Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.09.2000, Blaðsíða 9

Bæjarins besta - 27.09.2000, Blaðsíða 9
hingað til Vestfjarða - tvö á Patreksfjörð, eitt á Bíldudal og eitt á Hólmavík. Þetta er mjög jákvætt fyrir vestfirskt atvinnulíf og sýnir bjartsýni á útgerðarrekstur. Eitt nýtt skip kom frá Póllandi til Bolung- arvíkur fyrir skömmu, þannig að menn eru að láta smíða skip aftur. En menn áttu frekar von á að aflaheimildirnar myndu aukast nú á nýju fisk- veiðiári í stað þess að minnka eins og raun varð á. Það eitt og sér veldur áhyggjum.“ Aðrir ráða afkomunni „Það er sæmilega bjart framundan í rekstrinum núna, en það er alltaf spurningin hvað gerist, því við ráðum því minnst sjálfir hvernig afkom- an er. Þar ráða t.d. stjórnvöld miklu með gengis- og vaxta- stýringu og úthlutun aflaheim- ilda. Þá hafa áhrif aðrir utan- aðkomandi þættir, svo sem aflabrögð og markaðsaðstæð- ur. Þegar við erum að reyna að reka fyrirtækin með sem minnstum tilkostnaði ogerum að spara alls staðar eyrinn og krónuna, þarf ekki nema eina aðgerð frá stjórnvöldum til þess að breyta öllu til verri vegar. Við erum ekki að yfir- borgaílaunumeðaöðru, enda gefur reksturinn ekki tilefni til þess. Það eru nokkur atriði, sem ég vil nefna, sem stjórnvöld hafa of mikil áhrif á í dag og skipta miklu máli í sjávarút- vegsrekstri. Fyrst má nefna gengismálin, þá vaxtamálin og að sfðustu stjórn fiskveiða með árlegum breytingum á út- hlutun aflaheimilda. Utan um tvö fyrrnefndu atriðin er al- gerlega haldið af stjórnvöld- um. í landinu, þar sem sagt er að ríki frjáls viðskipti, eru þessi atriði tekin út, þ.e. frjáls gengisviðskipti og frjálsir vextir, en íslenskir vextir eru Sigurður Viggosson, framkvœmdastjori Odda hf. á Patreksfirði. mun hærri en erlendir. Þá er atvinnurekstrinum mismun- að, aðallega eftir stærð, því ekki hafa allir sömu mögu- lcika á að taka erlend lán á lægri vöxtum." Við þurfum frið fyrir stjórnvöldum „Atvinnulífið þarf að fá frið fyrir stjórnvöldum á öllum sviðurn, til að geta staðið sig, fyrst á annað borð er verið að boða og vinna eftir frjáls- hyggjunni. Stöðugt er verið að hækka vexti til þess að koma í veg fyrir verðbólgu, en í mínum huga hækkar það verðbólgu og um leið versnar afkoma þeirra fyrirtækja sem skulda ntikið. íslensku krón- unni er haldið uppi með hand- afli þegar verið er að „kaupa" íslenska krónu til að koma í veg fyrir eðlilega viðskipta- lega breytingu á henni. I raun er verið að hafna frjálsum við- skiptum og að gallar þeirra og kostir komi fram með eðli- legum hætti. Handstýring á gengi raskar einnig tækifær- um fyrirtækja í útflutningi." - Hvers vegna að smíða í Kína en ekki hér heima? „Það er einfaldlega smíðaverðið. Nýsmíði í Kína er allt að 50% ódýrari en á Islandi. Þetta er bara spurning um peninga. Is- lenskar skipasmíðastöðvar hafa vafalaust betri iðnaðar- mönnum á að skipa en við sjáum ekki hagkvæmni þess að smíða skipin hér á landi.“ Starfsmenn flestir útlendingar „Við höfum haft að jafn- aði um 70 manns í vinnu mismunandi eftir árstím- um“, segir SigurðurViggós- son. „Um 70% af mann- skapnum eru útlendingar, mest Pólverjar. Fyrir um tveimurárum varhlutfall út- lendinga um 20%. Útlend- Sjá framhald á nœstu síðu. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 9

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.