Dagfari - Oct 2017, Page 10
10
alþjóðasamfélagsins að vettugi, er næsta ómögulegt að líta svo á
að stjórnvöld í vestrænu lýðræðisríki séu ein mesta ógnin við frið í
heiminum um þessar mundir.
Píratar:
Frekar sammála þessa dagana.
Vinstri græn:
Mjög sammála. Stefna þeirra þegar kemur að kjarnorkumálum eru eitt
skýrasta dæmið þar um.
Viðreisn:
Hvorki né.
Alþýðufylkingin:
Mjög sammála.
Svör Bjartrar framtíðar
Björt framtíð var meðal þeirra stjórnmálahreyfinga sem
skiluðu svörum við spurningum SHA. Því miður urðu þau
mistök að flokkurinn svaraði spurningum samtakanna frá
árinu 2016 og ekki vannst tími til að bæta úr þessu fyrir
útgáfu blaðsins. Svörin Bjartrar framtíðar eru þó birt hér,
enda varpa þau um margt ljósi á stefnu framboðsins í
málaflokknum.
Er stjórnmálahreyfingin hlynnt veru Íslands í
Atlantshafsbandalaginu?
Já, við erum hlynnt samstarfi þjóða á sem flestum sviðum.
Margt bendir til að bandarísk hernaðaryfirvöld hafi áhuga á auknum
umsvifum á Íslandi. Hver er afstaða stjórnmálahreyfingarinnar til
þess máls?