunni.
Þetta gerðu menn í myrkri,
vopnaðir ljósum. Við notuð-
um smokkinn í beitu en þetta
er einhver ógeðslegasti veiði-
skapur sem ég hef komist í
fyrr eða síðar. Smokkurinn
sprautaði bleki þegar verið var
að fanga hann og menn voru
því æðiskuggalegir eftir viður-
eignina.
Mick Jagger
á ísafirði
Bókin er að mestu skráð
vestur á Flateyri, fjarri
Reykjavíkurborg sem er aðal-
sögusviðið. Ekki þýddi að
reyna upprifjun á lífshlaupinu
annars staðar en heima í stofu
hans þar sem skannar lögreglu
og slökkviliðs mala látlaust.
Það var þrautin þyngri að fá
ljósmyndarann til að skreppa
vestur á firði til skrafs og ráða-
gerða. Hann taldi öll tormerki
á því að fara úr fjarskiptasam-
bandi við Reykjavíkurlög-
reglu og því síður taldi hann
vit í því að ana norður á snjó-
flóðasvæði í upphafi maímán-
aðar. Hvort einhver fyrirboði
Asdís Sigurðardóttir faðmar rokkarann sem erhinn ánœgð-
asti með atlot hinnar íslensku blómarósar þar sem hann er
í sárum eftir skilnað við Jerry Hall. Myndin var á forsíðu
DV.
hefur ráðið ferðinni skal ósagt
látið en ljóst er að Sveinn hitti
á óskastund þegar hann dróst
á að fara vestur í ágústmánuði
á því herrans ári 1999.
Þegar ég heyrði að Mick
Jagger væri í svo sem 20 kíló-
metra fjarlægð var ekki til set-
unnar boðið. Skítt með fríið.
Ég varð að ná mynd af þessu
frægasta rokkgoði heimsins.
Mér var í fersku minni t'erðin
til Liverpool árið 1964 með
KR þegar ég hitti þá félaga í
Rolling Stones í upphafi
frægðarferils þeirra sem
stendur enn. Ég var búinn að
akajarðgöngin nokkrum sinn-
um dagana á undan og þekkti
þau orðið nóg til þess að geta
gefið hraustlega í. Það tafði
mig að vísu nokkuð að ég
gleymdi að kippa af mér sól-
gleraugunum inni í fjallinu
þannig að ég sá lítið til en
þegar þau voru komin niður
jókst öryggi mitt til muna og
ég náði hraða sem ég vildi
síður að yfirvöld vestra sæju
á prenti. Tíminn var naumur
þar sem Jagger hafði brugðið
sér í land af snekkju sem lá á
Pollinum við Isafjarðarkaup-
stað. Það var ekið eins geyst
og mögulegt var og á mettíma
náðum við til Isafjarðar. Ekk-
ert bólaði á Jagger framan af
en vegfarendur í miðbænum
sögðust hafa hitt hann á
reiðhjóli og að hann hefði
stefnt niður á höfn eftir að
hafa rætt við fólk í Hafnar-
strætinu. Það leit út fyrir að
fuglinn væri floginn og engin
mynd næðist. Ég var áhyggju-
fullur þar sem ég ók niður á
Sundahöfn, rekinn áfram af
voninni um að Jagger væri
ekki farinn. Það lifnaði heldur
betur yfir mér þegar ég sá að
hann var á kajanum í fámenn-
um hópi og beið þess að vera
ferjaður út í skipið. Hann lék
á als oddi og svaraði spurn-
ingum um hljómleika sem
hljómsveit hans átti að halda
á íslandi en var aflýst og tók
því vel þegar ég byrjaði að
taka af honum myndir. Þar
sem ég impraði á fyrri fundi
okkar í Liverpool 35 árum áð-
ur fagnaði hann mér en hrökk
síðan við þar sem hann sá
Press-merkið í barmi mínum.
Hann var bersýnilega ekki
ánægður með að fjölmiðlar
væru á hælum hans og gerðist
nokkuð úfinn. Meðan á orða-
skiptum okkar stóð safnaðist
fólk að og ég náði glimrandi
mynd þar sem kona á besta
aldri faðmaði hann að sér. Það
rættist því úr málinu og ekki
mátti á milli sjá hvor var
ánægðari, ég eða sýslumaður
fsfirðinga, ÓlafurHelgi Kjart-
ansson, sem er gjarnan skil-
greindur sem aðdáandi Roll-
ing Stones á íslandi númer 1.
Hann mun hafa farið á fjölda
tónleika með Rolling Stones í
gegnum tíðina án þess að hafa
náð tali af Jagger sem skyndi-
lega dúkkaði svo upp í heima-
bæ hans. ...
Forsíðu DV eftirþessahelgi
prýddi svo auðvitað Mick
Jagger að faðma konuna á kaj-
anum. Það er ekki til betri til-
finning en að sjá verk sín
blómstra með þessum hætti á
útsíðu og ég verð aldrei svo
gamall að sú tilfmning hverfi.
6
MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999