Dagfari - okt. 2017, Side 8

Dagfari - okt. 2017, Side 8
8 Hvort telur stjórnmálahreyfingin að stuðningur Íslands við stríðsrekstur í Afganistan, Írak og Líbýu á liðnum árum hafi verið góð eða slæm ákvörðun? Samfylkingin: Ísland er sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna bundið af ákvörðunum Öryggisráðsins sem teknar eru til að binda enda á þjóðarmorð, stríðsglæpi og hernaðarátök. Undir það falla aðgerðir í Afganistan og Líbíu. Það er villandi að segja að Ísland hafi tekið þátt í þeim stríðum, enda býr Ísland ekki yfir herliði. Samfylkingin var eindregið andvíg yfirlýsingu þáverandi ráðamanna um stuðning við einhliða árás á Írak árið 2003 enda var sú aðgerð ólögleg að alþjóðalögum og hefur ekki bætt stöðu heimsmálanna. Framsóknarflokkurinn: Aðkoma Íslands að hernaðaraðgerðum í þessum ríkjum var með ólíkum hætti. Annars vegar, í tilfelli Afganistan og Líbýu, var um að ræða þátttöku í eða stuðning við aðgerðir sem kom til vegna aðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Í ljósi þess að Framsóknarflokkurinn telur það þjóna hagsmunum Íslands að vera aðili að bandalaginu er það jafnframt mat flokksins að stuðningur við aðgerðir þess sé góð ákvörðun. Hvað varðar stuðning Íslands við stríðsrekstur í Írak lýsti þáverandi formaður Framsóknarflokksins því yfir árið 2006 að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda á sínum tíma um málefni Íraks hafi byggst á röngum upplýsingum. „Forsendurnar voru rangar og ákvarðanaferlinu ábótavant. Þessar ákvarðanirnar voru því rangar eða mistök.” Píratar: Þær ákvarðanir voru teknar án nokkurs samráðs við íslensku þjóðina, hvað þá þingið. Fyrir það eitt voru það slæmar ákvarðanir. Þar að auki gekk stríðsreksturinn í berhögg við alþjóðalög enda hafði engin þessara innrása heimild öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna að undanskyldri Lýbíu, þar sem NATO gekk miklu lengra en heimildir öryggisráðsins leyfðu. Eins er ekki hægt að segja að um sjálfsvörn NATO hafi verið að ræða í neinu þessara tilvika. Grundvallarstoðir þjóðarréttar er

x

Dagfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.