Tónamál - 01.11.1970, Blaðsíða 8
Gunnar
Egils
skrifar
um
sinfóníu-
mál
og segir:
„FULL ÁSTÆÐA
Islendingar hafa löngum verið taldir
stórhuga, — þjóð, sem hikaði ekki við
að ráðast í stórframkvœmdir á ýmsam
sviðum, ef til vill stundum meira af
kappi en forsjá, en kappið hefur sýnt að
íþeim býr sá kraftur, sem er grundvallar-
forsenda framkvœmda, — skortur á
forsjálni hefur leitt suma framtíðar-
drauma út í ógöngur, en ótal mörg
dæmi eru hinsvegar til um að of mikil
varkárni, forsjá og fyrirhyggja kœfi
góðar hugmyndir og gangi frá fóstrinu
dauðu áður en það ncer að sjá dagsins
Ijós.
Tvö stórvirki voru reist í menning-
armálum þjóðarinnar þegar lýðveldi
íslands var tæpra sex ára, stórvirki, sem
eru gott dæmi um mikið kapp en
minni forsjá, en um leið góð sönnun
þess að oft er nauðsynlegt að hafa
meira kapp en forsjá, — þrekvirki, sem
sýna stórhug og hafa orðið þjóðinni til
blessunar, og sem munu reynast hvað
traustust til að verja sálarheill þjóðar-
innar í hinni skarkalaskekktu tilveru
20. aldar með vélagný og vopnaskaki.
í marzmánuði árið 1950 var Sin-
fóníuhljómsveit íslands stofnuð og
mánuði seinna var Þjóðleikhús íslend-
inga opnað. Báðir þessir atburðir áttu
að sjálfsögðu langan aðdraganda og
lögðu margir góðir menn þar hönd á
plóg, eflaust snortnir af vímu hins ný-
fengna lýðveldis. Fáum eru kunnug
nöfn þessara manna, sem óþreytandi
unnu að því að láta þennan draum
rætast, en um þá má gjarnan endurtaka
hin frægu orð sir Winston Churchills:
„Aldrei hafa svo margir staðið í jafn
mikilli þakkarskuld við svo fáa“. Lið-
in eru nú tuttugu ár og því tilefni til
að horfa um öxl og athuga hvernig
þessum nýgræðingi hefur vegnað. Aðr-
ir munu eflaust rýna í frumspor Þjóð-
leikhússins svo ég skil við það hér með
ósk um góða ferð á framtíðar vegi en
sný mér að Sinfóníuhljómsveit íslands.
FYRSTI VÍSIRINN
Á árunum frá 1930 til 1950 hafði
smám saman myndazt vísir að hljóm-
sveit við Ríkisútvarpið. í þá hljómsveit
voru teknir þeir örfáu íslendingar, sem
gátu leikið á hljóðfæri og höfðu að-
stöðu og löngun til að stunda þá iðju,
því varla var hægt að segja að launin
heilluðu. Við hljómsveitina var bætt
þeim ungu mönnum, sem komu heim
frá námi fullir bjartsýnisvona og ásátt-
ir með það sem í boði var, treystandi
á kraftaverkin. Útvarpshljómsveitin
taldi 13 menn þegar kraftaverkið skeði,
1950, en þá var Sinfóníuhljómsveit ís-
lands stofnuð með þeim hætti að 14
mönnum var bætt við gömlu útvarps-
hljómsveitina og laun hækkuð til muna.
Ráðizt var í flutning stórra tónverka
og fengnir voru alvöru snillingar með
fræg nöfn til að leika einleik með
hljómsveitinni. íslendingar voru sem
sagt komnir í þá aðstöðu, að fá að njóta
þeirrar listar, sem aðrar siðmenntaðar
þjóðir höfðu notið í aldir. Hljóm-
sveitin taldi, þegar hér var komið, 27
menn fastráðna, en allt upp í 50 menn
að lausamönnum meðtöldum. Á þeim
tíu árum, sem nú fóru í hönd, eða fram
til ársins 1960 fór tala fastráðinna upp
í 45, var þessi aukning að mestu feng-
in úr röðum lausráðinna en þó varð
að fá menn erlendis frá á meðan ekki
voru til íslendingar til að takast á við
vandann.
Við hverja tónleika varð vegur sveit-
arinnar meiri, hvert verkefni varð sig-
ur sem gaf tilefni til aukinnar bjart-
sýni og stolts yfir frammistöðu ný-
græðingsins. Árið 1961 tók Ríkisút-
varpið að sér rekstur sveitarinnar og
má segja, að þar með hafi komizt fast
form á tónleikahaldið, sem fram til
þess tíma hafði verið óneitanlega dá-
lítið tilviljanakennt. Nú var gefin út
verkefnaskrá í upphafi hvers starfsárs,
tónleikum var fjölgað og verkefnin
urðu stærri í sniðum og erfiðari, en
breytingarnar voru samt ekki allar til
hins betra, því með aukinni starfsemi
hér í höfuðborginni varð æ minna um
ferðir hljómsveitarinnar út á lands-
byggðina og eru slíkar ferðir nú komn-
8 TÓNAMÁL