Dagfari - okt. 2017, Blaðsíða 3

Dagfari - okt. 2017, Blaðsíða 3
3 Píratar: Píratar hafa ekki stefnu um veru Íslands í Atlandshafsbandalaginu. Skiptar skoðanir eru innan raða Pírata um veru Íslands í NATÓ en draga má þá ályktun út frá grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og aukna aðkomu almennings að ákvarðanatöku að Píratar myndu styðja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að undangenginni upplýstri umræðu um kosti hennar og galla. Vinstri græn: Nei. Ísland er herlaus þjóð sem á að standa utan hernaðarbandalaga. Þingmenn hreyfingarinnar hafa margsinnis lagt fram þingmál um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í Norður- Atlandshafsbandlaginu. Viðreisn: Já, Viðreisn er styður veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Alþýðufylkingin: Nei, algerlega andsnúin aðild að Atlantshafsbandalaginu og öðrum bandalögum heimsvaldasinna. Hvort telur stjórnmálahreyfingin að Atlantshafsbandalagið hafi fremur stuðlað að friði eða ófriði í heiminum? Samfylkingin: Samfylkingin trúir að samstarf með öðrum lýðræðisríkjum í Atlantshafsbandalagsins hafi verið mikilvægt til þess að stuðla að friði og mannréttindum í heiminum.

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.