Dagfari - Oct 2017, Page 5

Dagfari - Oct 2017, Page 5
5 Kæmi fram vilji af hálfu bandarískra stjórnvalda til að auka umsvif hérlendis innan marka slíks samstarfs telur Framsóknarflokkurinn eðlilegt að taka það til skoðunar. Það myndi þó alltaf þurfa að vera á forsendum íslenskra stjórnvalda og umsvifin að vera til þess fallin að þjóna hagsmunum og markmiðum Íslands í öryggis- og varnarmálum. Píratar: Píratar munu ekki samþykkja slíkt án þess að leita samþykkis eða synjunar kjósenda. Vinstri græn: Nei. Við Vinstri – græn höfum talað mjög ákveðið gegn aukinni uppbyggingu hernaðartengdra mannvirkja á Keflavíkurflugvelli, svo sem stækkun flugskýla svo þau geti hýst en stærri herflugvélar. Viðreisn: Afstaða Viðreisnar færi eftir tilgangi og markmiðum þeirra umsvifa. Alþýðufylkingin: Nei, það kæmi ekki til greina. Er stjórnmálahreyfingin hlynnt reglubundnu æfingaflugi Nató-herþota á Íslandi sem gengur undir heitinu loftrýmisgæsla? Samfylkingin: Loftrýmisgæsla er þáttur í samkomulagi Íslands og Atlantshafsbandalagsins um varnir landsins. Framsóknarflokkurinn: Já. Framsóknarflokkurinn hefur litið svo á að slíkt æfingaflug sé eðlilegur hluti af varnarsamstarfi við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli. Píratar: Píratar hafa ekki stefnu gagnvart loftrýmisgæslu NATÓ.

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.