Bæjarins besta


Bæjarins besta - 27.09.2000, Qupperneq 11

Bæjarins besta - 27.09.2000, Qupperneq 11
 f ' : ISAFJARÐARBÆR HLUTASTARF VIÐ DÆGRADVOL Óskum eftir að ráða starfsmann í hluta- starf við Dægradvöl, þ.e. lengda við- veru fy rir nemendur í 1. og 2. bekk og ath varf fyrir nemendur utan I safj arðar. Umeraðræða40%starffrákl. 12:00 til 15:00 daglega nema föstudaga til kl. 14:00. Æskilegter að umsækjendur hafi uppeldismenntun eða farsæla reynslu af vinnu með börnum. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri Grunnskólans á Isafirði í síma 456 3044. Skólastjóri. Athöfnin í Ósvörfórfram íkyrrþey og voru þar ekki aðrir en brúðhjónin, svaramennirnir, sýslumaðurinn og Geir Guð- mundsson, staðarhaldari og meðhjálpari í Ósvör. Veður var hið fegursta og sjórinn á Víkinni friðsœll eins og liann vœri að safna kröftum fyrir áhlaup vetrarins. Himinninn virtist óvenjulega blár og sólargeislarnir óvenjulega gullnir og fjallabrúnir voru með gráleitum haustboða. A myndinni eru þau Petra og Wolf-Thomas ásamt Geir Guðmundssyni og Jónasi sýslumanni. Ferðamálaráðstefna Ferðamálaráðs íslands haldin á ísafirði Tækifærí landsbyggð- arinnar í ferðaþjónustu -og hlutverk Reykjavíkurflugvallar í ferðaþjónustu á landsbyggðinni Árleg ferðamálaráðstefna Ferðamálaráðs íslands verð- ur haldin í dag og á morgun á Hótel ísaflrði. Ráðstefnan hefur nokkra sérstöðu að því leyti að hún er sú 30. í röð- inni. Að vanda er á ráðstefn- unni tekið fyrir eitt megin viðfangsefni og að þessu sinni er yfirskrift hennar „Tækifæri landsbyggðar í ferðaþjónustu.“ Einnig verða árleg umhverfisverð- laun Ferðamálaráðs veitt í tengslum við ráðstefnuna. „Á undanförnum árum höfum við orðið vitni að mikilli fjölgun erlendra ferðamanna og hún hefur að stærstum hluta orðið utan hins hefðbundna háanna- tíma. Það hefur hins vegar vakið upp spurningar að þessi fjölgun hefurekki skil- að sér sem skyldi út fyrir suðvesturhornið og á ráð- stefnunni munum við m.a. leita svara við þessu,“ segir Magnús Oddsson, ferða- málastjóri. Hann bendir á að framboð á gistirýni og hvers konaratþreyingu fyrir ferðamenn hefur aukist mjög á undanförnum árum, ekki síst á landsbyggðinni, og því ættu að vera ýmis tækifæri í stöðunni. „Heitu málin“ rædd Á ferðamálaráðstefnum und- anfarinna ára hefur verið kaf- að ofan í ýmis mál sem skipta miklu fyrir íslenska ferða- þjónustu. „Við höfum leitast við að ræða þau mál sem eru „heit“ í umræðunni í það og það skiptið og meðal þess sem við höfum tekið á eru öryggis- mál, markaðsmál og umhverf- ismál svo eitthvað sé nefnt. Að undanförnu hefur framtíð Reykjavíkurflugvallar verið mjög til umræðu og á ráð- stefnunni verður hlutverk hans í ferðaþjónustu á lands- byggðinni tekið sérstaklega fyrir,“ segir Magnús. Þátttakendur á ráðstefnunni eru um 200 og er hún opin öllu áhugafólki og hagsmuna- aðilum í ferðaþjónustu af öllu landinu. Magnús segir mikil- vægi ráðstefnunnar fyrir ferðaþjónustuna lýsa sér á fleiri en einn hátt. „Auk þess að taka fyrir tiltekin málefni er ekki síður mikilvægt að hafa þetta tækifæri til að stefna aðilum í ferðaþjónustu saman til skrafs og ráðagerða enda eru mýmörg dæmi um að ráð- Hótel ísafjörður. stefnan hefur orðið upphaf frekara samstarfs.“ Ráðstefn- an er jafnan haldin utan suð- vesturhornsins og hafa heima- menn í hvert sinn jafnframt getað notað tækifærið til að kynna svæði sitt. Umhverfis- verðlaun 2000 Samkvæmt venju verða umhverfisverðlaun Ferða- málaráðs afhent í tengslum við ráðstefnuna. Þau hafa ver- ið afhent árlega frá árinu 1995 og komu síðast í hlut Bláa lónsins. „Umhverfisþátturinn er alltaf að spila stærri þátt í starfi Ferðamálaráðs og umhverfisverðlaunin er hugsuð sem hvatning til þeirra sem stunda umhverf- isvæna ferðamennsku," segir Magnús. Markmiðin með umhverfisvænni ferða- mennsku eru að vernda bæði menningar- og nátt- úrulegt umhverfi og felur hún í sér samspil ferða- mannsins, heimamanna og umhverfisins. Óvenjuleg hjónavígsla á óvenjulegi r 5 Þriðja hjónavígslan (sem kunnugt er um) hefur farið fram í Osvör í Bolungarvík. Að þessu sinni áttu í hlut þau Petra Sittig og Wolf- Thomas Wimmel frá Hildes- heim í Neðra-Saxlandi í Þýskalandi. Jónas Guð- mundsson sýslumaður gaf þau saman og var þetta önnur vígslan hans í sumar. Wolf-Thomas Wimmel er sj ónvarpsþáttagerðarmaður hjá NDR í Þýskalandi og hefur oft komið til Islands og Vestfjarða. Meðal annars hefur hann gerl heimilda- þætti um björgunarafrekið við Látrabjarg og safnið á Hnjóti í Örlygshöfn. Svo vildi til, að sama dag og Egill á Hnjóti var í sjón- Farkostur þeirra hjóna var gamall og virðulegur húsbíll af gerðinni Hanomag. Hér eru þau Petra og Wolf-Thontas Wimmel við bílinn sinn á Isafirði. varpinu ytra bárust þangað fréttir af andláti hans. Þau Petra og Wolf- Thomas völdu einmitt Vestfirði á Islandi sem vettvang hjónavígslunnar vegna þess að þau vildu ganga í hjónaband á stað sem væri í senn mjög óvenjulegur (a.m.k. fyrir fólk búsett suður í Evrópu) og þeim mjög að skapi. Sýslumanninn fengu þau til verksins vegna þess að þau eru bæði utankirkjufólk. „Athöfnin í Osvörinni var mjög notaleg upplifun", segir Wolf-Thomas og þakkar Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúa Vestfjarða, sem reyndar er þýsk að uppruna, fyrir að hafa bent þeim á þennan möguleika. MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2000 11

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.