Tónamál - 01.11.1970, Blaðsíða 7
NYIR SAMNINGAR
Eftirfarandi samningur er gerður 23. marz 1970 með breytingum sem voru
gerðar 1. júlí sama ár og eru þær felldar inn í samninginn. Ríkisútvarpið og
Félag íslenzkra hljómlistarmanna gera með sér svofelldan samning:
1. gr. Fyrir hverja byrjaða hálfa klukkustund í flutningi í hljóðvarpi skal
greiða hverjum hljómlistarmanni kr. 2.124,00. Tími til hljóðrit-
unar á hálfrar stundar dagskrá má vera allt að 4 klst. Hver byrjaður
hálftimi þar umfram, svo og hver byrjaður hálftími vegna sérstakra
æfinga (t. d. fyrir skemmtiþætti, sérstök umbeðin lög o. s. frv.) fyrir
hljóðritun greiðist samkvæmt tímataxta FlH eins og hann er hverju
sinni. Lágmarks kvaðningartími til æfinga, sem ekki eru í beinum
tengslum við hljóðritun, skal vera 2 klst. og greiðist skv. taxta FÍH.
Taki hljómsveit (hljómsveitarheild) að sér að flytja fyrirfram æfða
tónlist í allt að 1/2 klst. áskilur ríkisútvarpið sér rétt til að krefjast
þess, að upptaka „prógrammsins“ standi eigi lengur en 4 klst.
2. gr. Fyrir eftirgreindan tónflutning skal greiða sem hér segir:
1. Fyrir leik í hljóðvarpi:
Einleikur að 5 mín. kr. 1.416,00
5—10 - — 2.478,00
10—15 - — 3.540,00
15—20 - — 4.248,00
20—30 - — 4.956,00
2. Þátttaka í kammerverki:
að 10 mín. kr. 2.242,00
10—20 - — 2.950,00
20—30 - — 3.658,00
3. Undirleikur (með söng eða einleikshljóðfœri):
að 5 mín. kr. 944,00
5—10 - — 1.416,00
10—20 - — 2.124,00
20—30 - — 2.596,00
Ef um samleik er að ræða, t. d. í „Lieder“ eða stórsónötu — greiðist
undirleikara sama og söngvara eða einleikara. Sé óskað eftir flutn-
ingi verks, sem er sérstaklega erfitt og krefst óvenju mikillar vinnu,
skal semja um það sérstaklega. Um afnotarétt íslenzkra verka skal
semja sérstaklega.
3. gr. Þegar hljóðfæraleik, sem fyrirfram hefur verið hljóðritaður og tekur
allt að hálfa klst. í flutningi er dreíft í dagskrárlið, sem stendur í
klst. greiðist fyrir það skv. 1. gr. En fari dagskrárliðurinn fram yfir
eina klst., skal hljóðfæraleikurinn greiðast með 50% álagi.
4. gr. Þegar áður greiddur hljóðfæraleikur er endurtekinn í flutningi, skal
koma hálf greiðsla fyrir. Leyfi til endurflutnings gildir í tvö ár, eftir
það þarf samþykki flytjenda og komi þá full greiðsla fyrir. Þetta
gildir þó ekki í þeim tilvikum, er ríkisútvarpið óskar eftir að skrá-
setja og tryggja sér varanleg afnot af áður fluttu tónlistarefni, en
þá skulu þær reglur gilda sem hér segir:
Hljóðfœraleikur — skrásetningarleyfi:
Einleikur og samleikur kr. 59,00 fyrir hverjar byrjaðar 30 sek.
Kammertónlist (3 eða fl.) kr. 43,00 fyrir hverjar byrjaðar 30 sek.
Undirleikur kr. 35,00 fyrir hverjar byrjaðar 30 sek.
Afnot:
Einleikur og samleikur kr. 35,00 fyrir hverja byrjaða mín.
Kammertónlist (3 eða fl.) kr. 26,00 fyrir hverja byrjaða min.
Undirleikur kr. 21,00 fyrir hverja byrjaða mín.
5. gr. Þegar endurtekinn er hluti af áður fluttu tónlistarefni, skal greiða
kr. 250,00 fyrir hverja byrjaða mínútu í flutningi, séu hljóðfæra-
leikarar færri en tíu, en kr. 350,00 fyrir hverja byrjaða mínútu í
flutningi, séu þeir tíu eða fleiri. Hvert lag eða tónverk skal þó ekki
endurtaka oftar en sex sinnum á ári. Greiðslur fyrir slíkan endur-
flutning renna óskertar í styrktarsjóð FÍH og skal greiðsla fara
fram á þriggja mánaða fresti.
6. gr. Þegar hljómlistarmaður er fenginn til að hljóðrita tímamerki, hlé-
merki, stöðvarkall, „effekt“-músík í leikriti eða annað skylt þessu,
skal greiða fyrir hverja byrjaða klst. í æfingum og upptöku tvöfalt
tímakaup félagsins eins og það er hverju sinni. Þar innifalið er ótak-
markað leyfi til flutnings í 3 ár.
7. gr. Óski Ríkisútvarpið að hljómlistarmaðurinn leiki á fleiri en eitt
hljóðfæri við hljóðritun ber að greiða honum 25% álag á kaup.
Greiða skal hljómsveitarstjóra 100% álag á venjulegt kaup, leggi
hann til útsetningar. Annars skal greiða honum 50% álag og gildir
það einnig þegar um fyrirfram æft „prógramm" er að ræða.
8. gr. Ofan á allt það kaup, er um getur í samningi þessum leggst 7% orlof,
nema til ríkisstarfsmanna. 1% í sjúkrasjóð FÍH og 0,25% í orlofs-
heimilasjóð FÍH. Innheimtast tvö síðustu gjöldin eftir á á sex mán-
aða fresti.
9. gr. Á kaup skv. samningi þessum greiðist sama vísitöluuppbót og
greidd er föstum starfsmönnum ríkisins í 18. launaflokki eftir 5
ára starf.
10. gr. Ríkisútvarpið greiðir í lífeyrissjóð meðlima FlH á sama hátt og
greinir í 2. kafla maí-samkomulagsins frá 1969.
11. gr. Kostnað við flutning innan Stór-Reykjavíkur á stórum og fyrir-
ferðarmiklum hljóðfærum, eins og kontrabassa, trommusettum o.
s. frv., til og frá vinnustað greiðir ríkisútvarpið skv. reikningi.
12. gr. Ef upptaka stendur aðeins tvo tíma eða skemur, reiknast ekki
hvíldir. Fari upptaka hins vegar fram úr tveim tímum, eiga hljóm-
listarmenn rétt á 10 mín. hvíld fyrir fyrstu tvo tímana og síðan 5
mín. hvíld fyrir hvern byrjaðan hálftíma, sem á eftir fer.
13. gr. Samningur þessi gildir frá undirskriftardegi til 1. okt. 1971 og fram-
lengist hann um 6 mánuði í senn sé honum ekki sagt upp með 6
mánaða fyrirvara.
Reykjavík, 23. marz 1970.
F. h. Félags ísl. hljómlistarmanna
með fyrirvara um samþykki félagsfundar
Sverrir Garðarsson
F. h. Ríkisútvarpsins.
Andrés Björnsson
Vottar: Guðmundur Jónsson
Þorsteinn Hannesson
Samningur milli Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda og Félags ís-
lenzkra hljómlistarmanna frá 8. júlí 1970.
1. gr. Lágmarkskaup hljómlistarmanna skal vera kr. 264,96 pr. klst. Kaup
hljómsveitarstjóra skal vera 50% hærra en að framan greinir. Einn-
ig skal veitingamaður greiða 1% sjúkratryggingargjald til FÍH og
0,25% í Orlofsheimilasjóð FÍH.
Þá greiði veitingamaður hverjum hljómlistarmanni kr. 350,00 á
mánuði í fatapeninga eða 2i% af vinnulaunum samkvæmt kaup-
taxta.
Orlof verði 8% en 9% hjá þeim sem unnið hafa 2 ár eða lengur (að
hljómlistarstörfum).
Verkfærapeningar eru 4i% af kaupi.
Veitingamenn greiða lausráðnum hljómlistarmönnum 5% á kaup
vegna flutningskostnaðar á hljóðfærum. Lausráðning telst í þessu
sambandi ráðning til eins dags.
Verði almennar grunnkaupshækkanir á samningstímabilinu skal
grunnkaup hljómlistarmanna hækka til samræmis við slíkar hækk-
anir hverju sinni.
Á ofanritað kaup leggst kaupgjaldsvísitala.
Meðlimir SVG greiði í ltfeyrissjóð meðlima FÍH á sama hátt og
greinir í 2. kafla maí-samkomulagsins frá 1969.
2. gr. Kvaðning til vinnu skal aldrei reiknast seinna en kl. 21,00. Kvaðn-
ing á föstudögum, laugardögum og sunnudögum skal þó reiknast
frá kl. 20,00 og einnig á fimmtudögum hjá þeim veitingahúsum,
sem hafa aðeins opið til kl. 23,30. Fyrir kvaðningu greiðast minnst
2 i klst. að kvöldi, en minnst 2 stundir að degi til (fyrir kl. 20,00 eða
21,00). Lágmarkskvaðning á laugardögum skal þó minnst vera 5
stundir.
Framhald á bls. 10
TÓNAMÁL 7