Tónamál - 01.11.1970, Blaðsíða 11

Tónamál - 01.11.1970, Blaðsíða 11
náttúra Árið 1969 má með sanni nefna ,,Pop- árið mikla". Það er enginn vafi á því, að þau umbrot, sem hristu upp í popinu þetta annálaða sumar hafa verið mjög hagstœð fyrir íslenzka pop-menningu. „Ég hef heyrt að þeir ætli að kalla hana Náttúru", sagði Karl Sighvats- son við mig er ég hafði lokið við að skrifa niður frásögn hans á ferli Flow- ers, sem um þær mundir var að líða undir lok. Náttúra, hvað var það? Ef ætti að feðra króann dæmist hann víst á Jónas R. Jónsson, því þarna var loks full- sköpuð sú hugmynd, sem hann hafði lengi velt fyrir sér eftir að hann neydd- ist til að yfirgefa Flowers. Náttúra, frumlegt? Já, vissulega telst það sérstætt hljómsveitarnafn. „Þetta datt út úr Bjögga á æfingu“, sagði Jónas. Bjöggi er gítarleikarinn, sem týnist í eigin hári þegar honum tekst hvað bezt upp. Björgvin Gíslason, eins og hann er skráður hjá manntalinu, er vissulega einn okkar fingrafímustu gít- arleikara og svo býr hann líka yfir tónskáldahæfileikum, sem ekki hafa blómstrað að neinu marki ennþá. „Við stefnum að því að flytja músík, sem við höfum ánægju af að túlka, og við vitum að fellur einnig í smekk fólksins". Svo mæltist trumbuslagara Náttúru, Rafni Haraldssyni, er ég spjallaði við þá félaga er dró að því að því að Náttúra skyldi koma fram í uðin og sögðu margir hverjir að nú væri „grúppan“ búin að vera, mönn- um var vart láandi slíkur þankagangur, því fyrir utan það að vera góður söngv- ari, var Jónas sterkasti persónuleikinn í hljómsveitinni, hörku duglegur og á- huginn ódrepandi. En grýlu spárnar hafa svo sannar- lega ekki þrifizt vel, því einmitt um þessar mundir hefur Náttúra aldrei verið betri. Pétur Kristjánsson var ekki öfunds- verður að taka við af Jónasi, en um oVi Framhald á bls. 13 fyrsta sinn, en það var í júlímánuði ‘69. Síðan hefur Náttúra eflzt jafnt og þétt, um leið og hún hefur farið eðlilegum hraða upp vinsældastigann, en í lok maí hrikti heldur óþægilega í máttar- stoðum hljómsveitarinnar, er Jónas til- kynnti að hann hefði ákveðið að yfir- gefa hljómsveita-„bransann“. „ÞRUMU LOSTNIR“ „Við urðum þrumu lostnir“, sagði Rabbi við mig er málið var gert lýðn- um ljóst. Náttúrufylgjendur hristu höf- Sp. Já, halló, er þetta hjá Baldri Geirmundssyni ? Sv. Já, en hann er ekki heima, hann er niður í stöð. Sp. Nú, er það. Er hægt að ná í hann þar? Sv. Já, já, hringdu bara í 3251. Sp. Jæja, þakka þér fyrir, blessuð. Sv. Það var ekkert, blessaður. Sp. Já, halló. Sv. Mjólkurstöðin. Sp. Er hægt að ná tali af Baldri Geirmundssyni ? Sv. Ætli það ekki. (1 fjarska: Bald- ur! Baldur....) Sp. Er þetta Baldur. Þetta er hjá Tónamálum, blaði F. 1. H. Sv. Nú, komdu sæll. Sp. Hverjir skipa hljómsveitina hjá þér núna ? Sv. Auk mín eru það Karl Geir- mundsson, gítar . . . Sp. Er það bróðir þinn ? Sv. Já, og svo kemur Halldór Hauksson á bassagítar og syng- ur, síðan kemur Samúel Einars- íngibtjörg „KRUMMI" SLÆR Á ÞRÁÐINN VESTUR Á FIRÐI son á trommur, svo Baldur Ól- afsson, sem er lika með gítar. Sp. Hvað spilar þú á, og hvað með Ingibjörgu ? Sv. Að sjálfsögðu syngur Ingibjörg Guðmundsdóttir með okkur, en ég spila á sax og orgel. Sp. Hvaða músík spilið þið nú helzt ? Sv. Tja, það er nú mest pop fyrir krakkana, svo spilum við líka soldið blandaða dansmúsík. Sp. Spilið þið oft? Sv. Svona einu sinni, tvisvar í viku. Sp. Hver er afstaða ykkar til F. í. H.? Sv. Ja, þið eruð nú svo langt í burtu. Sp. Eftir hvaða taxta spilið þið ? Sv. Við förum svona eftir því, hvern- ig aðsóknin er hverju sinni. Ann- ars höfum við tekið þrjú þúsund á mann úti á landsbyggðinni. Sp. Hvað er að frétta um plötur frá ykkur ? Sv. Við spiluðum inn á eina i vor með lögunum: Þín innsta þrá og Mín æskuást, en það kemur önnur í haust. Sp. Hvað er á henni og hver gefur hana út? Sv. Hún er gefin út af S.G.-hljóm- plötum, en um lögin er það að segja, að annað er franskt, en hitt er heimatilbúið. Sp. Hvenær komið þið til með að spila hér fyrir sunnan ? Sv. Við verðum þarna í september og spilum þá í Stapa 11., en annað hvort að Hvoli eða Ara- tungu þann 12. Sp. (Hugsar: Nú já, það á ekki að láta hneppa sig í félagið). Spyr: Þú sendir mér máske mynd ? Sv. Já, já, alveg sjálfsagt. Sp. Veiztu addressuna okkar? Sv. Nei. Sp. Hún er Laufásvegur 40.... En veiztu hver kauptaxtinn er nú? Sv. Nei. Sp. Hann er 307 krónur 35 aurar á timann, svo þakka ég þér rabb- ið og labbaðu nú við hjá okkur og fáðu blaðið. Sv. Já, þakka þér fyrir og vertu sæll. Sp. Sæll sömuleiðis. Tólið. (Krummi) TÓNAMÁL 11

x

Tónamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.