Dagfari - Oct 2017, Page 11
11
Við erum andvíg því að opna herstöð á Íslandi og andvíg auknum
umsvifum bandarískra hernaðaryfirvalda á Íslandi.
Er stjórnmálahreyfingin hlynnt reglubundnu æfingaflugi Nató-
herþota á Íslandi sem gengur undir heitinu loftrýmisgæsla?
Já.
Styður stjórnmálahreyfingin að Ísland verði friðlýst fyrir umferð og
geymslu kjarnavopna?
Já.
Telur stjórnmálahreyfingin að þátttaka Íslands í stríðum á
liðnum árum (Kosovo, Afganistan, Írak og Líbýa) hafi bætt stöðu
heimsmála eða gert hana verri?
Þátttaka Íslands í árásinni á Írak hefur ekki bætt stöðu heimsmála.
Svo má færa rök með og á móti um það hvort hin afskiptin hafi bætt
stöðu heimsmála en ákvarðanirnar voru teknar í samstarfi þjóða og
voru viðbrögð við alvarlegum krísum sem nauðsynlegt var að bregðast
við. Engin viðbrögð hefðu verið verri en eins og alltaf í stríðsrekstri
er erfitt að sjá fyrir afleiðingarnar í samhengi heimsmála. Því styðjum
við í Bf ekki notkun hervalds nema allar díplómatískar leiðir hafi verið
fullreyndar og ljóst að mikil ógn steðji að óbreyttum borgurum verði
ekkert aðhafst.
Telur stjórnmálahreyfingin að Ísland ætti að axla ábyrgð á þátttöku
sinni í stríðsrekstri liðinna ára með því að taka á móti fleira
flóttafólki?
Tvímælalaust.
Hversu líklegt er að fulltrúar stjórnmálahreyfingarinnar muni styðja
næsta stríð Bandaríkjastjórnar í fjarlægum löndum, veljið einn
eftirtalinna svarmöguleika: (Mjög ólíklegt, frekar ólíklegt, hvorki né,
frekar líklegt, mjög líklegt)
Mjög ólíklegt.