Tónamál - 01.11.1970, Qupperneq 3

Tónamál - 01.11.1970, Qupperneq 3
„KRUMMI" RÆÐIR VIÐ VIÐAR ALFREÐSSON: GRJÖTA- ÞORPI TIL GREAT BRITAIN Þann 26. maí 1936 fæddist hjónunum Theódóru Eyjólfsdóttur og Alfreð Þórðar- syni sonur, en um hann mun greinarstúfur þessi fjalla. Þessi sonur heitir Viðar Alfreðs- son. Flestir fyrir-stríð-strákar úr Skuggahverf- inu, Skólavörðuholtinu og Þingholtunum muna eftir Alfreð heitnum, föður Viðars, en til hans var helzt að leita með varahluti í kassa- bíla á árunum meðan heimsstyrjöldin síðari geysaði, einfaldlega vegna þess að hann var eigandi Fáfnis, en þar var gert við barna- kerrur og vagna í tonna tali. Alfreð lék séx dálítið við slaghörpu í frístundum, og munu þau hjónin hafa haft söngmennt í hávegum, þegar góða gesti bar að garði. Voru synirnir á heimilinu snemma farnir að gæla við tónlist, þó sú yrði raunin, að Viðar einn kæmist á legg á tónlistarsviðinu. Munu foreldrarnir hafa átt mjög ríkan þátt í, að svo varð, enda var heimili þeirra undir- lagt með hljóðfærum, t. d. píanói, rafmagns- orgeli, harmoniku, trommusetti og blásturs- hljóðfærum. Viðar var ekki nema 12 ára, þegar hann kom fram í skemmtikvikmynd, sem sýnd var í Gamla Bíói, en þar lék hann Boogie Woogie-sóló á píanó. KVENHYLLI OG KARAMELLUR Hann þurfti ekki að kaupa sér kvenhylli með karamellum, í grimmdar gaddi, niður á ísilagðri Reykjavíkurtjörn, eins og aðrir Framhald af bls. 5 Á myndinni efst á síðunni er Viðar með horn- ið. Myndin hér til vinstri er tekin á æfingu hjá hljómsveit Gunnars Ormslevs, sem lagði leið sína til Moskvu um árið, og sjást frá vinstri: Haukur Morthens, Árni Elfar, Gunn- ar, Viðar, Guðjón Ingi og Sigurbjörn Ingþórs- son bassi. TÓNAMÁL 3

x

Tónamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.