Dagfari - Oct 2017, Page 12

Dagfari - Oct 2017, Page 12
12 ICAN og friðarverðlaun Nóbels Þau gleðitíðindi bárust í haust að alþjóðlegu baráttusamtökin ICAN hefðu hlotið friðarverðlaun Nóbels árið 2017. Þetta eru sérdeilis ánægjulegar fréttir fyrir félaga í Samtökum hernaðarandstæðinga, enda er um hálft ár frá því að SHA gengu formlega í ICAN. Samtök þessi hafa verið leiðandi í baráttunni fyrir að sett verði alþjóðlegt bann við kjarnorkuvopnum. Ástæðan er áhugaleysi kjarnorkuveldanna á að framfylgja þeim ákvæðum gildandi afvopnunarsamninga sem gera ráð fyrir að kjarnavopnum sé útrýmt. Ýmsir töldu fullreynt að berjast innan marka sáttmála á borð við NTP (sáttmálinn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna) en vildu þess í stað horfa til þess að banna vopnin beint á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fyrirmyndin að þessari leið eru samningar á borð við bann við jarðsprengjum og efnavopnum, sem í fyrstu voru einungis undirritaðir af ríkjum sem ekki höfðu yfir slíkum vopnum að ráða og í öþökk hinna, en unnu sér með tímanum þegnrétt og almenna viðurkenningu.

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.