Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2010, Side 20

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2010, Side 20
Hún hefur sungið frá því hún man eftir sér og á að baki ófáa sigra í söngkeppnum í grunnskóla og menntaskóla. Hún nam bæði klassískan söng og djasssöng og hefur m.a. sungið og leikið í Litlu hryllingsbúðinni og Kysstu mig Kata hjá leikfélagi Reykjavíkur. Þá hefur hún ljáð Eurovision-keppendum okkar bakrödd sína á erlendum vettvangi uns að því kom að hún stóð sjálf í miðju sviðsljósi keppninnar ásamt Friðrik Ómar í Belgrad fyrir tveimur árum. Fyrir jólin 2005 gaf Regína Ósk út sína fyrstu sólóplötu sem ber einfaldlega nafn hennar. Í djúpum dal kom út ári síðar og sú þriðja, Ef ég væri, árið 2007. með þeim hefur hún sýnt og sannað að hún stendur í fremstu röð íslenskra söngkvenna. Regína Ósk hefur nokkrum sinnum sungið á útitónleikum Hinsegin daga, en nú kemur hún í fyrsta sinn fram á opnunarhátíðinni í íslensku óperunni 5. ágúst. SEnSATIOnAL SOnGSTRESS Regína Ósk studied jazz and classical sing- ing and has released three successful solo albums. Along with Friðrik Ómar, she is the lead singer of Eurobandið, which took part in the Eurovision Song Contest in Belgrad, 2008, with “This is My Life.” She first performed with Eurobandið at Reykjavík Gay Pride in the summer of 2006, but this year she returns with a solo act certain to dazzle and beguile audi- ences. Regína Ósk performs at the Opening Ceremony at the Icelandic Opera on Thursday, 5 August. 20 reGínA

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.