Dagfari - Oct 2017, Page 3

Dagfari - Oct 2017, Page 3
3 Píratar: Píratar hafa ekki stefnu um veru Íslands í Atlandshafsbandalaginu. Skiptar skoðanir eru innan raða Pírata um veru Íslands í NATÓ en draga má þá ályktun út frá grunnstefnu Pírata um beint lýðræði og aukna aðkomu almennings að ákvarðanatöku að Píratar myndu styðja þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að undangenginni upplýstri umræðu um kosti hennar og galla. Vinstri græn: Nei. Ísland er herlaus þjóð sem á að standa utan hernaðarbandalaga. Þingmenn hreyfingarinnar hafa margsinnis lagt fram þingmál um að halda skuli þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í Norður- Atlandshafsbandlaginu. Viðreisn: Já, Viðreisn er styður veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu. Alþýðufylkingin: Nei, algerlega andsnúin aðild að Atlantshafsbandalaginu og öðrum bandalögum heimsvaldasinna. Hvort telur stjórnmálahreyfingin að Atlantshafsbandalagið hafi fremur stuðlað að friði eða ófriði í heiminum? Samfylkingin: Samfylkingin trúir að samstarf með öðrum lýðræðisríkjum í Atlantshafsbandalagsins hafi verið mikilvægt til þess að stuðla að friði og mannréttindum í heiminum.

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.