Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.12.1999, Side 11

Bæjarins besta - 08.12.1999, Side 11
Sundfélagið Vestri á ísafírði Á leið tfl nýrrar Mikill uppgangur hefur hjá Sundfélaginu Vestra á Isafirði síðustu misserin eftir talsverða lægð um nokkurt árabil. Ennþá er í fersku minni „gullaldarliðið“ sem Vestri hafði á að skipa fyrir tíu til fimmtán árum og var í allra fremstu röð á landinu. A Bikarmóti íslands sem haldið var í Reykjavík fyrir fáum vikum komu glögg- lega í ljós geysilegar fram- farir núverandi keppnisliðs Vestra milli ára. Nú fékk Vestri, sem keppir í annarri deild, liðlega sextán þúsund stig á móti um níu þúsund stigum í fyrra. Þar við bæt- ist, að liðið er mjög ungt að árum og liðsmenn eiga enn langt í land að ná fullum þroska. A bikarmótum er aðeins keppt í karla- og kvennaflokkum en ekki ald- ursflokkum og þess vegna er óhætt að segja, að framtíðin sé björt hjá félaginu. Oddur Árnason hefur ver- ið formaður Sundfélagsins Vestra í rúmlega tvö ár en hann og fjölskylda hans hafa verið viðloðandi sundstarfíð á ísafirði hátt í áratug. Starf- semi Vestra er í föstum skorðum og svipuð dagskrá frá ári til árs. Reynt er að komast á ákveðin mót syðra og eins eru föst mót hér heima, Gíslamótið, Vestra- mótið og Kiwanismótið, en Kiwanismenn hafa stutt félagið dyggilega eins lengi og elstu menn muna. „Við þurfum að komast oftar á mót syðra eftir því sem getan hjá krökkunum eykst, bæði vegna þess að þau þurfa á samkeppninni að halda og eins þurfum við að komast í löglega laug. Þó að Vestri hafi ágætan aðgang að Sundhöll Isafjarðar og góða félagsaðstöðu og þrek- sal, þá er laugin hér aðeins 16,67 m á lengd og met sem sett eru í henni fást því ekki viðurkennd á landsvísu“, segir Oddur. Um 60-70 börn og ungl- ingar á aldrinum frá sex ára og upp í sextán til sautján ára stunda skipulegar æf- ingar hjá Vestra. Eldri hóp- arnir æfa upp í átta til níu sinnum í viku en yngstu krakkarnir tvisvar í viku. Auk þess eru starfandi sundskóli og ungbarnasund á vegum Vestra, þannig að iðkendur hjá félaginu eru rétt um eitt hundrað. Þjálfun hjá Vestra annast þau Ingi Þór Ágústsson, Margrét Halldórsdóttir og Ásdís Sigurðardóttir. „Þau hafa öll mikla menntun og reynslu á þessu sviði og ætla öll að halda hér áfram. Þetta er mjög öflugt fólk og áhugasamt um að byggja fé- lagið upp“, segir formaður- inn. Á „gullaldarárunum" áttu Hjalti Rúnar Oddsson (f. 1987) er öflugur og fjöl- hæfur sundmaður. Þegar hann fluttist upp í sveina- flokk var hann búinn að tína upp langflest skráð Isafjarðarmet í hnokka- flokki og nú á hann fimm eða sex gildandi Isa- fjarðarmet sveina. Á bik- armótinu setti hann Isa- fjarðarmet í 100 m og 200 m flugsundi og 200 m fjórsundi. Eftir því sem krakkarnir verða eldri fara Isafjarðarmet- in að verða merkilegri, vegna þess að gömlu met- in eru þau sem sundfólk- ið í „gullaldarliði“ f sfirð- inga setti á sínum tíma. ísfirðingar fast sæti í fyrstu deild og urðu bikarmeistarar Islands. „Við eigum að hafa alla burði til að geta náð þeim styrk á ný“, segir Odd- ur, „þrátt fyrir miklar fram- farir hjá sundfélögum um A-lið Vestra sem keppti á Bikarmóti íslands fyrir skömmu. Á myndina vantar tvö úr hópnum, þau Pétur Birgisson og Örnu Lind Arnórsdóttur. Liðið bœtti sig um rúmlega sjö þúsund stig milli ára. „ Við bindum miklar vonir við þessa krakka“, segir Oddur Arnason, formaður Vestra. Á sýningunni er sexæring- urinn Ingjaldur, sem bresku sjómennirnir hvolfdu viljandi undir sýslumanni og félögum hans, en báturinn hefur verið nefndurfyrsti landhelgisbátur íslendinga. Meðal annars sem þar getur að líta eru gripir úr eigu Hannesar Hafstein, m.a. skrifpúlt hans og blekbytta ásamt handriti hans að kvæð- inu Slæðingi. Þar nrá einnig sjá eins konar teiknimynda- sögu af atburðunum á Dýra- firði, svo og ljósmyndir sem tengjast þeim og hafa ekki áður komið fyrir sjónir al- mennings. Meðal þeirra er nrynd sem tekin var af togar- anunr Royalist í höfn í Fred- erikstad í Danmörku tæpunr nránuði eftir atburðina á Dýra- firði, eftir að togarinn hafði verið tekinn að ólöglegunr veiðunr við Jótland og færður til hafnar. Loks nrá nefna að á sýning- unni er sýslumannsbúningur frá árinu 1907, en þar er um að ræða einkennisföt Magnús- ar Torfasonar sýslumanns og bæjarfógeta á ísafirði, sem einmitt tók við enrbætti af Hannesi Hafstein þegar hann varð fyrsti innlendi ráðherr- ann árið 1904. Sjóminjasafn Islands í Hafnarfirði er deild í Þjóð- nrinjasafni íslands og á vetr- um er það að jafnaði ein- ungis opið unr helgar kl. 13-17. í samtali við blaðið sagði Ágúst Georgsson, deildarstjóri, að vegna fyrr- greindrar sýningar hefði verið ákveðið að hafa auk þess opið alla virka daga kl. 12.30-16 framdl 17.des- enrber. Sýningin verður síð- an uppi fram í apríl í vor. ísafjörður Júlíus strandaði Júlfus Geirmundsson IS strandaði á sandrifi við Suðurtangaoddann á ísa- firði á fimmtudag í síðustu viku. Hann náðist óskemnrd-ur áflotsíðdegis. BaujaíSund- ununr mun hafa færst til án þess að eftir því var tekið. Þá var skyggni lélegt. Þór Sveinsson (f. 1987) er niikill sprettsunds- maður. Sama gildir unr hann eins og Hjalta Rún- ar og aðra keppendur á þessum aldri, að þeir eru ekki enn farnir að móta sér ákveðna sérgrein í sundinu. Það gerist yfir- leitt ekki fyrr en um 15- 16 ára aldur. Á bikar- mótinu syðra setti Þór ísafjarðarmet í 1500 m skriðsundi sveina og Vestfjarðamet í bæði 100 m og 200 m baksundi. I boðsundum synti hann auk þess undir gildandi Isafjarðarmeti í 100 m skriðsundi. land allt og harðari keppni." Undanfarið hefur heildar- stigafjöldi í bikarkeppninni hækkað ár frá ári og þrösk- uldur fyrstu deildar er hærri en nokkru sinni fyrr. En það er fleira við sundið en að setja met. Grunnurinn að starfi Sundfélagsins Vestra eins og íþróttafélaga almennt er forvarnastarf, að búa krökkunum skilyrði til að fást við eitthvað annað en að hanga á götunni í reiði- leysi. Mikið félagsstarf er í kringum sundið og mótuð dagskrá allan veturinn. „Vissulega þurfa krakkarnir meiri hvatningu til að halda áfram en þá eina að vera í efstu sætum" segir Oddur, „því að ekki geta allir verið þar. Þess vegna verður m.a. farið til útlanda í æfinga- búðir í vor og ætlunin er að reyna hafa það sem fastan punkt á þriggja ára fresti að fara til útlanda til æfinga og keppni.“ Lífið og krafturinn í Sund- félaginu Vestra byggist mjög á foreldrunum. „Það væri hreinlega ekki hægt að reka sundfélag ef ekki kæmi til mikið starf foreldranna og eftir því sem árangurinn Lára Bettý Harðardóttir (f. 1984) er ein af sterk- ustu flugsundskonum landsins í dag. Á bikar- mótinu í Reykjavík sigr- aði hún með yfirburðum bæði í 100 og 200 m flug- sundi og náði tímum sem hefðu dugað henni í ann- að sæti í fyrstu deild í þessum greinum. Hún bankar kröftuglega á dyr íslenska landsliðsins og líklegt er að hún hefji æfingar með unglinga- landsliðinu eftir áramót. V J Linda Guðmundsdóttir (f. 1985) er fjölhæf sund- kona. Hún á mjög góða tíma í ýmsum greinum og má varla á milli sjá hvor gerir betur á æf- ingum í flugsundinu, Lára Bettý eða hún. Keppnisskapið er mikið og þegar það hefur verið tamið mun krafturinn líka skila sér til fulls á stórmótum. V J verður betri á landsvísu, þeim mun meiri verður þörfin fyrir vinnu þeirra“, segir Oddur. Þess má geta, að Sundfélagið Vestri er enn sem komið er eina íþrótta- félagið á norðanverðum Vestfjörðum sem hefur sett sér markvissa vímuvarna- stefnu og starfar eftir henni. Sveinasveit Vestra (10-12 ára) er sú sterkasta á landinu í dag, miðað við tímatökur. F.v. Hjalti Rúnar Oddsson, Bragi Þorsteinsson, Gísli Kristjánsson og Þór Sveinsson. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1999 11

x

Bæjarins besta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.