Dagfari - Oct 2017, Page 13

Dagfari - Oct 2017, Page 13
13 Vald, minni og hryðjuverk . Það hefur aldrei verið auðveldara að heyja stríð heldur en nú á dögum – fyrir þjóðríki sem hafa efnahagslega og tæknilega yfirburði yfir andstæðinginn. Aðstöðumunurinn er jafnvel enn meiri en þegar Evrópumenn útrýmdu frumbyggjum Ameríku og Ástralíu eða í nýlendustríðunum á milli Vínarfundarins og fyrri heimsstyrjaldarinnar (1815-1914) – þar sem Evrópa bjó að mestu leyti við frið en lagði undir sig allan heiminn með hátæknivopnum þess tíma. Margt bendir til þess að við endalok kalda stríðsins hafi hafist tímabil nýrrar heimsvaldastefnu þar sem sum ríki búa við frið og öryggi en fara jafnframt með ófriði á hendur öðrum. NATO-ríkin eru þar í fararbroddi þar sem eitt eða fleiri þeirra hafa átt aðild að öllum meiri háttar árásarstríðum frá endalokum kalda stríðsins. Þar hafa þau ekki þurft að færa miklar fórnir. Enginn einasti hermaður NATO-ríkjanna féll í 78 daga lofthernaði bandalagsins gegn Júgóslavíu árið 1999. Til er orðið ný gerð af stríði, þar sem öðrum aðilanum blæðir en hinn getur að mestu leitt ófriðinn hjá sér. Óraunveruleiki nútímanýlendustríða felst í því að þeim er lýst líkt og spennuþræði í lélegri bandarískri spennumynd, sem einvígi við einn vondan mann sem þurfi að sigra og helst drepa – þá muni allt falla í Barátta ICAN bar ávöxt nú í sumar þegar meirihluti þjóða heims samþykkti samning um bann við kjarnorkuvopnum. Samningur þessi öðlaðist svo lagalegt gildi þegar fimmtugasta þjóðin undirritaði hann í höfðustöðvum Sameinuðu þjóðanna í septembermánuði. Ástæða er til að ætla að samningur þessi verði í framtíðinni talinn hafa markað tímamót í baráttunni fyrir útrýmingu kjarnorkuvopna. Illu heilli tóku íslensk stjórnvöld þó sömu afstöðu og önnur Nató-ríki og neituðu að standa að banninu. Það er skýr og ófrávíkjanleg krafa hernaðarandstæðinga að Ísland undirriti samninginn tafarlaust.

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.