Tónamál - 01.11.1970, Blaðsíða 12
HLJÓÐFÆRALEIKARAR VELJA
BRI DGESTO N E
Tek að mér stillingar og viðgerðir á píanóum - fljót og góð vinna. LEIFUR H. MAGNÚSSON Njálsgötu 82 Sími 25583 Látið yfirfara hljóðfæri yðar a. m. k. árlega, því þannig endist hljóðfærið betur og verður yður ódýrara í rekstri.
NÝIR
SAMNINGAR
Framhald af bls. 10
YFIRLÝSING
Að gefnu tilefni lýsir Samband veitinga- og giJtihúsaeigenda og Félag
íslenzkra hljómlistarmanna því hér með yfir, að ekki ber að líta á hljóm-
sveitarstjóra sem sjálfstæðan atvinnurekanda eða verktaka enda er hann
eingöngu verkstjóri hljómlistarmanna á vinnustað. Hljómlistarstjóra ber
að leggja fram sundurliðaðan reikning með fullnægjandi upplýsingum m. a.
með nöfnum hljómlistarmanna, heimilisföngum, fæðingardögum og nafn-
númerum.
Reykjavík, 8. júlí 1970.
F. h. Félags íslenzkra hljómlistarmanna.
Sverrir Garðarsson
F. h. Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda.
Konráð Guðmundsson
Samningur milli Félags ísienzkra hljómlistarmanna og ráðningarstjóra sjó-
hersins, bandarísku herstöðvarinnar, Keflavík, gerður fyrir hönd íslenzka
varnarliðsins:
1. Tilgangur þessa samkomulags er að kveða nánar á um kaup og kjör til
handa íslenzkum hljómlistarmönnum, sem koma fram á skemmtistöð-
um hersins á íslandi.
2. Félag íslenzkra hljómlistarmanna tekur á sig þá ábyrgð að sjá ráðning-
arstofu hersins fyrir öllum tónlistarflutningi, er hún kann að óska eftir.
Svo skuldbindur FÍH sig til að reyna að útvega allar þær hljómsveitir,
sem herinn óskar eftir gegn þeirri greiðslu, sem nánar er tiltekið um
síðar í samningi þessum.
3. Ráðningarstjóri hersins skal starfa sem fulltrúi FlH hjá skemmtistöð-
um hersins og skuldbindur sig til að gæta réttar félagsmanna á þeim
slóðum, um leið og allar ráðningar gerist í samráði við skrifstofuFÍH.
4. Samningur þessi er byggður á samningum milli SVG og FÍH, er gerður
var 6. júní 1969, ásamt hugsanlegum breytingum. Ákvæðin um hljóð-
færaafnot og fyrningar eru tekin úr samningum milli FÍH og Þjóðleik-
hússins. Þetta er að sjálfsögðu gert á þennan hátt með tilliti til fjarlægð-
arinnar milli Reykjavíkur og hersvæðisins, og annars mismunar á því
að koma fram í Reykjavík eða á Suðurnesjum.
5. Eins og kemur fram í samningum við SVG er lágmarksgrunnkaup
hljómlistarmanna kr. 173,90 á klst., að viðbættri vísitölu. Þar af leiðir,
að kaupbætur eru reiknaðar þessu til viðbótar auk vísitölu að viðbættu
eftirfarandi: Fatapeningar 2%, orlof 9%, verkfæragjald 8% Hækkanir
eða lækkanir á gjaldskrá þessari eru komnar undir því að breytingar
geti orðið á samningum milli SVG og FÍH.
Aukagreiðslur hljómlistarmanna skulu vera:
a. Fyrir vinnu á laugardegi skal kaupið á tímann vera 20% hærra.
b. Öll vinna sem fram fer á lögboðnum íslenzkum frídögum skal greidd
með 25% álagi, en þeir dagar eru: Nýjársdagur, skírdagur, föstu-
dagurinn langi, páskadagur, annar páskadagur, sumardagur fyrsti,
uppstigningardagur, fyrsti maí, hvítasunnudagur, annar x hvítasunnu,
jóladagur og annar jóladagur.
c. fyrir alla vinnu á eftirfarandi frídögum (íslenzkum) og eftir kl. 1,
e eftir miðnætti alla daga skal greiða 100% álag á tímakaupið: 17.
júní, aðfangadag og gamlársdag.
7. Hljómlistarmanni skulu greiddar fjórar stundir, lágmark, sé hann
kallaður til vinnu. Skal sú vinna vera innt af hendi fyrir kl. 1 eftir mið-
nætti. Ferðapeningar eru ekki taldir með í lágmarkskvaðningu.
8. Hljómlistarmaður á rétt á greiðslu fyrir þann tima, sem hann eyðir í
ferðir til og frá vinnustað, og fyrir þann tíma, sem það tekur hann að
koma sér fyrir áður en leikur hefst og að taka saman, að leik loknum.
Fer þessi greiðsla fram sem hér segir:
a. Hljómlistarmaður frá Reykjavíkursvæðinu fær aukalega greiddar
tvær stundir á kvöldi.
b. Hljómlistarmaður frá Keflavík fær aukalega greidda eina stund.
9. FÍH skuldbindur sig til þess að ráða fulltryggðar bifreiðir ásamt meira-
prófsbílstjóra til að annast flutninga á hljómlistarmönnum, og skal
kostnaður greiddur með krónum 3000,00 fyrir hvern hóp, sem saman-
stendur af þrem eða fleiri. Ef verðlag breytist hjá sérleyfishöfum póst-
þjónustunnar, á að endurskoða þessa upphæð.
10. Hverjum hljómlistarmanni og bifreiðarstjóra skal séð fyrir léttri mál-
tíð þeim að kostnaðarlausu.
11. Hvíldartími hljómsveitar skal nema 15 minútum hverja klukkustund.
12. FÍH skal útbúa reikninga fyrir hvert vinnukvöld hverrar hljómsveitar,
sem sýnir nafn, heimilisfang, fæðingardag, nafnnúmer og þóknunar-
upphæð hvers og eins hljómlistarmanns. Mun síðan FÍH verða greitt
samkvæmt þessum reikningum.
FÍH skal greitt á hverja reikningsupphæð hvers reiknings er félagið
útbýr á hendur Varnarliðinu:
a. Umboðslaun 5% af heildarupphæð.
b. Til Styrktar- og sjúkrasjóðs FÍH 3f%. Skal FÍH annast og bera
ábyrgð á sjóði þessum, eins og kveður á um í iið 8 í samningnum við
SVG.
c. Til Orlofsheimilasjóðs, 0,25%.
d. Til Lífeyrissjóðs skal greitt samkvæmt samningum Alþýðusam-
bands íslands og Vinnuveitendasambands íslands frá 19. maí 1969.
e. Krónur 75,00 skulu greiddar fyrir hljóðfæratryggingu, að hverri
vinnulotu lokinni. Skal FlH hlýta sömu ábyrgð og í lið 9 í SVG
samningnum.
13. Samningur þessi gildir frá 1. maí 1970 til 30. apríl 1971. Má segja honum
upp á hvaða tíma sem er eftir 30. apríl 1971, af hvorum aðila sem er,
þó með 30 daga fyrirvara.
14. Samningur þessi þarf til að öðlast gildi, samþykki Vinnumiðlunar-
stjórnar og Varnarliðsins og fundar í Félagi íslenzkra hljómlistarmanna.
12
TÓNAMÁL