Tónamál - 01.11.1970, Blaðsíða 13

Tónamál - 01.11.1970, Blaðsíða 13
III lllllll'l III ]l||l|M|!l|llllll!l|ll| IIIIII i:|lll!l| III lllllllllllllllllllllllllllllllll III lllllllllllllllllllll |||l!|l!| i!| II Höfum einkaumboð á íslandi fyrir eftirtaldar heimsfrægar hljóðfæraverksmiðjur: BOOSEY & HAWKES Ltd, London BESSON & Co, London C. BECHSTEIN, pianofortefabrik FRAMUS-Werke, Þýzkaland HORNUNG & MÖLLER, Danmörk SELMER, Paris Útvegum á verksmiðjuverði allar tegundir hljóðfæra. H$n Hljóðíæraverzlun Sigríðar Helgadóttur Aðalstræti 6, Vesturver, Reykjavík. Sími 11315. llllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllflllllllllllllllllllllllillllHIIIIIIIIIII AÐVÖRUN Af marggefnu tilefni er félagsmönnum bent á að taka ekki að sér afbrigðilega vinnu, nema að undangengnum samningum við raunveru- lega atvinnurekendur, en ekki viðkomandi hljómsveitarstjóra. VINNA Á SKEMMTIFERÐASKIPI Næsta sumar vantar hljóðfæraleikara á skemmtiferðaskip frá því í júní til loka ágúst eða september. Þeir sem til greina koma eru: Trompetleikari (með aukahljóðfæri) Fiðluleikari (með aukahljóðfæri) Píanóleikari (með harmoniku) Píanóleikari (klassiskur og danstónlistar) Bassaleikari Gítarleikari Trommuleikari Þar að auki vantar mann, sem spilað getur á mörg hljóðfæri, t. d. píanó, gítar og bassa. Lágmarkskaup eru 1500,00 krónur á dag, að frádregnum 15% í skatt. Vinnutími er 3-4 tímar daglega, nema í höfnum, þá frí. Frítt uppihald. Viðkomustaðir verða Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland, Rússland, Þýzkaland, Flolland, Irland og Bandaríkin (þrisvar). Þar að auki Canada og Bermuda. Þeir sem hug hafa á stöðum þessum, eru beðnir um að senda upplýsingar ásamt fæð- ingardegi og -ári til skrifstofu félagsins merkt „SKEMMTIFERÐASKIP“, fyrir 25. okt. 1970. NÝIR FÉLAGSMENN Hér er listi yfir nýja félagsmenn í F. í. H. Sumir sem hér eru taldir hafa verið í félaginu áður en gengið inn að nýju: Baldvin Júlíus- son, Haukur Sveinbjarnarson, Sigmundur Lúðvíksson, Hrólfur Gunnarsson, Kolbeinn Ingólfsson, Sigmundur Júlíusson, Ólafur Þórarinsson, Ingvi Steinn Sigtryggsson, Vig- dís Kristín Pálsdóttir, Sigurður T. Magnús- son, Bjarni Sigurðsson, Auðunn Valdimars- son, Ómar Bergmann, Unnur Ingólfsdóttir, Þórir Þórisson, Rúnar Guðjónsson, Pétur Kristjánsson, Keflavík, Hreiðar Sigurjóns- son, Þorvaldur Björnsson, Erlingur Garðars- son, Tómas Tómasson, Pétur H. Pétursson, Pétur Gunnarsson, Pétur Pétursson, Hlöð- ver Smári Haraldsson, Sigrún Sigmarsdóttir, Ásgeir Valdimarsson, Sveinn B. Ingason, Berta Biering, Helgi Hjálmarsson, Sigurður Halldórsson, Öm A. Blandon, Edda Sigurð- ardóttir, Kristján Erlendsson, Kristján Ingv- arsson, Þorsteinn Guðmundsson, Kristinn Alexandersson. NÁTTÚRA Framhald af bls. 11 leið hefur það vafalaust kitlað metn- aðinn hjá honum, og víst er um það, að Pétur hefur tekið stórstígum fram- förum síðan hann lagði bassann til hliðar. Sigurður Rúnar Jónsson er einnig Náttúru nýliði, þar hefur athyglisverð- ur ,,karakter“ dottið inn í popið, þá er hann dágóður hljómlistarmaður, og sagður geta spilað á hvað sem er, jafn- vel sinn eigin koll. En það sem vakti einna mesta at- hygli við komu Sigurðar í Náttúru var rafvæddur fiðluleikur hans, sem er kærkomin nýbreytni á hljóðfæraskipun í íslenzku pop-víglínunni, og nýtur sín sérdeilis vel í vissum lögum. Það er annar Sigurður í Náttúru, og hann er Árnason, bassaleikur er hans sérgrein. Siggi er álíka orðvar eins og Rabbi er orðhvatur, en þeim er það sameiginlegt að báðir geta þeir brosað í skeggið. VINNA AÐ LP Um þessar mundir eru þeir félagar að vinna að LP-plötu, sem væntanlega verður hljóðrituð á hausti komanda. Þeim ætti ekki að veitast erfitt að glíma þar eingöngu við eigin tónsmíðar, enda hef ég sannfrétt, að Sigurður Rúnar hafi bætt nokkrum lögum við lagasafn Náttúru, sem Björgvin hefur hingað til verið einn skrifaður fyrir. Benedikt Viggósson. TÓNAMÁL 13

x

Tónamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónamál
https://timarit.is/publication/1511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.