Dagfari - Oct 2017, Page 15

Dagfari - Oct 2017, Page 15
15 Ávarp frá friðarmálþingi Húmanistaflokkurinn hélt málþing um heim án kjarnorkuvopna í Þjóðarbókhlöðunni í septembermánuði. Ingibjörg Haraldsdóttir var fengin til að flytja setningarræðu þess fyrir hönd Samstarfshóps friðarhreyfinga og Samtaka hernaðarandstæðinga. Erindi hennar fylgir hér á eftir. Góðir áheyrendur Ég vil byrja á að þakka Húmanistaflokknum fyrir að bjóða mér að ávarpa þetta málþing sem hefur yfirskriftina: ER HEIMUR ÁN KJARNORKUVOPNA MÖGULEGUR? Ég veit að við sem hér erum inni höfum mörg hver glímt við þessa spurningu í áraraðir. Hún hefur reyndar verið á dagskrá alls friðelskandi fólks frá því að fyrstu kjarnorkuvopnunum var beitt gegn saklausum íbúum borganna Hírósíma og Nagasaki í Japan fyrir rúmlega sjötíu árum. Kjarnorkuógnin í Kalda stríðinu og þá einkum á níunda áratugnum þegar stórveldin settu upp meðaldrægar kjarnaflaugar á meginlandi Evrópu opnaði augu margra fyrir mikilvægi baráttunnar fyrir heimi án kjarnorkuvopna. Eftir hrun Berlínamúrsins og upplausn Sovétríkjanna töldu reyndar ýmsir að kjarnorkuógninni hefði verið bægt frá en því miður reyndust þeir ekki hafa rétt fyrir sér. Stórveldin afvopnuðust ekki, fleiri ríki útveguðu sér kjarnorkuvopn og á undanförnum árum hefur kjarnorkuógnin aftur orðið sýnilegri og hættan á kjarnorkustríði meiri. Íslenskir friðarhreyfingar voru mjög virkar í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum á níunda áratugnum og hef ég tekið þátt í þeirri baráttu í rúma þrjá áratugi bæði innan Samtaka herstöðvaandstæðinga sem nú heita Samtök hernaðarandstæðinga en einnig í Samstarfshópi friðarhreyfinga sem var stofnaður formlega 1986. Hópurinn stendur fyrir friðargöngu á Þorláksmessu og kertafleytingum í byrjun ágúst árlega. Í upphafi voru hreyfingar eins og læknar og eðlisfræðingar gegn kjarnorkuvá virkar í hópnum en eftir að Kalda stríðinu lauk lögðust þær hreyfingar af og nú standa að hópnum auk Samtaka

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.