Tónamál - 01.11.1970, Blaðsíða 15
OG SVO
VAR EITT SINN
BYRJUNIN
Framhald á bls. 5
Þórhallur, öllum hljóðfæraleikurum í
Reykjavík, þeim sem að einhverju eða
öllu leyti höfðu „hljóðfæraslátt“ að
atvinnu svohljóðandi bréf:
„Við undirritaðir teljum að nauðsyn-
legt væri, af ýmsum ástæðum, að stofnað
væri til félagsskapar fyrir íslenzka hljóð-
færaleikara, þ. e. a. s. þá, sem hafa
músik að einhverju eða öllu leyti að
atvinnu.
Viljum við því biðja yður, sem við
vonum að hafi áhuga fyrir þessu máli,
að mæta á fundi á Hótel Borg, herbergi
nr. 103, sunnudaginn 14. febrúar kl. 5
síðdegis til að athuga og undirbúa
stofnun þessa félagsskapar.
Virðingarfyllst,
Bjarni Böðvarsson
Þórhallur Árnason“.
Síðan segir fundargerðarbókin:
„Fundur þessi var síðan haldinn á
tilsettum tíma og mættu á honum 16
hljóðfæraleikarar. Voru menn sammála
um að nauðsyn væri á slíkum félags-
skap, sem í fundarboðinu getur um og
var eftir nokkrar umræður, kosin nefnd
til að undirbúa stofnun slíks félags og
skyldi hún semja frumvarp að lögum
fyrir félagið og boða til stofnfundar að
loknum störfum.
FRÁ GRJÓTAÞORPI
TIL GREAT BRITAIN
Framhald af bls. 5
lýkur prófi með láði. Á þessu prófi, sem er
lokapróf, tók hann hæsta heyrnarpróf, sem
tekið hefur verið við skólann enn þann dag
í dag, og fær diplómuna L. G. S. M.
Þess má og geta, að hann fékk ókeypis
skólavist við skólann tvo síðustu árin.
Þegar hér er komið losnar staða við
Sadlers Wells óperuhúsið í London, og sækir
hann þar um stöðuna ásamt 14 öðrum, og
fær hana.
í GRYFJUNNI
Viðar dvelur nú við Óperuna í fjögur og
hálft ár og leikur í samtals sjötíu og tveimur
óperum. Þetta þótti honum góður en dálítið
leiðigjarn skóli, þar sem ekki er alltaf gam-
an að kúldrast í hljómsveitargryfjum.
Þar bar það til eitt sinn, að óperuflutningi
var frestað vegna þoku. — Ja, svona er Lon-
í nefndina voru kosnir: Bjarni Böð-
varsson, Þórhallur Árnason og Páll
ísólfsson.
STOFNFUNDUR
Átti Páll ísólfsson lítinn þátt í nefnd-
arstörfunum, en hinir tveir nefndar-
mennirnir, Bjarni og Þórhallur boðuðu
til stofnfundar, sem haldinn var sunnu-
daginn 28. febrúar 1932 í Kirkjutorgi
4. Mættu á fundi þessum 14. hljóð-
færaleikarar og fara nöfn þeirra hér á
eftir:
Bjarni Böðvarsson, Þórhallur Árna-
son, G. Takacs, Theódór Árnason,
Guðlaugur Magnússon, Lárus Ást-
VISSIR ÞÚ . . .
að 60 menn af Bach-fjölskyldunni í sjö ætt-
liði voru tónlistarmenn ?
að Beethoven var mjög sleipur fiðluleikari ?
að Brahms var piparsveinn alla ævi ?
að Chopin leitaði hvíldar og hressingar á
Majorca meira en 100 árum áður en ferða-
skrifstofan Sunna var stofnuð ?
að Handel þurfti að fá ritara til að setja
síðustu verk sín á pappír, þar eð hann varð
blindur á efstu árum ?
að Hayden var kallaður faðir Sinfóníunnar?
að Liszt var tengdapabbi Wagners?
að margar beztu hugmyndir sínar til tón-
smíða fékk Mozart við billiardborðið ?
að við útför Beethovens hélt Schubert á
kyndli við viðhafnarbörumar, en var svo ári
síðar jarðaður við hlið hans ?
don, hugsa eflaust sumir. — En þessi þoka
var nú þannig, að leikendurnir sáu ekki
nema fyrstu bekkjarröð áhorfenda, en hljóm-
sveitarmennirnir sáu ekki stjórnandann.
Eftir veru sína hjá Óperunni fer Viðar að
vinna meira sjálfstætt. Skömmu síðar er
hann ráðinn í B. B. C. útvarpshljómsveitina,
en sú hljómsveitarheild samanstendur af
stórri sinfóníuhljómsveit og stórri jazz-
hljómsveit, og er þar eingöngu um stúdíó-
vinnu að ræða. Þar er upptakan þannig, að
hljómlistarmennirnir og hljómsveitarstjórinn
fá þrjár klukkustundir til að líta yfir verk-
efnið og spila það inn, þó er af þessum
þremur tímum teknar 30 mínútur í pásu,
eins og vera ber.
Þarna er Viðar núna, nema hvað hann tók
sér frí til að skjótast til íslands með litlu
dóttur sína, þriggja ára, og dvöldu þau hjá
ömmu, Theódóru, í nokkra daga. — Þegar
Viðar leit inn á skrifstofu F. í. H. á dögun-
um, þá var nú lítið hægt að veiða upp úr
honum, enda um ósköp venjulegt og fábrot-
ið líf að ræða. Þó fengum við að vita það,
að hann leikur oft í íhlaupum með The New
björnsson, Bjarni Þórðarson, Aage R.
Lorange, Eggert Gilfer, Eiríkur Magn-
ússon, Sigurður H. Briem, Fritz Weis-
chappel, Eggert Jóhannesson, Stefán
Guðnason. — Fundarstjóri var kosinn
Bjarni Böðvarsson en fundarritari
Theódór Árnason.
FRUMVARP TIL LAGA
Las fundarstjóri upþ frumvarp það
til laga fyrir félagið, sem undirbúnings-
nefndin hafði samið. Voru síðan born-
ar upp einstakar greinar þess og frum-
varpið í heild sinni samþykkt í einu
hljóði, að gerðum nokkrum smávægi-
legum breytingum og gildir því sem
lög fyrir félagið, frá þessum degi að
telja.
Var því næst gengið til stjórnarkosn-
inga og voru þessir menn kosnir:
Bjarni Böðvarsson, formaður, Theó-
dór Árnason, ritari, Guðlaugur Magn-
ússon, gjaldkeri. En varamenn í stjórn
voru kosnir: Þórhallur Árnason og
Lárus Ástbjörnsson.
Var þá næst kosin prófnefnd sam-
kvæmt félagslögunum og hlutu kosn-
ingu í einu hljóði: G. Takacs, Þórhall-
ur Árnason og Theódór Árnason. End-
urskoðendur reikninga félagsins voru
kjörnir: Eiríkur Magnússon og Sig-
urður H. Briem. í fundarlok bar Bjarni
Böðvarsson fram tillögu þá sem áður
er getið. Fleira var ekki tekið fyrir á
fundinum og var því fundi slitið“.
Félag íslenzkra hljómlistarmanna
var orðið að veruleika!
S. G.
Philharmonic Orchestra, sem er talin ein sú
bezta sinnar tegundar í heiminum.
PLÖTUR OG KVIKMYNDIR
Þegar Viðar var spurður um framlag hans
til léttari tónlistar, þá sagðist hann oft leika
inn á plötur með jazzleikurum, eins og
Tubby Hayes, tenórsaxista og fleirum. En
mest leikur hann þó inn á segulbönd fyrir
brezkar og bandarískar kvikmyndir, svo að
því leyti er hann við sama heygarðshornið.
Um framtíðina er allt óráðið, en hann
segist koma heim, fyrr eða síðar, og þá langi
hann til að setja upp skóla og miðla öðrum
af reynzlu sinni og þekkingu. Þegar það
verður, verða án efa margir til að notfæra
sér þá möguleika, og feta síðan í fótspor
meistara síns og geta sér orðs, bæði heima
og heiman, eins og Viðar hefur gert í ríkari
mæli en flestir landar hans á þessu sviði.
Kveðjum við hljóðfæraleikarar hann og
dóttur hans með beztu óskum um góða burt-
veru og heimkomu áður en langt um líður.
Krummi.
TÓNAMÁL 15