Tónamál - 01.11.1970, Blaðsíða 9
þröngum fjárhagsramma, sem henni
er ætlaður til að gegna hlutverki sínu.
FYRIR FÓLKIÐ
Fengi hljómsveitin hinsvegar nægi-
legt fé til að ferðast um landið og leika
fyrir fólkið, mundi afstaða almennings
til hennar gjörbreytast, því án kynna
af lifandi tónlistarflutningi getur ekki
vaknað áhugi hjá fólki fyrir tónlist.
Langar mig í því sambandi til að vitna
í svar Bernhards Shaw, þegar hann
var spurður hvaða munur væri á því
að hlusta á tónverk flutt af hljómplötu
eða í tónleikasal flutt af sinfóníu-
hljómsveit. Svar hans var á þá leið, að
munurinn væri sá sami og að tala við
unnustu sína í síma, eða faðma hana
að sér. Fengi hljómsveitin að stækka,
gæti hún ráðizt í flutning stærri verka
og aukið fjölbreytni í verkefnavali,
farið inn á fleiri svið tónlistarinnar.
Fengi hljómsveitin raunverulegan tón-
leikasal til starfsemi sinnar kæmist
fólk að raun um, að það, sem það
hefur hingað til álitið hljóm sveitar-
innar, er bara daufur ómur af því sem
hún hefur til að bera. Að flytja tónlist
í slæmum sal er jafn fráleitt og að
halda málverkasýningu í kartöflukjall-
ara.
Á BREIÐARI BRAUT
Þrátt fyrir þetta heldur dapra yfírlit
mitt á starfi og tilveru S. í. á tuttugu
ára æviferli hennar, trúi ég á það, að
kapp það, sem einkenndi baráttuhug
frumherjanna lifi enn í brjóstum manna,
sem eru þess megnugir að leiða hljóm-
sveitina inn á breiðari og greiðfærari
veg en hún hefur hingað til þurft að
skrönglast eftir. í þau tuttugu ár, sem
hún hefur lifað, hefur það atvikazt svo,
að ég hef haft töluvert af hljómsveit-
inni að segja, bæði sem starfsmaður
hennar og sem fulltrúi hljómsveitar-
fólks í viðræðum við forráðamenn.
Kynni mín á afstöðu megandi manna
til hljómsveitarinnar gefa mér fullt
tilefni til bjartsýni og held ég að ég
halli ekki á neinn, þó ég eigni núverandi
menntamálaraðherra, Gylfa Þ. Gísla-
syni öðrum mönnum fremur heiður-
inn af því að hljómsveitin skuli vera til
í dag. Á útmánuðum ársins 1969 skip-
aði ráðherra nefnd til að kanna starfs-
grundvöll og fjármál hljómsveitarinnar,
með framtíðarskipulag í huga. Sú
nefndarskipan svo og frammistaða
hljómsveitarinnar á Listahátíð í júní
sl. mun, ef að líkum lætur, vera sú
lyftistöng, sem beðið hefur verið eftir.
Gunnar Egilson.
ar vel niður fyrir lágmarkið. Enn fleiri
óheillastefnur í rekstri sveitarinnar fóru
að koma í ljós; hljómsveitin hætti að
stækka, skólatónleikum fór fækkandi
og eru reyndar líka komnir vel niður
fyrir lágmarkið, hljómsveitin fer að
missa góða menn úr landi vegna bágra
launakjara en samhliða þessu aukast
kröfur þær sem gerðar eru til hljóm-
sveitarmanna til mikilla muna.
Það verður að segja hljómsveitar-
fólki til lofs, að það hefur mætt þessu
erfiða tímabili með frábærri elju og
dugnaði, treystandi á það að með
þrautseigjunni hljóti að koma að því
að forráðamenn sjái að betur verði að
hlúa að þessari starfsemi. Ekki má
skilja orð mín svo, að ég telji þessa
óheillaþróun vera sök Ríkisútvarps-
ins, öðru nær. Rekstur útvarpsins á
hljómsveitinni hefur verið til mikils
sóma og vil ég fullyrða að hljómsveitin
væri ekki stödd þar sem hún er í dag,
þrátt fyrir allt, ef útvarpið hefði ekki
staðið að henni. Oft hefur gengið á
ýmsu með rekstur sveitarinnar og til-
veran staðið tæpt, bæði vegna óánægju
hljómsveitarfólks með kjör sín og á-
hugaleysis og skilningsleysis utanað-
komandi aðilja á hlutverki hennar.
Ósjaldan hafa heyrzt ókvæðisorð í
hennar garð, talað um óþarfa bruðl á
almannafé með því að vera að reka
svona hljómsveit, nær væri að verja
þeim peningum, sem í hljómsveitina
fara í eitthvað gagnlegra. í sjálfu sér
eru þessar óánægjuraddir skiljanlegar,
— hljómsveitin er ung og hefur ekki
náð til nema mjög takmarkaðs hluta
þjóðarinnar, en það stafar af allt of
TIL BJARTSÝNI"
TÓNAMÁL 9