Tónamál - 01.11.1970, Síða 10

Tónamál - 01.11.1970, Síða 10
IN MEMORIAM NÝIR SAMNINGAR Framhald af bls. 7 3. gr. A eftirtöldum dögum greiðist öll vinna með 25% álagi: Nýjársdag, skírdag, páskadag, 2. í páskum, sumardaginn fyrsta, uppstigningar- dag, 1. maí, hvítasunnudag, 2. í hvítasunnu, jóladag og 2. i jólum. 4. gr. Á gamlárskvöld og 17. júní reiknast öll vinna 100% hærri en al- mennt tímakaup svo og öll vinna eftir kl. 01,00 á miðnætti hvern dag. 5. gr. Fyrir endurvarp á tónlist frá samkomustað til notkunar utan húss, þar sem dansað er, greiðist 25% aukagjald. 6. gr. Hljómsveitum starfandi hjá meðlimum SVG ber að skila, án auka- greiðslu, eðlilegum æfingum vegna starfs síns. Fyrir aukaæfíngar ber að greiða samkv. æfingataxta FÍH, sem er 70% af tímakaupi til kl. 21,00, en fullt kaup eftir það. Aukaæfingar teljast það, þegar sérstaklega er æft fyrir leiksýningar, kabaretta og annað þess háttar, sem ekki fellur undir hinn venjulega rekstur. 7. gr. Meðlimir SVG skuldbinda sig til að nota eingöngu fullgrlda með- limi FÍH við hljóðfæraleik. Jafnframt skuldbindur FÍH sig til að sjá um, að meðlimir SVG sitji fyrir allri tónlist félagsmanna FÍH. Meðlimir SVG annast innheimtu félagsgjalda FÍH, ef þess kann að verða óskað. 8. gr. Hljóðfæraleikurum ber að rækja starf sitt af alúð og samvizku- semi í hvívetna. Veikindaforföll ber að sanna með læknisvottorði. Vanræktar vinnustundir er heimilt að draga frá kaupi hljóðfæra- leikara og með 50% álagi, ef um ítrekuð brot er að ræða. Fyrir hverjar 80 unnar stundir skal hljómlistarmaður fá greiddan einn veikindadag, enda hafi hann unnið þennan tíma hjá sama vinnuveitanda. I þessu sambandi telzt einn veikindadagur 5 klst. á einföldu kaupi. Hljómlistarmanni ber að tilkynna veitingamanni forföll eins fljótt og verða má. 9. gr. Veitingamenn skuldbinda sig til að greiða skemmdir skv. almenn- um skaðabótareglum, sem verða á hljóðfærum meðlima FÍH í húsa- kynnum meðlima SVG, og gildir þetta einnig um tjón, sem þriðji aðili veldur. Hljómlistarmaður skal tilkynna viðkomandi veitinga- manni tjónið strax og við verður komið. 10. gr. Nú hafa hljómlistarmenn frekari hlunnindi en samningur þessi ákveður og skulu þá þau fríðindi haldast. 11. gr. Samningur þessi gildir til 15. maí 1972 og er uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. Verði honum þá ekki sagt upp framlengist hann um 6 mán. í senn með sama uppsagnarfresti. Helztu breytingar frá eldri samningi eru: 1. Lágmarkskaup hljómlistarmanna skal hækka um 17% miðað við kaup pr. 1. júní 1960. Á ofanritað kaup leggst kaupgjaldsvísitala. 2. Veitingamaður greiði hverjum hljómlistarmanni kr. 350,00 á mánuði í fatapeninga eða 2i% af vinnulaunum samkvæmt kauptaxta. 3. Verkfærapeningar skulu vera 41% af kaupi. 4. Veitingamenn greiða lausráðnum hljómlistarmönnum 5% á kaup vegna flutningskostnaðar á hljóðfærum. Lausráðning telzt í þessu sambandi ráðning til eins dags. 5. Kvaðning til vinnu að degi til skal vera minnst 2 klst. að öðru leyti skal 2. gr. fyrri samnings halda sér. 6. Æfíngataxti FÍH skal vera 70% af tímakaupi til kl. 21.00. 7. Fyrir hverjar 80 unnar klst. skal hljómlistarmaður fá greiddan einn veikindadag. Að öðru leyti skal 8. gr. fyrri samningshalda sér. 8. Ný grein nr. 10 svohljóðandi bætist við: „Nú hafa hljómlistarmenn frekari hlunnindi en samningur þessi ákveður og skulu þá þau fríðindi haldast“. 9. Samningur þessi gildir til 15. maí 1972 og er uppsegjanlegur með eins mánaðar fyrirvara. Verði honum þá ekki sagt upp, framlengist hann um 6 mánuði í senn með sama uppsagnarfresti. Reykjavík, 8. júlí 1970. F. h. Félags ísl. hljómlistarmanna, með fyrirvara um samþykki félagsfundar. Sverrir Garðarsson F. h. Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, með fyrirvara um samþykki félagsfundar. Konráð Guðmundsson Framhald á bls. 12 JAN M0RAVÉK Þann 22. maí sl. lézt hér í Reykjavík Jan Moravék hljómlistarmaður. Hann var fædd- ur í Vínarborg, af tékknesku foreldri. Hann hóf snemma tónlistarnám og mun faðir hans, Jan Moravék, hafa verið hans fyrsti kennari, en hann var meðal annars bæði söngstjóri og hljóðfæraleikari. Jan Moravék var fjölhæfur hljómlistar- maður, lék m. a. á cello, píanó, klarinett, fiðlu, fagott og harmoniku, auk þess að vera snjall útsetjari og söngstjóri. Árið 1948 bættist hann í hóp þeirra hljóm- listarmanna, erlendra, er flutt hafa búferl- um frá meginlandi Evrópu, síðustu áratug- ina, til íslands til ómetanlegs gagns fyrir tónlistarlíf í landinu. íslenzk tónlistarsaga verður ekki skrifuð nema þeirra sé þar að góðu getið. Jan Moravék réðst til Sinfóníuhljómsveitar íslands við stofnun hennar og starfaði þar til dauðadags. Naut hljómsveitin fjölhæfni hans í ríkum mæli og þá sérstaklega fyrstu árin. Stórt skarð er höggvið í raðir okkar hljóm- listarmanna, en eftir lifir minningin um hjálpsaman og glaðværan félaga. Meðlimir Félags íslenzkra hljómlistar- manna senda eiginkonu hans og börnum innilegustu samúðarkveðjur. Sverrir Garðarsson. BJÖRN JÓNSS0N Hinn 26. júlí sl. lézt að heimili sínu Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Tónlistarfélags- ins. Með Birni er genginn einn þeirra manna, sem með þrautseigju og elju hafa unnið ís- lenzkum tónlistarmálum ómetanlegt gagn. Björn fékk snemma áhuga á tónlist og var fyrsti íslendingurinn sem stundaði klarinett- nám erlendis. Eftir að hann kom heim átti hann sinn drjúga þátt í stofnun Tónlistar- félagsins og Tónlistarskólans í Reykjavík. Hann var virkur félagi í Lúðrasveit Reykja- víkur og lék í Hljómsveit Reykjavíkur, sem var fyrsti vísir að núverandi Sinfóníuhljóm- sveit íslands og var um skeið framkvæmda- stjóri beggja síðasttöldu hljómsveitanna. Öll störf hans í þágu tónlistarmála þjóðarinnar voru unnin í hjáverkum samhliða aðalstarfi hans, sem var verzlunarrekstur. Seinasta ára- tuginn helgaði hann sig hugðarefnum sínum óskiptur sem framkvæmdastjóri Tónlistar- félagsins í Reykjavík. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hvar tónlistarmál þjóðarinnar væru stödd í dag ef manna eins og Björns hefði ekki notið við. Við kveðjum hann með þökk fyrir hans óeigingjarna brautryðjendastarf. G. E. 10 TÓNAMÁL

x

Tónamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.